Síða 1 af 1

Cummins 4bt Willys.

Posted: 29.jan 2019, 13:53
frá Jeep cummins
Daginn. Ég er að Cummins væða Willys og langar að vita hvort einhver hafi sett cummins 4bt undir húddið. Er kominn vél en vantar skiptingu, helst án rafmagns. Hvað er í boði.

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 29.jan 2019, 17:57
frá íbbi
ég held að ég hafi hreinlega ekki rekist á svona mótor hérna heima so far.

menn hafaverið að nota 4l80e sem er rafstýrð, en allur búnaður til að stýra henni er fáanlegur svo hafa menn notað 46/47RH dodge skiptingar úr ram 94-95 þær eru ekki orðnar full eletrónískar, en 4 gíra, 96+ heita RE og eru full on tölvustýrðar 4l80e er samt mun betri skipting en hinar báðar

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 29.jan 2019, 23:09
frá jeepcj7
Í tiger dráttarbílum eins og notaðir eru í norðurál eru c6 ford skiptingar við cummins 4b.
En kom ekki ram með 727 við cummins í byrjun ?

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 30.jan 2019, 00:18
frá íbbi
nú bara þekki ég það ekki, verð ég að viðurkenna, en 46rh/Re eru 727 m/ overdrive það er sverara innvols í 47 og annað bollta pattern á húsinu á henni, cummins og v10 mótorinn eru með sér "rassgat"

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 30.jan 2019, 13:05
frá Stjáni Blái
Athygglivert. Hvernig Willys er þetta sem þú ert að setja þessa vél ofaní ?

Við fljóta leit fann ég hér millistykki fyrir GM sjálfskiptingar. Th400 væri góður kostur nema þú viljir yfirgír þá er 4L80e mjög góð. En hún er rafstýrð og mjög löng. Og passar því kannski illa í Willys.

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 30.jan 2019, 13:32
frá Jeep cummins
Þetta er langur willys. 2.9 á milli hjóla. Áttu þá milliplötu fyrir þennan mótor?

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 30.jan 2019, 14:13
frá Stjáni Blái
Nei því miður. Linkurinn gleymdist https://transmissioncenter.net/shop/cum ... nsmission/

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 03.feb 2019, 19:57
frá Jeep cummins
Þekkir einhver muninn á p3000 vs p7100 olíuverki. Cummins 4bt.

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 04.feb 2019, 08:15
frá jongud
Jeep cummins wrote:Þekkir einhver muninn á p3000 vs p7100 olíuverki. Cummins 4bt.


Sjá hérna;
http://www.competitiondiesel.com/forums/showthread.php?t=106241
og hérna
http://www.competitiondiesel.com/forums/showthread.php?t=93081

Í suttu máli virðist betra að vera með p7100 af því að það er til svo mikið af aukahlutum í þær af því að þær eru vinsælar í uppskrúfaða 5.9 cummins.
Eini munurinn á p7100 fyrir 4bt virðist vera að hún er 2 stimplum styttri.

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 04.feb 2019, 11:19
frá orvargudna
Hvar náðiru þér í 4bt?

Var hún fengið að utan eða úr einhverju tæki hér heima?

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 04.feb 2019, 17:41
frá StefánDal
Núna er verið að rafbílavæða deiglubílaflotan hjá Norðurál. Það ætti því að vera til haugur af 4bt með C6 á þeim bæ. Hvort það fáist nokkurn tímann keypt veit ég hinsvegar ekki en það sakar kannski ekki að kanna málið.

Re: Cummins 4bt Willys.

Posted: 05.feb 2019, 20:40
frá Jeep cummins
Hún var á steypuhrærivél í Vík í Mýrdal. Er með túrbo og Intercooler. Um 140 hp og keyrði um 900 tíma. Árg 2002.