Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 26.mar 2019, 21:01

Hér er uppskrift að snúningshné sem er auðvelt að útbúa í skúrnum og útheimtir enga vélavinnu. Úr þessu fæst öflugt hné sem ætti að endast vel og flæðir gnótt fyrir stóru dekkin. Efniskostnaður um 2000 kall per stykki.


Þetta byrjar allt á því að 10mm glussarör passar þétt og fínt inn í standard kúlulegu #6000. Til dæmis SKF6000-2RSH, held að flestar lokaðar 6000 seríu kúlulegur ættu að virka. Utanmál á legunni er 26.mm og hún er 8mm að þykkt.
DSC_6419-m.JPG
1
DSC_6419-m.JPG (459.51 KiB) Viewed 32567 times


Við leit að heppilegu efni til að smíða úr leguhús fannst þessi gaur í Húsasmiðjunni. Hann heitir víst 1" - 1/2" brjóstnippill og er ansi líklegur.
DSC_6418-m.JPG
DSC_6418-m.JPG (473.57 KiB) Viewed 32567 times


Svo skemmtilega vill til að sumir - ekki allir - tomma-niður-í-hálftommu brjóstnipplar eru eins og sniðnir í þetta verkefni. Innanmálið í nipplinum er passlegt til að legan situr þétt og föst í honum. Það er því hægt að nota þá beint án nokkurrar rennivinnu. ATH að vissara er að hafa með sér skíðmál þegar farið er í búðina, því að þessir nipplar eru ekki allir skapaðir eins. Byko útgáfan gengur ekki án rennivinnu.
DSC_6421-m.JPG
DSC_6421-m.JPG (514.14 KiB) Viewed 32567 times


Smellpassar.
DSC_6417-m.JPG
DSC_6417-m.JPG (514.59 KiB) Viewed 32567 times


Komið saman til prufu og lítur nokkuð vel út.
DSC_6416-m.JPG
DSC_6416-m.JPG (395.6 KiB) Viewed 32567 times


Hér er mætt á svæðið venjuleg pakkdós 10-26-7mm. Þ.e.a.s 10 mm innanmál sem passar á rörið, þykktin er 7mm og utanmálið er 26mm sem passar inn í nippilinn. Hér er líka mætt á svæðið ryðfrítt 10 mm vökvarör / glussarör sem ég fékk í Barka. Ef þið rýnið í myndina sjáið þið far eftir rörskera sirka 10mm frá endanum. Það er fyrir lásinn á lofthraðtenginu, þau ná ekki að grípa og festast í ryðfrítt rör, en þessi lausn reddar því mjög vel.
DSC_6422-m.JPG
DSC_6422-m.JPG (500.42 KiB) Viewed 32567 times


Síðan er bara að pressa þetta saman, með klípu af eftirlætis smurfeitinni þinni innan í vörinni á pakkdsósinni og slurk á milli hennar og legunnar til að tryggja smurning á dósinni.
DSC_6420-m.JPG
DSC_6420-m.JPG (464.55 KiB) Viewed 32567 times


Hér er þetta komið saman, ryðfrítt rör sem ég beygði eftir smekk. Rörskeri á endann til að búa til far fyrir lásinn á lofthraðtenginu. Í einhverju pjatti setti ég nippilinn í rennibekk og renndi niður gengjurnar. Það er auðvitað hreinn óþarfi.
DSC_6414-m.JPG
DSC_6414-m.JPG (644.37 KiB) Viewed 32567 times


Á bakhliðinni er svokölluð formúffa. 1/2" niður í 3/8. Hún gegnir því hlutverki að herða hnéð fast í slána og líka að minnka gengjur fyrir áframhaldandi tengingar. Hér nota ég einfaldlega 3/8" -10mm slöngustút.

Ég þrýstiprófaði þetta með sápu yfir 40 psi og fann engan leka á þessu. Ég er búinn að keyra um 500km með þetta og hef ekki orðið var við nein vandræði. Ef nylon rörið úr í hjólið húkkast í þá gefur samtengið sig og slitnar í sundur. Það hefur gerst tvisar hjá mér og hnén skemmdust ekkert.
DSC_6415-m.JPG
DSC_6415-m.JPG (449.76 KiB) Viewed 32567 times


Efniskostnaður per hné:
Brjóstnippill 1" -> 1/2" 629kr -Húsasmiðjan
Formúffa 1/2" ->3/8" 529kr Húsasmiðjan
Lega 6000RSH 350 kr -keypt á netinu
Pakkdós 10-26-7 mm erlendis frá 150kr
Ryðfrítt 10mm vökvarör 200 kr - Barki
Samtals frá nylon lögn og yfir í 3/8 innan gengjur fyrir lögn að hjóli samtals: 1858 kr - eða svo.

ATH:
Þessar legur og pakkdósir fást víða hér á landi, Paulsen, Barki, Landvélar, Fálkinn... Lagervara.


DSC_6423-m.JPG
DSC_6423-m.JPG (385.25 KiB) Viewed 32567 times
Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 26.mar 2019, 21:05

Þess má geta að innanmál á 10mm ryðfríu glussaröri er 8mm. Þessi hné flæða því mjög vel.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Sævar Örn » 26.mar 2019, 21:12

kærar þakkir, þetta eru frábærar upplýsingar og gagnast mörgum, ódýr og góð lausn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá StefánDal » 26.mar 2019, 21:18

Frábær lausn! Þakka þér kærlega fyrir að deila þessu með okkur.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Járni » 26.mar 2019, 23:51

Takk fyrir þetta!
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 27.mar 2019, 00:20

Takk. Vonandi getur einhver nýtt sér þessar upplýsingar. Þessi brjóstnippill er skemmtilega passandi fyrir þetta verkefni fyrir þá sem ekki hafa aðgang að rennibekk. Fljótlegt og skemmtilegt föndur að púsla þessu saman.

Hvað snertir rörið í hnénu má auðvitað nota standard 10mm glussarör. Ekki rústfrítt altso. Þau eru þykkari en þau rústfríu og líklega hægt að beygja þau sæmilega án þess að hafa þar til gerðar græjur - þau leggjast síður saman grunar mig. Það rústfría útheymtir "beygjuvél" ef vel á að vera.

Það er svolítið slag í rörinu með SKF6000RSH sem er standard "deep grove" kúlulega, en það virðist ekki koma að sök. Þessar pakkdósir sem ég keypti virðast þola hreyfinguna enda stutt frá legunni. Ég valdi þessa legu af því að hún er með "bestu" þéttingunum hvað snertir raka og ryk. Bara SKF smíðar svona legur með nokkrum mismunandi þéttingum eftir útfærslum. Ég hef ekki nennt að athuga það en ég er nokkuð viss um að það eru til útgáfur af þessum 6000 legum sem eru með extra þétta rýmd og þá væri líklegast minna slag í rörinu. Hér er semsagt tækifæri til frekari þróunnar fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Einnig á reynslan eftir að leiða í ljós hvernig þetta endist. Ég smurði pakkdósina með heimskri koppafeiti (Starplex) og setti slurk á milli hennar og legunnar. Það er ekki ólíklegt að til sé heppilegri og betri smurningur fyrir hana - allar ábendingar og vangaveltur um það vel þegnar.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá sukkaturbo » 27.mar 2019, 06:54

Jamm takk fyrir ódýrt og flott lausn á eftir að gera þetta

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá gislisveri » 27.mar 2019, 08:00

Gott framtak, það eru sjálfsögð mannréttindi að vera með úrhleypibúnað!

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá jeepcj7 » 27.mar 2019, 23:52

Flott og ódýr lausn.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá jongud » 30.mar 2019, 09:18

Mjög sniðugt.
Ef einhver vill endilega nota tvær legur eru hægt að finna allsskonar kopartengi sem gætu hentað fyrir þetta. Bara svo lengi sem innra þvermálið er 10 mm. eða rétt undir. Allt að 9mm myndi ég treysta mér til að bora út með handborvél og góðu skrúfstykki.
0000-l1000.jpg
0000-l1000.jpg (55.78 KiB) Viewed 31921 time

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá jongud » 30.mar 2019, 09:29

Þetta væri kannski enn sniðugra?
Þetta heitir "mixed bulkhead connector" á engilsaxnesku.
0000-l1000.jpg
0000-l1000.jpg (133.61 KiB) Viewed 31920 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá ellisnorra » 31.mar 2019, 23:38

Þetta er æði :-)
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá grimur » 02.apr 2019, 03:41

Myndi nú frekar veðja á eitthvað með 26mm gati eða þar rétt undir. Sé ekki alveg hvernig svona lega ætti að sitja í 10mm gati.
Aðeins lengri stútur og 2 legur væri alveg gargandi snilld ofaná snilldina sem er í þessu fyrir.

Kv
Grímur


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá petrolhead » 02.apr 2019, 07:28

Snillingur að finna þetta út, cheap as dirt, og dauð einfalt fyrir hvern sem er að útbúa þetta.....bara magnað !!
MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá jongud » 03.apr 2019, 08:04

grimur wrote:Myndi nú frekar veðja á eitthvað með 26mm gati eða þar rétt undir. Sé ekki alveg hvernig svona lega ætti að sitja í 10mm gati.
Aðeins lengri stútur og 2 legur væri alveg gargandi snilld ofaná snilldina sem er í þessu fyrir.

Kv
Grímur


Heh- ruglaðist á innra og ytra þvermáli á legunni...


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 09.apr 2019, 23:24

Við verðum eiginlega að fá bilanasögur af snúningshnjám áður en við áttum okkur á vanköntunum á þessum sem hér um ræðir. Þar stend ég að mestu á gati af því að ég hef hingað til ekki gefið þeim eða svona utaná liggjandi pumpusystemi neinn gaum. Ég er farinn að nálgast 1000km með mín og ekkert fundið að enn. Ég fattaði það reyndar að legurnar sem ég keypti höfðu nasty viðbót í enda númersins. C3. Ég tók hreinlega ekki eftir því. C3 er með meiri rýmd en standard lega og því meira slag í rörinu hjá mér. Þetta virðist ekki koma að sök ... enn!?

Ég tók líka eftir því þegar ég var að fikta við segullokana sem ég setti við pumpusystemið að eitt hnéð hjá mér þoldi loftþrýstinginn á verkstæðinu, 9.5 bar, í nokkur skipti áður en legan þrýstist af stað og poppaði pakkdósinni úr. Ég þurfti að banka hana í aftur og passa mig betur á að vera ekki að fikta í lokunum með skrúfað fyrir kranana inn á felgurnar. Ég setti líka þrýsti-minnkara inn á lokana þannig að 120 psi kerfið í bílnum nær aldrei hærri þrýstingi inn á dekkin en 35 psi. Mig langar ekki að þoltesta nýju Nokien dekkinn ef ég gleymi nú kerfinu á pumpun eða eitthvað klikkar.

Reynslubolti úr fjallaferðum - sem ferðast mikið - sagði mér að það sem klikkar í Landvélahnjánum er að rörið gegnum þau slitnar undan pakkdósinni og þau fara að leka í kjölfarið. Mér dettur í hug að ryk og drulla nái að safnast fyrir í vörinni í pakkdósinni og myndi einskonar slípimassa sem étur niður rörið. Hann sagði að rörið í þeim sé ekki ryðfrítt?


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Sæfinnur » 17.des 2019, 16:09

Þetta er náttúrlega tæra snild eins og allar einfaldar uppfinningar. Er nóg dýpt í nipplinum til að reka leguna og pakkdósina aðeins innar og settja splitthring framanvið?


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 17.des 2019, 17:46

Sæfinnur wrote:Þetta er náttúrlega tæra snild eins og allar einfaldar uppfinningar. Er nóg dýpt í nipplinum til að reka leguna og pakkdósina aðeins innar og settja splitthring framanvið?

Já ég held að ætti alveg að sleppa.

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá RunarG » 03.jan 2020, 22:14

Þetta er flott lausn, ódýr og auðveld. Nú fer þetta að nálgast 1 ár í keyrslu, hvernig er reynslan?
komin eitthverjir vankantar eða eitthvað sem þyrfti að betrumbæta?
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 06.jan 2020, 09:34

Ég hef því miður ekkert feedback fengið frá öðrum.

Síðan ég púslaði þessu saman hafa hnén verið á bílnum hjá mér, ég hef aldrei tekið þau af. Bíllinn stendur alltaf úti og rörin í hnjánum opin fyrir veðri og vindum. Stundum í rigningartíð hef ég rekið tána í þau til að snúa rörinu niður á við og þá hefur bunað úr þeim vatnið. Þegar ég tengi slöngurnar við þau opna ég vanalega fyrir dekkjakranann fyrst og blæs úr þeim vatninu áður en ég tengi lögnina við bílinn.

Reynslan er samt takmörkuð af því að bíllinn er lítið notaður. Kannski 3000 km á árinu og þar af sirka 1000 km með hnén tengd. Ég sáputestaði hnén fyrir rúmri viku og fann enga leka á þeim, legur enn liðugar og ekkert athugavert og engar endurbætur fyrirhugaðar. Nema að setja hettur á endann á rörunum til að loka þeim þegar þetta er ekki í notkun. En það telst varla með.

Ætli ég opni þau ekki fyrir stórferð 4x4 og skoði ástandið.


Elvar101
Innlegg: 36
Skráður: 25.maí 2013, 11:31
Fullt nafn: Elvar Már Guðbjartsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Elvar101 » 07.feb 2020, 21:32

Ég er byrjaður að dunda mér í þessu hérna heima. fór í húsasmiðjuna til að finna þessa brjóstnippla, en fann ekki sem smellpassar, það munaði alltaf ca. 1mm en var reddað með að setja brjósnippill í borvél og fór með þjöl á hann þar sem ég hef ekki aðgang að rennibekk. En þetta kemur bara vel út.

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá karig » 10.mar 2020, 21:02

Smá spurning varðandi slána, úr hvað þykku er hún og er þetta ekki bara venjulegt járn? Kv, Kári.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 10.mar 2020, 23:14

Slárnar eru úr 3x40mm flatjárni. Það var við höndina þegar þetta var smíðað í fljótheitum. En ég mæli með rústfríu í þetta til að sleppa við málningarvesen og síðar ryðpunkta undan steinkastinu.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 10.mar 2020, 23:19

Elvar101 wrote:Ég er byrjaður að dunda mér í þessu hérna heima. fór í húsasmiðjuna til að finna þessa brjóstnippla, en fann ekki sem smellpassar, það munaði alltaf ca. 1mm en var reddað með að setja brjósnippill í borvél og fór með þjöl á hann þar sem ég hef ekki aðgang að rennibekk. En þetta kemur bara vel út.

Það var lagið, óþarfi að láta smáatriði stoppa sig!

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá RunarG » 23.mar 2020, 19:54

Ég smíðaði mér svona líka og fór í 5 daga ferð. Setti slöngurnar á um leið og ég beygði af malbikinu og keyrðir voru eitthverjir 700-800 km með þetta tengt. Engin vandamál, lak ekkert og virkaði bara. Sá að eitthverjir voru að spá í að renna far fyrir splitti fyrir pakkdósina, ég fór þá leið að setja ekki splitti en fékk mér 1" lok sem skrúfast á þann enda sem pakkdósin og legan eru, boraði gat fyrir rörið og lokað pakkdósina inni.
Set hér 2 myndir af minni útfærslu.

Image

Image

runar1.jpg
runar1.jpg (34.53 KiB) Viewed 25661 time

runar2.jpg
runar2.jpg (22.07 KiB) Viewed 25661 time
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá olei » 23.mar 2020, 23:20

Glæsilegt Rúnar.
Ég er búinn að bæta við nokkur hundruð km á mín og enn allt í gúddí.

Ég er búinn að smíða mér tölvustýrt pumpusystem, sem ég stýri úr Android spjaldi. Eða símanum. Það var prufukeyrt um helgina og var fjandi þægilegt. Kannski nenni ég að gera þráð um það einn daginn.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá ellisnorra » 25.mar 2020, 21:13

olei wrote:Glæsilegt Rúnar.
Ég er búinn að bæta við nokkur hundruð km á mín og enn allt í gúddí.

Ég er búinn að smíða mér tölvustýrt pumpusystem, sem ég stýri úr Android spjaldi. Eða símanum. Það var prufukeyrt um helgina og var fjandi þægilegt. Kannski nenni ég að gera þráð um það einn daginn.


Endilega!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Járni » 26.mar 2020, 07:26

elliofur wrote:
olei wrote:Glæsilegt Rúnar.
Ég er búinn að bæta við nokkur hundruð km á mín og enn allt í gúddí.

Ég er búinn að smíða mér tölvustýrt pumpusystem, sem ég stýri úr Android spjaldi. Eða símanum. Það var prufukeyrt um helgina og var fjandi þægilegt. Kannski nenni ég að gera þráð um það einn daginn.


Endilega!


x2!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Sævar Örn » 11.jan 2021, 19:56

Ég var að útbúa annað svona sýstem núna í janúar 2021 og þykir vert að benda á að minnkunin 1" - 1/2" með 25.9mm innanmáli fæst ekki lengur í húsasmiðju, en ég fann fulla hillu af þeim í Bauhaus (kostar reyndar 1000 kall stk) kannski fáanlegt annarsstaðar enn ódýrar, hvað um það, þá passa legurnar beint í einsog þráðarhöfundur sagði réttilega frá

ég fékk góðar legur hjá fálkanum og þéttingar einnig, rör hjá Barka allt 10mm og ég keypti líka lok yfir til að halda við þéttihringinn (just in case) og svo finnst mér það líka lúkka betur(hugmynd stolið af svaranda hér fyrir ofan)

Þetta system lofar góðu og er mjög billegt, á að giska 6000 kr fyrir hvert hjól og mjög auðvelt að útbúa vara stykki til að hafa meðferðis

Takk fyrir þetta kærlega, og vonandi njóta aðrir áfram góðs af þeim tilraunum sem jeppaspjallsmenn hrinda fram
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Bryngeir
Innlegg: 1
Skráður: 11.jan 2021, 22:06
Fullt nafn: Bryngeir Jónsson
Bíltegund: Suburban

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Bryngeir » 11.jan 2021, 22:18

Ég er með öfluga tveggja stimpla reimdrifna dælu og hef notað hana til að pumpa í dekkin ef maður vill fara í svona pumpusystem á einfaldan og ódýran máta, þarf maður þá að taka slöngu úr dælunni og koma fyrir kút undir bílnum og hvað síðan ?
kv. Bryngeir

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Sævar Örn » 12.jan 2021, 01:02

Sæll Bryngeir, það eru ýmsar lausnir í boði

Þú ert þegar með öfluga loftpressu, forðakútur er ekki skilyrði, og raunar minnkar þörfin á honum þegar kominn er úrhleypibúnaður. Kostur sem ég sé við forðakút er að ég get notað driflæsingu mörgum tugum sinnum án þess að dæla fari í gang (mínar eru háværar) en þín er sennilega hljóðlaus. Því kann að vera að þér gagnist forðakútur lítið sem ekkert.

Varðandi stjórnbúnað, þar eru tvær meginlausnir í boði,

Handvirkir kranar eða Rafstýrðir lokar (segullokar)

Handvirkir kranar bara virka, það hefur sýnt sig, ódýrir og ekkert vesen
Rafstýrðir lokar líka góðir, virka vel og hafa þann kost að stjórnrofar (eða tölvustýring) getur verið í námunda ökumanns en segullokarnir annars staðar í bílnum, hentar því vel ef pláss er lítið eða mikil áhersla á stílhreint útlit. Það eru þrjár meginlausnir á stýringu fyrir segullokana, þ.e. handvirkir rofar, iðntölvustýring (stýrivélaþjónusta) og bluetooth síma app stýring (s.k. Sölvabúnaður)


Mælar(analog eða digital, flestir setja einn mæli á hverja lögn að hjóli og etv. annan sem sýnir kerfisþrýsting) Einhverjir hafa sett einn mæli á fæðilögnina milli krana og geta þannig mælt þrýsting í hverju hjóli með því að hleypa einu hjóli inn á fæðilögnina hverju sinni, þetta kerfi væri í mínum huga til trafala og auðvitað visst öryggi í því frekar að sjá öllum stundum hvaða þrýstingur er í hverju hjóli án þess að kanna það sérstaklega með kranatilfæringum. Því myndi ég hafa mæli á hverri lögn að hjóli.

Eins og þú sérð eru snúningshnéin bara einn þáttur í þessum skemmtilega búnaði, flestar lausnirnar hér að ofan færð þú aðstoð með t.d. hjá Landvélum, Stýrivélaþjónustunni og etv. víðar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá juddi » 13.jan 2021, 17:49

olei wrote:Glæsilegt Rúnar.
Ég er búinn að bæta við nokkur hundruð km á mín og enn allt í gúddí.

Ég er búinn að smíða mér tölvustýrt pumpusystem, sem ég stýri úr Android spjaldi. Eða símanum. Það var prufukeyrt um helgina og var fjandi þægilegt. Kannski nenni ég að gera þráð um það einn daginn.

Endilega fræða okkur um það lýka
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Magni » 04.des 2021, 19:57

olei wrote:Glæsilegt Rúnar.
Ég er búinn að bæta við nokkur hundruð km á mín og enn allt í gúddí.

Ég er búinn að smíða mér tölvustýrt pumpusystem, sem ég stýri úr Android spjaldi. Eða símanum. Það var prufukeyrt um helgina og var fjandi þægilegt. Kannski nenni ég að gera þráð um það einn daginn.


Það bíða allir spenntir eftir þessari lausn hjá þér :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá Sævar Örn » 27.des 2022, 19:48

Ég er búinn að hafa pumpusystem núna síðan í janúar 2021 það verða bráðum tvö ár, ég nota þetta ekki á sumrin (ennþá, en stendur til) og aðeins til fjalla á veturna. Því ætla ég að giska varlega og segja 5000 km, þeir gætu þó verið 10.000

Engin vandamál hafa komið upp, fyrr en á aðfangadag, þá þurfti að aka á tveimur pundum hluta leiðar um suðurstrandarveg(sem var ófær) í jólaboð. Fór þá illa því eitt úrhleypihnéð sveik mig. Í fyrstu hélt ég að aðeins hefði brotnað plastsamsetning sem gerist öðru hverju, en ég keypti poka með 100 stk á c.a. 5000 kr frá aliExpress, svona álíka og 5stk samsetningar kosta úr hillu hérlendis. Ég hef alltaf lúkufylli af þessum samsetningum meðferðis í bílnum.

En að vandamálinu, ef vandamál skildi kalla. Rörið drógst út úr legunni og pakkdósinni, ég rak rörið inn aftur en það entist stutt, drógst út að nýju.


Í kvöld reif ég þetta sundur og sá ekkert að neinu, legur og pakkdós í fínu lagi, rörið gott, þannig ég pressaði rörið á sinn rétta stað og rak úrrek ofaní rörendann bakvið leguna til að þenja rörið út, með þessu verður ógjörningur að nota rörið aftur ef ég fer í pakkdósa og eða leguskipti síðar, en það er ekki mikill fórnarkostnaður, allavega eru legur og pakkdós í fínu fjöri eftir alla þessa notkun!

myndir:

321979516_937436383905974_1752157423888109736_n.jpg
Þessi búnaður gefur góða raun, og kostar lítið, koparíhlutina fékk ég hjá Bauhaus (ath. tveir sverleikar í boði í sömu hillunni, allt í bland, borgar sig að koma með skíðmál með sér). Legur og pakkdósir frá eBay en fást í Falkanum, kostnaður var eitthvað um 4000 kr per hnjé ef ég man rétt.
321979516_937436383905974_1752157423888109736_n.jpg (236.77 KiB) Viewed 10671 time
321999364_1233560590572442_2792915940599360463_n.jpg
Yfirlitsmynd
321999364_1233560590572442_2792915940599360463_n.jpg (141.83 KiB) Viewed 10671 time
322373739_499019802109955_3089474250030383621_n.jpg
Yfirlitsmynd
322373739_499019802109955_3089474250030383621_n.jpg (179.52 KiB) Viewed 10671 time
321955069_1213353092914159_3265023070848697993_n.jpg
Hér sló ég á endann á úrrekinu til að mynda hálfgerðan kón á enda rörsins, þetta er spurning um brot úr millimetra, það þarf ekki mikið enda er rörið mjög þétt í gegnum leguna
321955069_1213353092914159_3265023070848697993_n.jpg (174.25 KiB) Viewed 10671 time
322349671_689062065994115_4368017872033264591_n.jpg
Hér er rörið komið aftur i gegnum leguna og pakkdósina
322349671_689062065994115_4368017872033264591_n.jpg (206.42 KiB) Viewed 10671 time
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Postfrá jongud » 25.feb 2023, 11:15

Sævar Örn wrote:Ég er búinn að hafa pumpusystem núna síðan í janúar 2021 það verða bráðum tvö ár, ég nota þetta ekki á sumrin (ennþá, en stendur til) og aðeins til fjalla á veturna. Því ætla ég að giska varlega og segja 5000 km, þeir gætu þó verið 10.000

Engin vandamál hafa komið upp, fyrr en á aðfangadag, þá þurfti að aka á tveimur pundum hluta leiðar um suðurstrandarveg(sem var ófær) í jólaboð. Fór þá illa því eitt úrhleypihnéð sveik mig. Í fyrstu hélt ég að aðeins hefði brotnað plastsamsetning sem gerist öðru hverju, en ég keypti poka með 100 stk á c.a. 5000 kr frá aliExpress, svona álíka og 5stk samsetningar kosta úr hillu hérlendis. Ég hef alltaf lúkufylli af þessum samsetningum meðferðis í bílnum.

En að vandamálinu, ef vandamál skildi kalla. Rörið drógst út úr legunni og pakkdósinni, ég rak rörið inn aftur en það entist stutt, drógst út að nýju.

Í kvöld reif ég þetta sundur og sá ekkert að neinu, legur og pakkdós í fínu lagi, rörið gott, þannig ég pressaði rörið á sinn rétta stað og rak úrrek ofaní rörendann bakvið leguna til að þenja rörið út, með þessu verður ógjörningur að nota rörið aftur ef ég fer í pakkdósa og eða leguskipti síðar, en það er ekki mikill fórnarkostnaður, allavega eru legur og pakkdós í fínu fjöri eftir alla þessa notkun!


Ein spurning;
Í stað þess að kjörna rörið, væri hægt að rispa spor í það uppi við leguna, (svipað og á ytri endanum, jafnvel með rörskera) og setja splitti?
Mér sýnist á þessari mynd að það ætti að vera pláss fyrir það
Image


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir