gpsmap.is vs. garmin/samsýn
Posted: 22.okt 2018, 14:16
Ég ákvað að uppfæra öll mín GPS tæki, síma og spjaldtölvu núna á sunnudagsmorgun með kortinu frá gpsmap.is og ætla að láta reyna á þetta í vetur og næsta sumar bæði í jeppaferðum, gönguferðum og veiðiferðum. Nú þegar gpsmap.is er komið með sprungukortið frá safetravel finnst mér munur milli garmin/samsýn kortsins og gpsmap.is vera farinn að þrengjast all verulega. Ótvíræður kostur finnst mér við gpsmap.is er að geta verið með eitt og sama kortið í öllum gps tækjum, símum og spjaldtölvu.
En mig langaði aðeins að forvitnast hvort einhverjir hafi verið að bera saman eða nota bæði samhliða. Hvort það séu einhverjir kostir eða ókostir við annað eða hvort þetta séu bara í dag tveir samkeppnishæfir möguleikar.
Tækin sem ég er með eru:
Garmin GPSMAP 62s
Garmin GPSMAP 292
Garmin DriveSmart 61 LMT-S (kom mér satt að segja mest á óvart hvað kortið kemur vel út í þessu tæki)
Samsung Galaxy S7 Edge með OruxMap
Lenovo Tab4 10 með OruxMap
Uppsetning á þessu öllu gekk eins og í sögu, engin vandamál enn sem komið er.
En mig langaði aðeins að forvitnast hvort einhverjir hafi verið að bera saman eða nota bæði samhliða. Hvort það séu einhverjir kostir eða ókostir við annað eða hvort þetta séu bara í dag tveir samkeppnishæfir möguleikar.
Tækin sem ég er með eru:
Garmin GPSMAP 62s
Garmin GPSMAP 292
Garmin DriveSmart 61 LMT-S (kom mér satt að segja mest á óvart hvað kortið kemur vel út í þessu tæki)
Samsung Galaxy S7 Edge með OruxMap
Lenovo Tab4 10 með OruxMap
Uppsetning á þessu öllu gekk eins og í sögu, engin vandamál enn sem komið er.