Nýtt olíuverk en samt ekki í lagi, Patrol 2004


Höfundur þráðar
gudni e
Innlegg: 1
Skráður: 05.okt 2018, 22:15
Fullt nafn: Eiður Guðni Eiðsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Nýtt olíuverk en samt ekki í lagi, Patrol 2004

Postfrá gudni e » 05.okt 2018, 22:33

Lét skipta um nýtt olíuverk í Patrol í sumar, eftir skiptin var hann strax ómögulegur þ.e.a.s. að þegar maður hefur gefið honum inn þá dettur inngjöfin mjög oft út en kemur inn aftur ef maður sleppir henni, gengur svona á víxl. Verkstæðið sem vann verkið er búið að skoða málið en finna ekki neitt en segja að gæti þurft að skipta um aksturtölvuna í bílnum. Er eitthver sem kannast við svona vandamál?



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nýtt olíuverk en samt ekki í lagi, Patrol 2004

Postfrá jongud » 06.okt 2018, 11:20

Númer 1,2 og 3 í svona tilfellum:

LESA AF TÖLVUNNI

og þá lesa af henni stöðuna á skynjurum þegar verið er að gefa inn og slaka á til að sjá hvað er í gangi.
Ef verkstæðið sem þú skiptir við er ekki að gera þetta þá eru þeir ekki að gera neitt af viti.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Nýtt olíuverk en samt ekki í lagi, Patrol 2004

Postfrá svarti sambo » 06.okt 2018, 13:56

Þessi lýsing getur átt við um að mótstaðan fyrir inngjöfina sé ekki í lagi. En það ætti að koma fram í aflestri.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Nýtt olíuverk en samt ekki í lagi, Patrol 2004

Postfrá grimur » 06.okt 2018, 21:50

Kannast við dæmi þar sem olíuverk var dæmt ónýtt og skipt, en lagaði ekkert. Fyrir rest fannst gat á slöngu fyrir olíumiðstöð sem hafði verið sett inn á aðallögn og lak lofti inn á. Eitthvað nærri 500þúsund fóru í þetta. Líklega var aldrei neitt að olíuverkinu.
Þetta var svosem Patrol en gæti átt við í næstum hvaða bíl sem er.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir