Hugleiðingar um verðmun
Posted: 22.aug 2018, 21:28
Góðan og blessaðan.
Ég veit ekki hvort aðrir hafi velt fyrir sér verðmun á legum hér á landi og í stóra hreppnum fyrir vestan pollinn mikla....trúlega þó, en svo mikið er víst að ég var ekki búinn að því....fyrr en núna.
Ég fékk verð í legur í hásingarnar sem mín aldraða Ram bifreið stendur á, þeas. Dana 60 og Dana 70 og nánar tiltekið pinion og carrier legur í framhásiguna (60) og pinion, carrier og hjólalegur í afturhásinguna (70).
Heildarverð sem ég fékk upp gefið hér heima var 169.300.- enginn afsláttur eða neitt þannig, bara verðmiðinn eins og hann kemur fyrir.
Ef ég tek þetta frá Rockauto, sem eru jú vissulega ódýr netverslun, þá kostar þetta $192.24 + $44.04 í flutning = $236.28 miðað við dollarann á 110kr þá verður þetta 25.990,5kr, segjum 26.000 x 1,25 fyrir vsk eða = 32.488kr svo munurinn er nokkur.
Ég vil líka taka fram að ég er ekki að bera saman rúsínur og banana því í þessu eru eingöngu legur frá Timken og SKF.
Það var auðvitað ekki hægt að stoppa hér svo ég reiknaði aðeins meira mér til gamans.
Minnsti munur var á ytri pinion legu sem kostar ein og sér $25.66 með flutningi eða 2.822,5kr og 3.528kr m vsk en er á um 7000kr keypt hér heima
Mesti munur var hinsvegar á innri hjólalegu í afturhásinguna sem er á $30.04 með flutning eða 3.304kr og 4.130,5kr með vsk en rétt rúmar 20.000kr keypt hér heima eða næstum fimmfalt dýrari.
Dæmi hver fyrir sig en mér finnst myndin vera orðin svolítið skökk á veggnum þegar það er hagkvæmara að flytja þetta inn sjálfur, þó maður tæki bara eina legu í hverri sendingu, en kaupa hér á landi. Sjálfsagt gæti ég fengið einhvern afslátt hér heima, sem er ekki í boði hjá Rockauto en að ég fengi 70% afslátt af dýrustu legunni finnst mér ekki sennilegt.
MBK
Gæi
Ég veit ekki hvort aðrir hafi velt fyrir sér verðmun á legum hér á landi og í stóra hreppnum fyrir vestan pollinn mikla....trúlega þó, en svo mikið er víst að ég var ekki búinn að því....fyrr en núna.
Ég fékk verð í legur í hásingarnar sem mín aldraða Ram bifreið stendur á, þeas. Dana 60 og Dana 70 og nánar tiltekið pinion og carrier legur í framhásiguna (60) og pinion, carrier og hjólalegur í afturhásinguna (70).
Heildarverð sem ég fékk upp gefið hér heima var 169.300.- enginn afsláttur eða neitt þannig, bara verðmiðinn eins og hann kemur fyrir.
Ef ég tek þetta frá Rockauto, sem eru jú vissulega ódýr netverslun, þá kostar þetta $192.24 + $44.04 í flutning = $236.28 miðað við dollarann á 110kr þá verður þetta 25.990,5kr, segjum 26.000 x 1,25 fyrir vsk eða = 32.488kr svo munurinn er nokkur.
Ég vil líka taka fram að ég er ekki að bera saman rúsínur og banana því í þessu eru eingöngu legur frá Timken og SKF.
Það var auðvitað ekki hægt að stoppa hér svo ég reiknaði aðeins meira mér til gamans.
Minnsti munur var á ytri pinion legu sem kostar ein og sér $25.66 með flutningi eða 2.822,5kr og 3.528kr m vsk en er á um 7000kr keypt hér heima
Mesti munur var hinsvegar á innri hjólalegu í afturhásinguna sem er á $30.04 með flutning eða 3.304kr og 4.130,5kr með vsk en rétt rúmar 20.000kr keypt hér heima eða næstum fimmfalt dýrari.
Dæmi hver fyrir sig en mér finnst myndin vera orðin svolítið skökk á veggnum þegar það er hagkvæmara að flytja þetta inn sjálfur, þó maður tæki bara eina legu í hverri sendingu, en kaupa hér á landi. Sjálfsagt gæti ég fengið einhvern afslátt hér heima, sem er ekki í boði hjá Rockauto en að ég fengi 70% afslátt af dýrustu legunni finnst mér ekki sennilegt.
MBK
Gæi