Síða 1 af 1

Breikkun á felgum.

Posted: 28.feb 2010, 17:37
frá eirikursig
Ég er með 12" breiðar stálfelgur ( 15" háar ) með 38" mudder,er að spá í að breikka þær í 14",hvað halda menn um flot í snjó,ætli ég fái meira flot með svo breiðum felgum.Bíllinn er um 2,6 t með öllu í ferð.

Re: Breikkun á felgum.

Posted: 28.feb 2010, 21:52
frá Stebbi
Ég fann stóran mun á 12" og 14" á bíl sem er 2.2 tonn. Fann helst mun á því hvað hann seiglaðist einhvern vegin lengra inní skaflana án þess að byrja að spóla, ferlega vont að lýsa því hvernig þetta er en það er talsverður munur á drifgetu.

Re: Breikkun á felgum.

Posted: 01.mar 2010, 04:20
frá geiri23
ég á fyrir þig 14tommu breiðar 15tommu háar 6 gata felgur, skal skipta við þig og taka 12 tommuna