Kaup á eldri jeppa


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Kaup á eldri jeppa

Postfrá dms » 07.mar 2019, 16:59

Daginn.

Langaði að fá álit fróðari manna. Mig dauðlangar í gamlan jeppa/jeppling sem myndi þjóna þeim tilgangi að vera veiðijeppi og koma mér í vinnuna á daginn. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu þannig að aksturinn er nú mjög stuttur, er eflaust ekki nema 2-3 min að keyra í vinnuna.

Bensín / dísel skiptir mig því ekki miklu máli og eyðslan almennt ekki heldur þar sem þessi bíll verður ekki í mikilli keyrslu eða snatti svona almennt séð.

Er að reyna að takmarka mig við 500þús kall staðgreitt. Hef verið að skoða Ford Explorer, Cherokee, Suzuki breytta jeppa, Pajero o.fl.
Núna þegar maður er að kaupa þetta aldraða bíla þá er að ýmsu að huga en ég er sjálfur ekki mikið að krukka í viðgerðum. Þannig að ég þyrfti að fá ökutæki sem væri í lagi og í keyrsluhæfu ástandi.

Eru einhverjar tegundir sem þið mælið með fremur en aðrar hvað varðar áreiðanleika, verð á varahlutum o.fl. þess háttar?User avatar

íbbi
Innlegg: 1322
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá íbbi » 07.mar 2019, 17:31

það er margt sniðugt sem fæst fyrir þennan pening, þ.a.m terranoII pajero sport, stóri pajeroinn/montero og flr og flr

bíll sem ég mæli samt hiklaust með, er suzuki XL7, ég er með 2002 bíl með v6 bensínvélini sem vinnusnattara, pabbi átti hann í 7-8 ár á undan mér og keyrði yfir 100þús km og sá ég um viðhaldið á honum á meðan.
þetta er með áræðanlegustu bílum sem ég hef kynnst so far, hann var ekinn 200þús þegar hann var keyptur og er kominn í tæplega 320 núna og viðhaldið á honum hefur verið hálfgert djók. tímakeðjur/vatnsdæla, o hringir undir spíssana, cranksensor og maf sensor, tókum úr honum einn af 3 hvarfakútum og eitthvað basic viðhald, bremsur minnir mig og stýrisendar og núna er komið að spindilkúlum.

þetta finnst hlægilegt viðhald á bíl m.v þennan árafjölda, og bíllinn ber kílómetrana betur en ansi margir aðrir sem ég hef átt., ég get varla séð mun á bílnum í akstri eða útliti á þessum kílómetrum sem við höfum bætt á hann.

þetta er auðvitað ekki mest spennandi jeppinn, en hann skilar sínu, og er bara ansi seigur
Viðhengi
53262046_10216761108093981_7874248957218521088_n.jpg
53262046_10216761108093981_7874248957218521088_n.jpg (93.83 KiB) Viewed 2905 times
53083432_10216761107373963_2024068424174403584_n.jpg
53083432_10216761107373963_2024068424174403584_n.jpg (132.97 KiB) Viewed 2905 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá sukkaturbo » 07.mar 2019, 18:13

Jamm mæli algjörlega með sukku td vitara eða sidecik með td. 1600 vélinni og reyna að finna ryðlausan þannig bíl.Bila lítið en þarf að passa ryð mikið til í þá og kostar lítið


olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá olei » 07.mar 2019, 20:38

Það sem mér dettur helst í hug er að reyna að forðast ryðkláfa. Skoða grind vandlega ef hún er til staðar.


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá dms » 07.mar 2019, 23:33

Takk fyrir tillögurnar strákar.

Suzuki XL7 kemur alveg til greina. Sá einmitt einn ekinn um 150þús á þessu verðbili en reyndar ekki með V6 vélinni. Ætla að skoða hann nánar.

Gamlir Cherokee og Ford Explorer heilla mig pínu en ég hef aldrei átt þær tegundir. Hélt kannski að varahlutir í þessa amerísku væru aðeins ódýrari og auðveldari að fá í eldri jeppa þegar kemur að viðhaldi en hef svo sem ekkert fyrir mér í því.

Lexus RX300 jepplingarnir með bensínvélinni, þekkið þið eitthvað til þeirra?


grimur
Innlegg: 824
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá grimur » 08.mar 2019, 04:56

Forðast þessa amerísku frekar en hitt þegar þeir eru komnir mikið yfir 100.000km. Það er margt ágætt í þeim en hver tegund hefur yfirleitt einhverja voða leiðinlega veikleika.
Það móðgast líklega einhverjir yfir þessu, þetta er svosem bara mitt álit, en ég fer heilmikið eftir því sem ég sé hérna í heimalandi þykkjárnunganna þriggja.
Ef áreiðanleiki er meira atriði en kraftmikil vél eða óbrjótandi drif, þá gildir þetta allavega nokkurn veginn.
Hinn fullkomni ameríski jeppi væri líklega með Cummins vél úr Ram eða LS úr Chevy, innréttingu og rafkerfi úr Ford, skiptingu úr GM, fjöðrun úr Dodge, hásingar...jaaa...eittjhvað Dana60 samsull sem finnst í þeim flestum...og kannski einhvert Chevy útlit...það er nú smekksatriði svosem og ekki hægt að mæla það.
Þetta var útúrdúr.

Annars er ég svolítið sammála þessu með súkkurnar, og já passa sig á ryði, sérstaklega að aftanverðu í grindunum, það á við flestar tegundir. Skoðunarmaður sagði mér reyndar að merkilegt nokk hafi Terracan sloppið við það heilkenni sem hrjáði flesta asíujeppana upp úr 2003. Annars hefur sá bíll fengið mismunandi ummæli, ég átti Galloper sem ryðgaði illa en hékk svosem saman, ég misþyrmdi mótornum slatta sem gat bara endað með því að eitthvað gæfi sig. Sveifarásinn brotnaði. Drif og kassar stóðu sig alveg með afbrigðum vel, það voru original 5.29 drif.

Á endanum er það bara hvað finnst sem ræður í þessum flokki, gott að kaupa ekki það fyrsta sem maður skoðar, kíkja á góðan slatta af bílum til að fá sæmilega tilfinningu fyrir því hvað fæst fyrir hálfa kúlu. Gera dónalega lágt tilboð ef eitthvað lítur sæmilega út og sjá hvað kemur út úr því. Gott að hafa í huga að seljandanum liggur örugglega meira á að losna við skrjóðinn heldur en þig að losna við 500.000 kallinn!

Kv
Grímur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1322
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá íbbi » 08.mar 2019, 07:45

Trooperinn ásamt terracan og xl7 virðast sleppa við ryð í grindum á sama leveli og margir aðrir eru að díla við.

Í 00-06 pajero má reikna með að þurfa skipta um sílsa,
Ég var með 02 bíl sem fjölskyldubíl um 2010 ish, mjög þægilegur bíll hvað umgengni varðar, kunni vel við hann, voru komin göt í báða sílsa, búið að fara í afturklafana, hann var ansi drykkfelldur, mæli frekar með 3.8 bíl ef um bensínbíl er að ræða, s.s montero 03-05, en hafa varann á hvort það sé búið að fara í skiptinguna á þeim, öllum 5 gíra bílunum, á þessum tíma var 800kall að taka hana upp

Explorerarnir frá þessum árum hefur mér fundist dáldið mekanískt plagaðir.. afar mikil ssk vandræði, og tímakeðjuvesen á 4.0l mótornum,

Þeir fást samt á afar góðum prísum, tveir vinnufélagar mínir eiga svona bíla, annar þeirra er búinn að taka út allar bilaninar, hinn hefur alveg verið til friðs.

Cherokee frá þessum árum er með 4.7 sem er gallagripur, en skemmtilegur meðan hann er í lagi þó, original cherokee af þessari kynslóð er lygilega seigur í ófærum, yngri kynslóðin 05+ er meiri hlunkur og á sjálfstæðri framfjöðrun
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá muggur » 08.mar 2019, 10:49

Sæll
Líkt og sagt var að ofan þá er ryð aðalmálið. Flestar tegundabundnar bilanir ættu að vera löngu komnar fram í svona gömlum bíl. Sjálfur er ég á 1998 pajero bensín. Hann hefur lítið bilað hjá mér á þeim 8 árum sem ég haf átt hann. Það fór reyndar í honum headpakkning stuttu eftir að ég keypti hann. Aðrar alvarlegar bilanir hafa ekki komið upp, en hef vissulega þurft að skipta um spindilkúlur, bremsudiska, tímareym og svoleiðis.

Gallinn við bensín pajero er að þeir eyða ágætlega 14-15 í langkeyrslu og helling innanbæjar og þrátt fyrir þessa eyðslu þá ertu ekki að fá neitt svaka sprækan bíl. Kosturinn er sá að vegna þess hvað þeir eyða þá eru þeir oft lítið keyrðir og góðir með tilliti til ryðs.

Pajero mk2 (1990-2000) er þægilegur að því leiti að þetta eru ekki flóknir bílar og tiltölulega auðveldir í viðgerðum og auðvelt að nálgast varahluti í þá. En þetta gildir nú líklega um alla jeppa á þessu aldursbili nema Range Rover.

kv. M
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


petrolhead
Innlegg: 262
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá petrolhead » 08.mar 2019, 13:18

Ég hjó eftir því í upphafi þráðarins að það er minnst á veiðibíl, nú veit ég ekki hvort þú ert með stang eða skotveiði í huga en ef það ee skotveiði sem um ræðir þá mæli ég eindregið með pikkup en ekki jeppa, svona af minni reynslu, það er ekki gaman að fá blóð í bílana og svo getur ýmis óværa fylgt gæsunum sem er frekar kvimleitt að fá skríðandi um allan bíl....svo mín 5sent fara á pikkup allan daginn
Mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá Kiddi » 08.mar 2019, 18:05

.
Síðast breytt af Kiddi þann 08.mar 2019, 18:06, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá Kiddi » 08.mar 2019, 18:05

Þú færð mismunandi skoðanir á öllum þessum tegundum eftir því hvern þú talar við... en eitt er á hreinu og það er að þetta bilar allt þegar þetta er orðið gamalt. Það sem ég held að skipti mestu máli er að þú finnir gott, vel með farið eintak og að þér líki við bílinn, fílir það að keyra hann.

Ég myndi samt reyna að halda mig frá díselbílum, rosalega margt leiðinlegt sem fylgir þeim.

Lexusinn er örugglega fínn kostur ef hann gerir það sem þú þarft að gera.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá StefánDal » 08.mar 2019, 20:12

Ég myndi í þínum sporum fara í Toyota Hilux eða MMC L200. Frá árgerð 1998 og upp úr ertu að fá góðan bíl sem kostar lítið að reka.


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá dms » 08.mar 2019, 21:37

Ég er með stangveiði í huga.

Var einmitt búinn að heyra að gamlir díselbílar væru e.t.v. erfiðari/dýrari í viðhaldi heldur en bensínbílarnir.

L200 bílar eknir yfir 300þús, er eitthvað vit í því? Fyrir þennan pening er maður bara að horfa á bíla ekna þetta mikið ef það er L200 eða Hilux.


Offari
Innlegg: 199
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá Offari » 08.mar 2019, 22:13

Yfirleitt hafa japönsku picuparnir gengið best. Þó hafa komið gallaðar vélar í einhverjum árgerðum af nissan Hef átta tvo Izusu crew cab bæði bensín og disel sem gengu bara þangað til maður hætti að nenna að keyra þá. (bensínbíllinn var kominn yfir 400þ og diselbíllinn að nálgast 400þ þegar ég hætti að nenna þeim ein þeir biluðu nánast ekkert) Hef átt nissan terrano sem gekk fínt en flestir þeirra eru ónýtir úr ryði í dag. Þú færð yfirleitt minna keyrða bensín bíla (af því að þeir eru eyðslufrekari) Comon rail þarf meira viðhald þegar það eldist

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá Kiddi » 08.mar 2019, 22:27

dms wrote:Ég er með stangveiði í huga.

Var einmitt búinn að heyra að gamlir díselbílar væru e.t.v. erfiðari/dýrari í viðhaldi heldur en bensínbílarnir.

L200 bílar eknir yfir 300þús, er eitthvað vit í því? Fyrir þennan pening er maður bara að horfa á bíla ekna þetta mikið ef það er L200 eða Hilux.


Myndi einmitt láta slíkt alveg vera og finna ehv minna notað og slitið. Tók snúning á slíkum bílum fyrir bónda sem ég þekki og vantaði pallbíl, niðurstaðan var að ódýrir L200 voru undantekningalaust orðnir þreyttir og byrjaðir að þróa með sér vélavandamál. Niðurstaðan í því máli var Isuzu D-Max en það var rúm milljón sem þurfti fyrir þokkalegan svoleiðis bíl


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá dms » 09.mar 2019, 10:48

Takk kærlega fyrir allar tillögurnar strákar. Frábært að fá svona info frá ykkur.

Ætla að byrja að taka smá snúning á Suzuki XL7 jeppum og Lexus RX300 jepplingum á sölunum.

Þessir amerísku soga mann bara oft svo að sér þegar maður fer að skoða þó þeir geta verið peningasvarthol þegar kemur að bilunum og viðhaldi :D

User avatar

íbbi
Innlegg: 1322
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá íbbi » 09.mar 2019, 12:23

svona í stóra samhenginu þá eru nú amerísku jepparnir yfirleitt mjög traustir. eldri gerðin af bæði explorer og grand cherokee eru bæði afar traustir bílar. það hittir bara svo leiðinlega á að bær kynslóðir sem við erum að ræða akkurat núna voru báðar með frekar stór vandamál.
4.0l línu cherokee er samt laus við þetta, þar ertu með einn af áræðanlegri mótorum jeppaflórunar.
ég er búinn að eiga töluvert af amerískum hlunkum í gegn um tíðina, og þeir hafa flestir reynst mér vel. og yfirleitt eytt minn en stóru japönsku bensínjepparnir.
ef maður setur eyðsluna ekki fyrir sig er að mínu mati lítil fyrirstaða í að hoppa bara beint og skoða expedition/suburban,

xl7 er ólíklegur til að sjarma mann upp úr skónum í reynsluakstri, því að þegar uppi er staðið er þetta bara lengd grand vitara, en það verður ekki af suzuki tekið að það sem þeir smíða bara virkar.


menn komu inn á l200 og hilux, ég hef akkurat verið á höttunum eftir álíka bíl að undanförnu, enda farið að svíða pallbílaleysið eftir að ég lokaði raminn minn inn í skúr.
hiluxar.. óheyrilega dýrir, sama hvaða árgerð um ræðir ég var að sjá 2000-2005 árgerðir frá fleyri hundruð þúsund og upp í rúmar tvær milljónir.. solid bílar en þessi verð eru alveg biluð, og þau eintök sem ég er í kring um eru svo sannarlega ekki minna ryðguð en aðrir bílar frá þessum tíma

l200 er á miklu skaplegra verði, maður getur fengið dieselbílinn niður í 200-300k, en þeir eiga þá flestir sameiginlegt að vera orðnir ansi lifaðir, og skúffurnar mökkryðgaðar yfirleitt.

ég verð að taka undir það, að það harmónerar algjörlega við mína persónulegu reynslu að diesel vélarnar séu töluvert viðhaldsfrekari en bensínvélarnar. ég hef a.m.k þurft að skrúfa meira í þeim til að halda þeim gangandi, og mér hefur þótt þetta fara versnandi með árunum en ekki öfugt. undantekningin er samt 2.7l terrano, 3 svoleðis undir beltinu og vélarnar feiluðu aldrei. ég komst meirasegja yfir nánast óekna vél úr veltubíl og endaði á að henda henni .því það gékk ekki einu sinni að gefa hana.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Gisli1992
Innlegg: 50
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Kaup á eldri jeppa

Postfrá Gisli1992 » 10.mar 2019, 15:16

Eg er búinn að eiga nokkra explorera a aldrinum 90-94 þeir hafa aldrei verið með eitthvað óþarfa vesen a skiptingum eg hef haft það sem vana að skipta um oliu a þeim a 50þus km fresti fékk þau tilmæli frá manni a Akureyri sem er að taka ford skiptingar upp

Þessir bilar fara ógurlega vel með mann i akstri eg get allavega mælt með þeim a þessu verðbili en þeir virðast eiga það rosalega til að riðga a frammstykkinu i kringum boddy festingarnar
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (í breytingum)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (Ínotkun)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir