Síða 1 af 1

Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 19.feb 2019, 14:40
frá jk2
Er hægt að sjóða eyru fyrir úrhleypispangir í álfelgur með dekkinn á ?

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 20.feb 2019, 18:56
frá Sævar Örn
Það má aldrei rafsjóða felgur með dekkjum á, sama hvað hver segir. Afleiðingarnar geta hæglega verið banvænar.

Það verður einhverskonar bruni inni í hjólbarðanum sem stigmagnast þar til sprenging verður af völdum yfirþrýstings og hita.




https://youtu.be/uScd7nFzfQE


https://www.youtube.com/watch?v=Ydu9giV210E

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 20.feb 2019, 18:57
frá Sævar Örn

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 21.feb 2019, 08:21
frá jongud
Sævar Örn wrote:Það má aldrei rafsjóða felgur með dekkjum á, sama hvað hver segir. Afleiðingarnar geta hæglega verið banvænar.

Það verður einhverskonar bruni inni í hjólbarðanum sem stigmagnast þar til sprenging verður af völdum yfirþrýstings og hita.



SVAKALEGT!!
Það þyrfti jafnvel ekki meira til en ónýta legu á kerru og ökumann sem tekur ekki eftir því til að svona gerist.

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 21.feb 2019, 08:56
frá villi58
En að hafa ventil opinn og sjóða það langt frá dekki að það sviðni ekki ?

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 21.feb 2019, 09:00
frá Sævar Örn
hef ekki áhuga á að prófa það...

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 22.feb 2019, 03:30
frá baraÆgir
Ég hef soðið eyru fyrir úrhleypispangir með dekkið á felgu en affelgaði að vísu ytri kantinn, reyndar var það stálfelga. Ef það á að gera þetta almennilega þá er dekkið tekið af.

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 23.feb 2019, 15:08
frá Baldur Pálsson
2019-02-13 12.42.55.jpg
2019-02-13 12.42.55.jpg (3.41 MiB) Viewed 4656 times
Skrúfar svona festingar út í felgurnar ekkert að sjóða svo skiftir maður um rör eftir felgu stærð (15"-16"-17")[attachment=1]2019-02-13

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 24.feb 2019, 09:21
frá ivar
Gleymir að láta fylgja hvar þetta er keypt og hver kostnaðurinn sé.

Re: Úrhleypispangir í álfelgur

Posted: 24.feb 2019, 11:44
frá Sævar Örn
baldur er að græja þetta man ekki verðið en það er samkeppnishæft