Síða 1 af 1

GPS Mál

Posted: 15.jan 2019, 16:04
frá snowflake
Nú vantar mig GPS tæki en vill geta notað tækið á göngu líka svo að ég þurfi ekki að vera með tvö tæki og hef verið að skoða Garmin 64s og nota þá Ipad með korti svona með en keyra eftir tækinu ef maður er í þannig aðstæðum. Er þetta vitlaust setup eða eru menn með betri lausn?

Re: GPS Mál

Posted: 15.jan 2019, 22:54
frá draugsii
ég er að nota montana 610 og líkar mjög vel
bæði að keira eftir og eins í göngu

Re: GPS Mál

Posted: 16.jan 2019, 01:01
frá Kiddi
Ég hef einmitt svolítið notað tiltölulega lítið GPS tæki, hressilega zoomað inn og síðan Android útvarp (í raun bara spjaldtölva) með Oruxmaps þar sem ég sé hvert ég er að stefna í stóra samhenginu. Það hefur reynst mér ágætlega. Mér finnst einmitt stór kostur að geta tekið GPS tækið með mér út úr bílnum.

Re: GPS Mál

Posted: 16.jan 2019, 08:18
frá jongud
Á sumrin er ég bara með Android spjald með mér í jeppanum (og snjallsíma).
Ég sé einn stóran kost við að geta tekið spjaldtölvuna úr festingunni. Ef maður vistar GPS punkt í OruxMaps þá býður forritið upp á að taka mynd. Flott þegar maður er að merkja skemmdir á slóðum eða utanvegaför.