dekkjaþráðurinn..!

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 10.mar 2019, 08:59

elliofur wrote:...Er einhver stemning fyrir hóppöntun á dekkjum líka? Ég væri alveg til í að sjá um það, en ég er hræddur við mikið meira claim vesen í dekkjum heldur en felgum.
En þetta þyrfti að vera skothelt, ekkert at405 replica dæmi sem gæti verið gert upptækt og jafnvel sektir eða dómsmál. Eitthvað sem má.
Ég er reyndar með annan felgugám í bígerð svo ég hef varla tíma í þetta- með fullri vinnu -, en alltaf gaman að spekúlera :)
Ef einhver er með contact þá er ég til í að þreifa á málinu.


Ég held að það væri skynsamlegast, bæði fyrir þig Elmar og jeppabransann hér á klakanum ef einhver annar færi í og sæi um dekkjainnflutning.
Þannig dreifist áhættan, og ekki hætta á að ef annað klikkar þá fari hitt með.

En hvernig er það, hafa einhverjir verið að taka inn dekk sem eru stærri en 35-tommu beint inn? Núna er Sólning farinn á hausinn þannig að nú er spurning hvað verður um innflutningin á Nankang dekkjunum?
Og eitt enn. Dick Cepek 44-tomman. Er hún bara fáanleg hjá Arctic-Trucks? Er þetta e.t.v. líka sérframleitt fyrir þá?User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 10.mar 2019, 12:22

mér fannst ég hafa heyrt að þetta væri framleitt fyrir AT, en svo virðast menn á erlendum jeppaspjöllum vera að kaupa þau líka.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá ellisnorra » 10.mar 2019, 21:02

jongud wrote:
elliofur wrote:...Er einhver stemning fyrir hóppöntun á dekkjum líka? Ég væri alveg til í að sjá um það, en ég er hræddur við mikið meira claim vesen í dekkjum heldur en felgum.
En þetta þyrfti að vera skothelt, ekkert at405 replica dæmi sem gæti verið gert upptækt og jafnvel sektir eða dómsmál. Eitthvað sem má.
Ég er reyndar með annan felgugám í bígerð svo ég hef varla tíma í þetta- með fullri vinnu -, en alltaf gaman að spekúlera :)
Ef einhver er með contact þá er ég til í að þreifa á málinu.


Ég held að það væri skynsamlegast, bæði fyrir þig Elmar og jeppabransann hér á klakanum ef einhver annar færi í og sæi um dekkjainnflutning.
Þannig dreifist áhættan, og ekki hætta á að ef annað klikkar þá fari hitt með.

En hvernig er það, hafa einhverjir verið að taka inn dekk sem eru stærri en 35-tommu beint inn? Núna er Sólning farinn á hausinn þannig að nú er spurning hvað verður um innflutningin á Nankang dekkjunum?
Og eitt enn. Dick Cepek 44-tomman. Er hún bara fáanleg hjá Arctic-Trucks? Er þetta e.t.v. líka sérframleitt fyrir þá?


Ég held líka að það sé ekkert gaman að flytja inn dekk :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 11.mar 2019, 08:22

íbbi wrote:mér fannst ég hafa heyrt að þetta væri framleitt fyrir AT, en svo virðast menn á erlendum jeppaspjöllum vera að kaupa þau líka.


Það er bara andsk. ekkert hægt að finna um Dick Cepek 44-tommu erlendis, hvorki til sölu eða neina umfjöllun að ráði. Ef eitthvað finnst þá eru það íslendingar að tjá sig á erlendum spjallþráðum.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 20.mar 2019, 23:53

ég sá auglýsingu frá n1, útsala

þ.a.m 44" superswamper fyrir 16.5 65k stk
37x13.5/15 superswamper á 39.900. 36x13.5/17 á eitthvað svipað

dúndurverð..
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


KiddiG
Innlegg: 34
Skráður: 28.apr 2011, 17:58
Fullt nafn: Kristinn Karl Garðarsson

40'' Cooper

Postfrá KiddiG » 07.apr 2019, 20:35

Sælir

Er einhver reysla kominn á dryfgetu 40'' Cooper dekkjanna. Ég hef heyrt útundan mér að það sé mjög gott að keyra á þessum dekkjum.
Ég hef hins vegar ekki heyrt neitt hvernig þau koma út í snjó og krapa þegar búið er að hleypa úr þeim.

Ég hef svolítinn áhuga á þessum dekkjum og væri því þakklátur ef einhver getur deilt reynslu sinni af þessum dekkjum.

Kveðja
KiddiG

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 09.apr 2019, 12:58

Ground Hawg koma aftur !

https://www.intercotire.com/tire_brand/cobalt_mt

Þessi eiga að koma í 38-tommu fyrir 15-tommu felgur á næsta ári ef allt gengur upp. (38x15.5R-15)
Einnig í 17-40-15

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 09.apr 2019, 13:23

jongud wrote:Ground Hawg koma aftur !

https://www.intercotire.com/tire_brand/cobalt_mt

Þessi eiga að koma í 38-tommu fyrir 15-tommu felgur á næsta ári ef allt gengur upp. (38x15.5R-15)
Einnig í 17-40-15


Frábært, því meiri samkeppni því betra!!! Interco segir að þetta sé gamalt look með nýjustu hönnun í dekkjum..... en augljóslega er þetta ekkert annað en gamli ground hawg með lítilli útlitsbreytingu. Enda skilst mér á WWW að interco hafi keypt GH mótin/leyfin. En það er mjög áhugavert ef þessi dekk koma 40x15 R17.... öll 40“ dekkin sem eru til núna eru 13.5“ á breidd en ef það koma dekk sem eru 15" breið gæti það haft forskot á hina framleiðendurnar. Ég gat ekkert fundið um þessa stærð samt og ekki heldur 38x15.5 R15. Hvar heyrðiru þetta!?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 09.apr 2019, 19:08

40x15 er kærkomin breyting
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 09.apr 2019, 19:49

Samkvæmt Interco síðunni er þetta til enn :
TrXuS STS - Radial, RXS-12R 38x15.5R15LT
Image

Svo er hér eitthvað SSR-65R 38x15.5R15LT
Image

og SAM-90R 38x15.5R15LT
Image

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 09.apr 2019, 22:43

SSR er þetta ekki super swamperinn? lúkkar ansi vel, þar sem ég er bara wannabe jeppamaður þekki ég þau ekki í akstri, en kunningi segir þau ansi gripmikil og ansi hávær líka
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá olei » 09.apr 2019, 22:53

Jú þetta er Super Swamper líka. Þekki ekki þessi dekk. Hef keyrt bíl á þessum trexus dekkjum og þau voru hljóðlát og virkuðu voða stillt á þessum malbikskafla sem ég keyrði hann. En það er fjári langt síðan. Ég veit ekki hvernig þessi trexus kom út í 38" radial. Gunni Egils var með svona 44" strigapoka undir Icecool 6x6 og þau virkuðu bara ágætlega undir honum. Mér sýnist að það mætti flikka upp á munstrið í þeim með dekkjahníf og nokkrum öllurum.

Ps,
Við skulum halda legvatninu yfir þessum Cobolt dekkjum, það er óvíst að þau séu sambærileg við gamla Ground Hawk þó að munstrið sé líkt. Gætu verið mun stífari í banann eins og gjarnt er með radial dekk í dag. Annars var gamli GH og Mudder sami belgur með sitthvoru munstrinu. Við vorum með þau undir Willisum í den og ég sá aldrei neinn mun á þeim í praxis.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá íbbi » 09.apr 2019, 22:59

mér hefur fundist menn sótbölva trexus dekkjunum, ég man samt þegar þau komu þá töluðu menn um að þetta virkaði undir mjög þungum bílum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 10.apr 2019, 08:18

Óskar - Einfari wrote:
jongud wrote:Ground Hawg koma aftur !

https://www.intercotire.com/tire_brand/cobalt_mt

Þessi eiga að koma í 38-tommu fyrir 15-tommu felgur á næsta ári ef allt gengur upp. (38x15.5R-15)
Einnig í 17-40-15


Frábært, því meiri samkeppni því betra!!! Interco segir að þetta sé gamalt look með nýjustu hönnun í dekkjum..... en augljóslega er þetta ekkert annað en gamli ground hawg með lítilli útlitsbreytingu. Enda skilst mér á WWW að interco hafi keypt GH mótin/leyfin. En það er mjög áhugavert ef þessi dekk koma 40x15 R17.... öll 40“ dekkin sem eru til núna eru 13.5“ á breidd en ef það koma dekk sem eru 15" breið gæti það haft forskot á hina framleiðendurnar. Ég gat ekkert fundið um þessa stærð samt og ekki heldur 38x15.5 R15. Hvar heyrðiru þetta!?


ég sá þetta á Facebook síðu Interco og þetta var líka hlekkjað inn á FB síðuna "breyttir jeppar á klakanum.. spjallsíða"
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10215811532260023&set=p.10215811532260023&type=3&theater

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 10.apr 2019, 10:14

Það er nefnilega svo skrítið með interco að menn skiptast rosalega í fylkingar með ágæti þeirra og það er eiginlega alveg svarthvítt: sumir eru ánægðir, aðrir vilja ekki sjá þau í sama bæjarfélagi???? Irok Radial og TrXus Radial þurfti að setjast niður og eiga gott samtal með dekkjahníf svo að hliðarnar rifnuðu ekki en þessi dekk eins og t.d. Irok hafa verið til í mörg, mörg ár í 39.5x13.5 R15 og 41x14.5 R16, 41x14.5 R17 o.fl áhugaverð mál. Það hefur þónokkuð verið notað af 42x14 R15 sem eru reyndar ekki radial dekk.
Ég get nú ekki státað af mikilli reynslu af Interco dekkjum en þó man ég eftir að hafa ekið F150 fyrir mörgum árum á 39.5" irok radial, hann gaf 38" Hilux bara ekki neitt eftir. Pabbi var með patrol í mörg ár á gamla klassíska superswamper 38".... óbærilegur háfaði, fínt að hleypa úr þeim og þau endust og endust þangað til það var nákvæmlega ekki neitt munstur eftir. Einhvern tíma var hann síðan með SuperSwamper M16 en ég held að þau hafi aldrei fengist til að vera kringlótt.
Ég hélt nú að N1 væri með interco en ég finn ekkert af þessum dekkjum á síðunni hjá þeim?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 15.apr 2019, 13:56

Ég heyrði slæma sögu af Goodyear um helgina. Eitthvað um að þau eigi til að rifna þvert yfir banann. Eitthvað sem byrjar inn á milli í munstrinu en rifnar síðan út úr. Hljómar eins og ef það er komið tappagat á sólann þá endi það með rifu þvert yfir.
Það eru vonandi aðrir sem geta kannski fyllt inn í eyðurnar, enda heyrði ég þetta ansi seint og var djúpt ofan í ölkollu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 21.apr 2019, 11:55

Ef einhvern vantar sumardekk í 37-tommu fyrir 17-tommu felgur.

https://www.amazon.com/Falken-Wildpeak-All-Terrain-Radial-Tire/dp/B0755FJGPY


Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Victor » 08.nóv 2020, 00:15

jæja gott fólk. þráður síðan í fyrra.. eru menn að kaupa 40" cooper eða at406 ?
40" komin í 82 þúsund. svo á eftir að kaupa 17" felgur á 150þkr
at406 er á 108þúsund.
í hverju er mesta vitið ?
er nú að aka um á hálfslitnum mudder sem er fúin og ég treisti þeim ekki lengur.
á svo 38" dick dekk sem eru frekar orðin sumardekk

at406 málið ?
Range Rover Classic 1982 38" tdi300

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 08.nóv 2020, 10:37

Victor wrote:jæja gott fólk. þráður síðan í fyrra.. eru menn að kaupa 40" cooper eða at406 ?
40" komin í 82 þúsund. svo á eftir að kaupa 17" felgur á 150þkr
at406 er á 108þúsund.
í hverju er mesta vitið ?
er nú að aka um á hálfslitnum mudder sem er fúin og ég treisti þeim ekki lengur.
á svo 38" dick dekk sem eru frekar orðin sumardekk

at406 málið ?


Það fer bara eftir því hvaða gat maður vill setja í veskið. At-405 er breiðari en cooper sem er aftur hærri.
Sjálfur sá ég fram á 100-150 þúsund aukalega í breytingar til að koma 15-tommu felgum undir nýbreytta Tacomu. Ég ætla að halda mig við 17-tommu felgustærð.


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Sæfinnur » 08.nóv 2020, 16:45

Ein pæling varðandi úrhleypingar. Hafa menn eitthvað verið að pæla í hitanum í dekkjunum þegar búið er að hleypa úr? Nú er hægt að fá þráðlausa þrýsti og hitamæla í dekkin. Er ekki hitamyndun öruggasti mælikvarðinn á hvað óhætt er að bjóða dekkjunum. Þá sérstaklega hvað óhætt er að aka hratt á úrhleyptu. Sé einhver búinn að stúdera þetta, hvað ætli að það sé þá óhætt láta þau verða heit?

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Doror » 11.nóv 2020, 10:43

Hver er að selja þessi 42" goodyear dekk?
Davíð Örn

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Heidar » 11.nóv 2020, 19:38

Klettur er að selja þau, hafa ekki fengið dekk í nokkurt skeið svo ég viti.
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Heiðar Brodda » 31.jan 2021, 11:19

Jæja er kominn á þann stað í lífinu að ég þarf að kaupa mér ný sumardekk undir jeppann og langar að spyrja ykkur og uppfæra þennan þráð í leiðinni. Ég er á Patrol á 44" DC yfir vetrartíman og hef verið á 38" AT á sumrin en þau eru alveg búin og svakalega hörð og hál eftir því, minnir samt að þau séu frekar ný (2007) hvað er í boði fyrir 15" felgur eða er spurning um að uppfæra yfir í 17" háar og þá 40" .Ég fer á fjöll á sumrin og keyri á þjóðvegum landsins. Kveðja Heiðar

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Óskar - Einfari » 01.feb 2021, 15:43

Heiðar Brodda wrote:Jæja er kominn á þann stað í lífinu að ég þarf að kaupa mér ný sumardekk undir jeppann og langar að spyrja ykkur og uppfæra þennan þráð í leiðinni. Ég er á Patrol á 44" DC yfir vetrartíman og hef verið á 38" AT á sumrin en þau eru alveg búin og svakalega hörð og hál eftir því, minnir samt að þau séu frekar ný (2007) hvað er í boði fyrir 15" felgur eða er spurning um að uppfæra yfir í 17" háar og þá 40" .Ég fer á fjöll á sumrin og keyri á þjóðvegum landsins. Kveðja Heiðar


Fyrir 15" felgur eru eiginlega bara AT dekkin í boði. Ef þú átt felgurnar þá er þetta sennilega beinasta leiðin.
Það er síðan talsvert mikið meira úrval af 40" dekkjum fyrir 17" felgur en það útheimtir alltaf ákveðinn startkostnað að koma sér upp felgugang.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá Heiðar Brodda » 23.feb 2021, 22:13

Sælir ætla í Nantank 37" á 14" breiðar 15" felgur allavega prufa, þau eru á 49,990 hjá Bílabúð Benna en fer að leita að 16 og 17" háum felgum svona uppá framtíðina eða kaupa af jeppafelgur.is

Kv.Heiðar


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá bjornod » 25.feb 2021, 19:18

Sælir,

Ég mæli klárlega með 37" Toyo dekkjunum. Bílar hafa stórlagast í akstri við að fara af AT og yfir á Toyo. Allur titringur farinn við þau skipti.

Nankang eru meira í ætt við 35" dekk, en verðið er gott.

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá draugsii » 26.feb 2021, 23:16

nankang eru jafn breið og 35” en töluvert hærri
ég er með 37” nankang sumardekk og 38” groundhawk vetrardekk og það er það lítill hæðar munur á þeim að ég þarf ekki að breyta hraðamæli þegar ég skifti á milli
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 27.feb 2021, 09:46

draugsii wrote:nankang eru jafn breið og 35” en töluvert hærri
ég er með 37” nankang sumardekk og 38” groundhawk vetrardekk og það er það lítill hæðar munur á þeim að ég þarf ekki að breyta hraðamæli þegar ég skifti á milli


Hvaða felgubreiddir ertu með á GroundHawk og Nankang?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: dekkjaþráðurinn..!

Postfrá jongud » 17.mar 2023, 10:13

Aðeins að vekja upp gamlan þráð (eða draug)
Heyrði í dag að Goodyear hefið keypt Cooper og fletti því upp. Það gerðist reyndar um mitt árið 2021 !
Spurning hvaða langtímaáhrif það hefur á dekkjamarkaðinn.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir