Síða 1 af 1
38" dekk á 15" felgu
Posted: 23.okt 2018, 00:25
frá Léttfeti
Hvað er til í búðum af nýjum 38" dekkjum fyrir 15" felgur í dag?
Re: 38" dekk á 15" felgu
Posted: 23.okt 2018, 08:29
frá jongud
Fyrst kemur upp í hugann AT-dekkin.
Ég man ekki hvort eitthvað annað er til hér á klakanum.
Það er eitthvað úrval erlendis, hjá summit racing eru til Nitto Mud grappler, Super Svamper SSR og Super Svamper TSL (öll radial).
Svo eru þeir líka með bias-dekk (ekki radial) Bogger, Super Swamper og TSL Thornbird
Irok og TrXus eru svo til í 38,9 (bias)
Re: 38" dekk á 15" felgu
Posted: 23.okt 2018, 09:18
frá Léttfeti
Vissi af AT-dekkjunum en var að velta fyrir mér hvað annað væri til á landinu í þessari stærð.
Re: 38" dekk á 15" felgu
Posted: 23.okt 2018, 13:23
frá jeepcj7
Það er eitthvað af super swamper hjá n1 og svo gæti verið til pitbull hjá icecool er samt ekki viss með það.