Síða 1 af 1
					
				Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 09.okt 2018, 15:39
				frá jongud
				
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 09.okt 2018, 17:53
				frá íbbi
				500 dollara per dekk, 2k fyrir settið, ekki óeðlilegt fyrir maxix dekk
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 09.okt 2018, 21:46
				frá arntor
				Þetta virðist vera solid seljandi. Trusted seller og ekkert slæmt feedback. Shipping allsstaðar í heimi. Gangurinn kominn heim á 250þús. Ansi gott
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 09.okt 2018, 21:53
				frá svarti sambo
				Mér sýnist að dekkið myndi kosta ca: 80.000kr með gjöldum
Spurning um að skoða þetta: 
https://www.n1.is/vorur/hjolbardar/jepp ... 0CO9027703 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 09.okt 2018, 22:00
				frá arntor
				Það er bara vaskur og úrvinnslugjald á dekkjum. Enginn tollur. 288þús
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 10.okt 2018, 08:14
				frá jongud
				arntor wrote:Það er bara vaskur og úrvinnslugjald á dekkjum. Enginn tollur. 288þús
Þá er N1 skárri kostur ef maður er að leita að 40" dekkjum, sérstaklega ef það er hægt að kría út afslátt. Að auki er munstrið líklega betra á Cooper dekkinu.
 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 10.okt 2018, 15:05
				frá Óskar - Einfari
				En hvernig eru þessi Cooper eða önnur 40" R17 dekk að reynast í snjó?
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 10.okt 2018, 15:21
				frá jongud
				Óskar - Einfari wrote:En hvernig eru þessi Cooper eða önnur 40" R17 dekk að reynast í snjó?
Það er hins vegar annað mál. Það er töluverð flóra af 40-tommu radíal dekkjum á markaðnum í dag 
(ég sá allavega 4 tegundir á sýningunni í Fífunni) en ég hef lítið heyrt af reynslu af þeim í snjó.
Ég hef séð Maxxis, Cooper, Pro-Comp, Irok (að vísu 41-tommu) og GoodYear 
ef ég man rétt.
 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 10.okt 2018, 15:44
				frá Óskar - Einfari
				Það er nefnilega allt í einu til mjög, mjög mikið af 40“ radial dekkjum fyrir 17“ felgur. Ég verð eiginlega að játa að þetta fór alveg frammhjá mér en það virðast samt þónokkrir vera komnir í þessa stærð til dæmis:
Cooper STT PRO 40x13.5 R17
Maxis Creepy Crawler 40x13.5R17
Pro Comp Xtreme MT2 40x13.5R17
GoodYear Wrangler MT/R 40x13.5R17
Mickey Thompson Baja MTZ P3 40x13.5R17 (ath talsvert beturumbætt hliðarmunstur m.v. gamla MTZ)
Einnig hafa þessi dekk áður verið til
SuperSwamper Irok í þessum stærðum
39.5x13.5 fyrir 15,16,16.5 og 17“ felgur
41x14.5 fyrir 16 og 17“ felgur
Reynsla af Irok/interco hefur verið ótrúlega misjöfn í gegnum tíðina.
Svo er þetta til frá PitBull í dekki sem heitir Rocker XOR
41.5x13.5 fyrir 15, 16.5 og 17“ felgur
Sömuleiðis hefur reynsla af pit bull verið ótrúlega misjöfn.
Allt eru þetta radialdekk og sum þeir fjöldaframleidd sem nær verðinu svakalega niður (sbr cooper STT PRO)
Þessi 39-41“ dekkjastærð virðist vera komin til að vera og virðist alveg koma í staðin fyrir 38“ stærðina. Það vantar endilega að heyra meira um reynslu af þessum dekkjum og hvað af þessu er fáanlegt hérna á klakanum.
			 
			
					
				Re: Dekk á 500$ komin á klakann?
				Posted: 16.okt 2018, 05:43
				frá grimur
				Svo er eitthvað að gerast hjá Yokohama í þessu, að vísu hættir með 40" dekk sem hét Geolandar og var svolítið spennandi, en annað mun grófara sem kallast Geolandar X-MT komið í staðinn. Svo var ég að sjá eitthvað um að það væri von á fleiri mynstrum í þessari 40x13.50R17 stærð frá Yoko.
Spennandi að sjá, mér líst einna skást á Pro-Comp núna miðað við verð og mynstur, en ef Yoko koma aftur með fínna mynstur er það líklega skemmtilegra dekk...