Síða 1 af 1
					
				Vinnuljós á topp
				Posted: 27.des 2018, 23:00
				frá snowflake
				Gleðilega hátíð. Hvernig hafa menn verið að ganga frá vinnuljósum og tengingum á topp? Einn rofi fyrir allt eða skipt niður á hliðar/bak. Og eru almennt tekið í gegnum topp fyrir hvert ljós eða gatað bara á einu stað?
			 
			
					
				Re: Vinnuljós á topp
				Posted: 28.des 2018, 08:42
				frá jongud
				snowflake wrote:Gleðilega hátíð. Hvernig hafa menn verið að ganga frá vinnuljósum og tengingum á topp? Einn rofi fyrir allt eða skipt niður á hliðar/bak. Og eru almennt tekið í gegnum topp fyrir hvert ljós eða gatað bara á einu stað?
Það fer allt eftir því hvað er þægilegast. Það gæti verið sniðugt að skipta rofunum niður á hliðar og bak.
Hvað götin varðar; fleiri göt þýðir fleiri lekahættur og fleiri staðir þar sem ryð gæti byrjað, en á stórum bíl er kannski erfitt að leggja mikið af köplum uppi á þakinu. Auk þess sem lengri hlutar af köplunum eru þá úti í veðrinu. En það er auðvitað hægt að notfæra sér toppgrindaboga sem leið fyrir kaplana.
 
			
					
				Re: Vinnuljós á topp
				Posted: 07.jan 2019, 11:55
				frá villi58
				Ég mundi hlífa toppnum fyrir götum og reyna taka kapla (leiðslur) inn að aftan ef það er hægt, nota kaplanippla úr kopar eða plasti og kítta þá í og grunna og mála fyrst. Ef vandað er til verka þá ætti þetta að vera til friðs lengi. Svo ef það er plasthús á palli þá er það ekkert vandamál, bara þétta vel.
			 
			
					
				Re: Vinnuljós á topp
				Posted: 07.jan 2019, 14:05
				frá snowflake
				Eu menn þá að taka nokkra kapla ef því er að skipta í gegnum einn nippil? Ertu ekki að meina svona töflustút sem herðist utan um kaplana?
			 
			
					
				Re: Vinnuljós á topp
				Posted: 07.jan 2019, 15:03
				frá jongud
				snowflake wrote:Eu menn þá að taka nokkra kapla ef því er að skipta í gegnum einn nippil? Ertu ekki að meina svona töflustút sem herðist utan um kaplana?
Já, ég hef allavega tekið það með töflustút upp í gegnum þakið, og nokkrar leiðslur saman, en þá þétti maður líka með límkítti með köplunum. Mig minnir líka að á einum bíl hafi ég séð vandaðan þrí- eða fjórleiðara í gegnum stút og þaðan í tengidós sem var undir plötu á toppgrind. Úr dósinni var síðan greint í mismunandi kastara.
 
			
					
				Re: Vinnuljós á topp
				Posted: 09.jan 2019, 18:37
				frá Startarinn
				Ég myndi setja þetta í einum kapli og hafa þá fleiri leiðara í kaplinum, mun minni hætta á leka vandamálum, miðað við ef þú setur marga kapla í nippilinn
Það eru til kaplar með mörgum leiðurum, 15+, svo eru alltaf til 7-leiðararnir sem eru notaðir í kerrurnar