Síða 1 af 1
					
				Landcruiser 90
				Posted: 23.mar 2019, 10:42
				frá grimseyhh
				Kraftar ekki ef hann fer í snjó eða poll.
Getur einhver sagt mér hvað getur verið að 
Hann fer ekki upp á snúning og það kemur gult vélarljós.
Og um leið og hann er þurrkaður upp og vélarljós farið þá er allt í lagi.
Hjálp.
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 23.mar 2019, 16:25
				frá olei
				Tölvulestur ætti að skýra út af hverju vélarljósið logar. Því ættu að fylgja bilanakóðar. Hvort er þetta diesel eða bensín bíll?
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 23.mar 2019, 17:09
				frá grimseyhh
				Dísel
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 23.mar 2019, 19:44
				frá olei
				Þá er bara að hringja í vin sem lumar á OBD2 lesara og kíkja á bilanakóðana í gripnum. Það er fyrsta vers í svona málum.
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 23.mar 2019, 22:16
				frá Navigatoramadeus
				Hljómar einsog útleiðsla í raflögn eða rafmagnshlutum, athugaðu loomið sem liggur yfir vélina og lagnir og skynjara og rofa við vélina.
Til að lesa dtc kóða þarftu að tengja milli plögga í obd tenginu og telja blikk í mælaborðinu.
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 24.mar 2019, 08:10
				frá peturt
				Lennti í svipuðu á mínum á sínum tíma. Hélt að þetta hefði verið boost pressure sensor sem er á soggreyn.
En eftir smá google þá voru þetta skynjarar á olíuverki
hægt að viðnámsmæla þá.
En klárlega byrja að tengja á milli í aflestrarplöggi og telja blikk í mælaborði einsog framm hefur komið :)
			 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 25.mar 2019, 08:18
				frá jongud
				peturt wrote:Lennti í svipuðu á mínum á sínum tíma. Hélt að þetta hefði verið boost pressure sensor sem er á soggreyn.
En eftir smá google þá voru þetta skynjarar á olíuverki
hægt að viðnámsmæla þá.
En klárlega byrja að tengja á milli í aflestrarplöggi og telja blikk í mælaborði einsog framm hefur komið :)
Ég hef lent í þessu líka í vatnasulli, er með '97 árgerð.
Það dugði í báðum tilvikum að opna húddið á móti sól, taka af pólunum og bíða í smá stund.
En það er greinilegt að einhverjir skynjarar og/eða leiðslur eru ekki lengur þvottekta.
 
			
					
				Re: Landcruiser 90
				Posted: 27.mar 2019, 11:38
				frá atli885
				sæll
Getur verið bílinn se að svelta..? fær ekki næga olíu.
Gæti verið raki í hráolíusiunni.. getur tappað neðan ur henni eða skipt um hana.
kv Atli