Síða 1 af 1
Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 20:04
frá arni87
Þetta eru videoin sem eru að skemma fyrir okkur og grafa undan okkur sem njótum þess að keyra um landið og njóta kyrðarinnar í flottum skála.
[youtube]YX3Lr2bIBx8[/youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=YX3Lr2bIBx8
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 20:17
frá ellisnorra
Þarna í upphafi segir
Chevy picku-up
6.2 dísill
40" túttur
þrír vitleysingar
og eitt flag....
Þeir okkar sem eru í sveitinni og eflaust fleiri vita að flag er fyrrum tún sem er verið að endurrækta, annaðhvort til kornræktar eða verið að slétta úr gömlu túni. Þarna er frekar slétt og nokkur strá (ég hafði reyndar ekki þolinmæði í að horfa á allt myndbandið) og þá finnst mér ekki ólíklegt að þarna hafi verið kornrækt sumarið áður og menn séu að spóla í drullu haustið eftir þreskingu eða næsta vor á eftir.
Hvað er að því að spóla í flagi?
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 20:20
frá DABBI SIG
Er alveg sammála þessu með að svona video geta skemmt og valdið slæmu umtali. En auðvitað er alltaf möguleikinn á því að þessi tiltekni aðili sé landeigandi að þessum skika þó ég viti EKKERT um það.
En það er að sjálfsögðu ekkert sniðugt að vera henda svona inná vefinn hvort sem er einkaland eða ekki. Ágætt að reyna stöðva þetta.
Edit: svo er auðvitað ekki víst að útlendingar skilgreini muninn á einkalandi eða viðkvæmri náttúru.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 20:24
frá arni87
Það eru ekki íslendingar sem eru að fara að spóla um allt eftir að hafa séð þetta video, heldur eru það útlendingarnir.
Þegar ég var í hálendisgæslu á fjallabaki þá höfðu landverðir afskifti af 2 bílaleigubílum á því svæði þar sem ökumennirnir spóluðu allstaðar þar sem þeir sáu sér fært að spóla. Þeir báru fyrir sér að hafa séð nokkur video af mönnum spóla á íslandi og héldu því að það væri í lagi.
En það er gaman að spóla í góðri drullu, en þá þarf maður að vera með leifi landeiganda eða verktaka.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 20:30
frá arni_86
Sammàla.
Thetta er mjog slæmt fyrir màlstadinn.
Menn eiga halda thessu fyrir sig thò ad thetta sè i einkalandi sem verdi hvort sem er ræktad upp.
Algjor òtharfi ad henda thessu à netid
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 21:14
frá Kiddi
uuuu... þó ég hafi séð myndir af könum spóla í drullu, þá er það ekki eins og ég fari með jeppa í næsta grasbala hjá þeim og byrji að spóla þegar ég fer þangað????
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 21:55
frá Brjótur
þetta er nú eins og stormur í vatnsglasi þessi umræða, og ætti frekar rétt á sér á lokuðu tuðsíðunni (lesist f4x4) hahaha
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 19.feb 2011, 22:20
frá thor_man
Hundurinn skemmtir sér allavega...
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 02:55
frá Kölski
Þetta lítur út eins og þetta sé tekið inn á einkalandi öðru trúi ég ekki. En ef ekki þá er þetta mjög slæmt og enn verra þar sem þessu er postað á netið.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 08:25
frá jeepcj7
Þetta er á einkalandi í flagi sem verið er að rækta menn meiga ekki alveg tapa sér í grátnum þó ekki sé mikill snjór á landinu.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 09:42
frá Ofsi
Auðvita skemmir þetta fyrir jeppamönnum, enda er stór hópur jeppahatara þarna úti sem bíða spenntir eftir því að jeppamenn misstígar sig einhverstaðar. Svo þeir getir hraunað yfir okkar. Nenni þó ekki að tíunda dæmin, enda skipta þau orðið hundruðum, þar sem allt hefur verið lagt út á versta veg og jafnvel hafa fylgt með smá lygi ef þeim hefur þótt það hjálpa málstaðnum. Annars get ég ekki betur séð en að þetta sé kornakur og þá er þetta væntanlega gert með vitund eða vilja landeiganda. En vill þó minna á það, að landeigendur geta allmennt ekki gert hvað sem er á landareign sinni, en það virðis vera útbreiddur misskilningur. Náttúruverndarlög gilda nefnilega einnig um þá einsog aðra landsmenn.
(ps þetta er nú þvílík fjarstæða hjá þér Helgi að kalla f4x4.is tuðsíðu. Þar er ekki einu sinni tuðað lengur. Enda síðan kominn á líknardeild )
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 14:11
frá ási
Hvaða ofsi er í mönnum út af einu flagi???
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 16:27
frá Ofsi
:-)
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 21:17
frá oggi
miðað við veðrið síðustu dag hafa þeir haldið bara að það væri komið vor og byrjað að plægja :)
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 21:49
frá kalliguðna
þegar menn eru orðnir svona hræddir við vinstri græna að þeir þora ekki einusinni að leika sér löglega, þá held ég hugleysið sé hreinlega orðið hættulegt hinu almenna frelsi. þetta myndband er flott og á fullan rétt á sér og ég segi bara endilega meira af hinu sama.
kv:Kalli drullumallari
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 20.feb 2011, 21:57
frá hobo
Þetta var örugglega það leiðinlegasta youtube myndband sem ég hef horft á.
Að sjá þennan hlunk rétt bifast fram og til baka í spóli með drullu upp á bak og hundur hleypur geltandi um, ég fékk bara hinn mesta hroll.
kv Hörður, antiredneck
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 21.feb 2011, 15:17
frá Dodge
Sammála síðasta... eina ástæðan fyrir því að þetta video ætti ekki að vera á vefnum er útaf því hvað það er leiðinlegt.
Þetta er tekið á einkalandi, og kemur bara engum við hvað menn gera þar...
Kemur umræðu um utanvegaakstur á hálendinu ekkert við.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 21.feb 2011, 16:40
frá LFS
Þetta er tekið á einkalandi, og kemur bara engum við hvað menn gera þar...
Kemur umræðu um utanvegaakstur á hálendinu ekkert við.
svo sammála !!! eg skil ekki hvaða djöfulsins væl er i gangi það hlytur að mega "mudda" á íslandi rétt einsog annarstaðar svo lengi sem menn gera það löglega og á sinum eigin skika og tala nu ekki um þegar það er tekið framm i myndbandinu að þettað se gert í flagi ! þettað mynband á fullann rett á ser og mer leiðist að sja fullorðna menn grenja einhvern tittlingaskít !
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 05.mar 2011, 16:47
frá EinarVG
Hahahaha er í alvöru gert allt vitlaust útaf einhverjum sem er að spóla í kálflagi sem er endurunnið ár eftir ár ?
Held að menn meigi hafa mismunandi áhugamál án þess að það sé drullað yfr þá og þeir dæmdir, sog leingi sem ekki er verið brjóta lögin.
Held að það ætti þá að banna myndbönd af torfærukeppnum líka ef það má ekki sína þettað umrædda mindband.
Virðingafillst.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 05.mar 2011, 17:41
frá hobo
EinarVG wrote:Hahahaha er í alvöru gert allt vitlaust útaf einhverjum sem er að spóla í kálflagi sem er endurunnið ár eftir ár ?
Held að menn meigi hafa mismunandi áhugamál án þess að það sé drullað yfr þá og þeir dæmdir, sog leingi sem ekki er verið brjóta lögin.
Held að það ætti þá að banna myndbönd af torfærukeppnum líka ef það má ekki sína þettað umrædda mindband.
Virðingafillst.
Sæll Einar og takk fyrir síðast, hvenær sem það nú var.. ..og takk fyrir að endurvekja þennan góða þráð :)
Þessi umræða er réttilega eins og stormur í vatnsglasi en hvers vegna er það? Líklega vegna þess að snjórinn er á undanhaldi og menn eru misglaðir í hjartanu vegna þess.
Einnig má kenna bensínverðinu um, menn eru minna á fjöllum og meira í tölvunni.
Nei þetta er bara pæling..
kveðja Hörður, fyrrverandi Afreksmaður nr 1.
Re: Svona video skemma fyrir okkur
Posted: 05.mar 2011, 18:03
frá EinarVG
Sæll Einar og takk fyrir síðast, hvenær sem það nú var.. ..og takk fyrir að endurvekja þennan góða þráð :)
Þessi umræða er réttilega eins og stormur í vatnsglasi en hvers vegna er það? Líklega vegna þess að snjórinn er á undanhaldi og menn eru misglaðir í hjartanu vegna þess.
Einnig má kenna bensínverðinu um, menn eru minna á fjöllum og meira í tölvunni.
Nei þetta er bara pæling..
kveðja Hörður, fyrrverandi Afreksmaður nr 1.[/quote]
Sæll og sömuleiðis vinur :)
Þetta eru góð rök hjá þér og held að það geti verið hluti af ástæðu þess að sumir noti þetta myndband til að drulla yfir einhvern saklausan sem hefur löglega aðstöðu til að leika sér að vild og get bara einganvegin séð að það sé verið að skaða einhvern :) Ég gat bara ekki setið á mér að tjá mig með þetta eftir að hafa lesið þetta (notum frekar pirringin til að mótmæla eldsneytisverði eða endalausum álögum ríkisins) Freker en að vera með skítkast útaf einhverjum sem er að spóla í drullu.
Virðingarfillst