Síða 1 af 1
Breyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 10:56
frá Startarinn
Eru engir jeppakallar sem vilja segja álit sitt á þessari breytingu?
Varðandi auka ökuljós á bílum
Það er að verða síðasti séns, þessu lokar á morgun
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1337&fbclid=IwAR2OmOSlVdh9edknkWZJy41j8ybP5HtpuGXxzZVC0D08w5V7H3HyB7yDHTw
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 17:16
frá jongud
Fínt þetta.
Ljósabarirnir verða þá löglegir svo lengi sem þeir eru allavega 30 cm á breidd.
Sé ekki hver ætti að hafa einhverjar athugasemdir við þetta.
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 18:01
frá kaos
Sammála Jóni með að ég sé enga galla við þessar breytingar. Ég vil samt þakka Ástmari fyrir að vekja athygli á þessu. Það er alltaf þess virði að fylgjast með yfirvofandi breytingum á lagaumhverfinu.
--
Kveðja, Kári.
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 19:02
frá Sævar Örn
Í þessa umræðu vantar þá vangaveltu að kröfur til aukaháljósa eru aðrar en til ljóskastara.
Auka háljós þurfa að vera e-merkt og það eru líklega tæplega helmingur LED bara sem seldir eru hérlendis.
Þessi reglugerðarbreyting myndi því litlu breyta fyrir jeppamenn sem dæmi, LED barir sem tengdir eru á sérrofa(líkt og kastarar) og, eða auka háljósker sem ekki er E merkt væri ósamþykkt áfram.
Ljóskastarar eru undanþegnir kröfu um E-merkingu og því myndi liðka mikið til fyrir ef LED barir yrðu skilgreindir sem kastarar og þ.a.l. leyfðir á vöru og hópbifreiðum ásamt breyttum torfærubifreiðum.

- aukaha.JPG (43.84 KiB) Viewed 10927 times
kv. Sævar
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 20:28
frá Startarinn
Í alvörunni strákar?!?
Norðmenn tóku allar takmarkanir af kösturum 1. okt í fyrra og voru þar að fylgja dæmi Svía
Eina takmörkununin fyrir utan hvernig þeir eiga að vera tengdir er að þeir eiga að vera samhverfir um lengdarmiðju. Þar eru engar takmarkanir á fjölda eða ljósstyrk
Re: Breyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 20.mar 2019, 21:18
frá Aparass
Ég vil nú bara þakka ykkur fyrir að vera svona vakandi yfir þessu og hvað þið eruð duglegir að setja inn athugasemdir í samráðsgáttina.
Þá sérstaklega Sævari fyrir mjög lógíska og vel útskýrða athugasemd.
Þessi reglugerð verður vonandi eitthvað endurskoðuð og gerð frjálsari.
Þetta er alveg lýsandi dæmi um hvað þetta jeppaspjall hérna er mikilvægt og áríðandi að það haldist opið áfram.
Kv.
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 21.mar 2019, 08:13
frá jongud
Startarinn wrote:Í alvörunni strákar?!?
Norðmenn tóku allar takmarkanir af kösturum 1. okt í fyrra og voru þar að fylgja dæmi Svía
Eina takmörkununin fyrir utan hvernig þeir eiga að vera tengdir er að þeir eiga að vera samhverfir um lengdarmiðju. Þar eru engar takmarkanir á fjölda eða ljósstyrk
Fjandakornið!
Ég áttaði mig ekki á þessu með E-merkinguna. Eru einhverjir ljósabarir með svoleiðis merkingu?
Re: Breyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 21.mar 2019, 19:25
frá Sævar Örn
LEDSON hjá ET. Verslun er með einhverja vottun, líklega E merkt.
Önnur LED Bar ljós hef ég ekki séð E merkt.
Re: Reyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 22.mar 2019, 19:00
frá haffij
Startarinn wrote:Í alvörunni strákar?!?
Norðmenn tóku allar takmarkanir af kösturum 1. okt í fyrra og voru þar að fylgja dæmi Svía
Eina takmörkununin fyrir utan hvernig þeir eiga að vera tengdir er að þeir eiga að vera samhverfir um lengdarmiðju. Þar eru engar takmarkanir á fjölda eða ljósstyrk
Ljósin þurfa líka að vera E merkt.
Re: Breyting á reglugerð, umsagnir
Posted: 09.aug 2019, 23:42
frá Startarinn
Sælir,
Ég rak augun í nýlegan Volvo bíl frá Lögreglunni á Sauðárkróki (alþakinn nýju merkingunum) þegar ég fór út í búð í kvöld, hann var með 1 langt LED bar að framan.
Ég spurði lögregluþjóninn sem var á bílnum hvað þetta væri búið að vera svona lengi og það var síðan að bíllinn kom til þeirra, en gat þó ekki svarað því hvernar það var.
Ég benti henni á að þetta væri ólöglegt samkvæmt reglugerðinni og margir væru búnir að lenda í vandræðum í skoðun hérna á Króknum útaf svona uppsetningu, mér var þakkað fyrir ábendinguna.
Ég fór beint eftir þetta og skoðaði málið inná samráðsgáttinni, þar voru niðurstöður ekki kynntar ennþá svo þessi reglugerðarbreyting er ekki kominn í gegn og bíllinn því ólöglegur samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
LED barið sést í þessari frétt undir númeraplötunni:
https://www.logreglan.is/nyjar-merkingar-a-okutaeki-logreglunnar/