Síða 1 af 1

Jamm kallinn í götuspyrnu á Akureyri

Posted: 26.aug 2018, 08:22
frá sukkaturbo
Jamm þá rann upp síðasti dagur götuspyrnunnar á Akureyri.
Við fjölskyldan lögðum af stað að heiman kl.10.00 og vorum mætt á akureyri um 11.15.Þar voru bílarnir skoðaðir og farið í tímatökur.Ég var með sem keppandi til að fylla upp í enda góður til uppfyllingar, þar sem vantaði að menn héldu einn 6 cyl bíl í flokkinn. Ég ók vinnubílnum hans Guðna Brynjars 100 hestafla 6 cyl BMW sjálfbíttuðum og með spólvörn sem þrælvirkaði.
Fundist hafði á mig hjálmur sem var frekar þröngur svo nota þurfti Vaselín til að setja hann á og ná honum af aftur.Svo grunnur var hann að spönginn yfir hökuna var fyrir augunum á mér að hluta og sá ég varla út.
Þegar ég fór svo að svipast um eftir keppnisljósunum sá ég þau varla og varð ég að setja upp gleraugun og sá þá mun á manninum sem stjórnaði startlínunni og jólatréinu.Ég náði lang besta tímanum af öllum keppendum strax í fyrstu ferð og á ég brautarmetið sem var um 20 sekúndur og hefur enginn farið svona hægt og örugglega brautina á enda.
Ég vann líka rafmagns golfkerruna sem er notuð þarna á svæðinu.
Jamm ég fór þrjár ferðir og var þá rekinn af brautinni því keppnin var farinn að dragast á langinn og var það víst mér að kenna.

En Guðni Brynjar sló í gegn og vann sinn riðil og náði besta tímanum sínum í sumar 8.05 sek .
Guðni B er því Íslandsmeistari í götuspyrnu og hefur unnið allar þær keppnir sem hann hefur tekið þátt í eða fjórar. Mjög gaman að vera svona nærri þessu og taka þátt og kynnast þessum ungu mönnum sem eru að keppa í dag.
Góður andi hjá þessum strákum og allir tilbúnir að aðstoða hvorn annan ef eitthvað kemur upp á.
Svo til hamingju Guðni Brynjar með titilinn.Fjallabyggð á þá hið minnst einn Íslandsmeistara í íþróttum

Re: Jamm kallinn í götuspyrnu á Akureyrir

Posted: 26.aug 2018, 14:36
frá karlguðna
haha langflottastur :) like

Re: Jamm kallinn í götuspyrnu á Akureyri

Posted: 26.aug 2018, 16:37
frá sukkaturbo
54