rafmagn fyrir loftdælu


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

rafmagn fyrir loftdælu

Postfrá johnnyt » 12.feb 2019, 14:45

Hvar er best að kaupa relay og raflagnir fyrir loftdælu ? Er með tmax dælu, er 80 amp relay (rated current 45A eru upplýsingarnar á dælunni) nóg og hversu sveran vír þarf ég til að leggja þetta ?




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: rafmagn fyrir loftdælu

Postfrá olei » 13.feb 2019, 00:09

Tjah, 80 ampera relay ætti að duga fyrir dæluna. Hún tekur straum háð þrýstingi, því meiri þrýstingur því meiri straumur. Ef dælan þarf að starta sér upp á móti loftþrýstingi - t.d. ef hún er notuð við loftkerfi án afloftunnar - þá gæti startstraumurinn orðið meiri en 45A. Það er fyrirkomulag sem ætti að forðast með svona dælur.

Ég mundi nota við hana 10 kvaðrat vír, hann dugar þó að lögnin þurfi að vera fáeinir metrar. Ef dælan er nærri rafgeymi, t.d. í húddi þá kemstu alveg upp með grennri vír en það. Ég mundi ekki fara neðar en 6 kvaðrat.
Veit ekki hvar er best að kaupa þetta í dag.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir