Síða 1 af 1

Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 02.aug 2018, 15:26
frá gislisam 25

langaði að heyra hvort menn hafi hagkvæmtráð við "smáleka/ óþéttleika á hásingu (aftan)
Toyota Landcr. 90 árg 2000
Kv. GS

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 02.aug 2018, 20:18
frá Járni
Hvar lekur? Við drifið, hjól eða upp úr önduninni?

Bara laga, pakkdós eða hvað það nú er. Óhagstæðast að gera ekkert, að drifið verði olíulaust eða að olían skemmi bremsurnar.

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 03.aug 2018, 08:56
frá jongud
Ef það lekur með suðu og ekki með pakkdós eða þéttingu mætti athuga með tankakítti, tveggja þátta leirkennt gums sem er hnoðað saman og þrýst að gatinu.

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 03.aug 2018, 22:48
frá Axel Jóhann
Þessar hásingar vilja ryðga svakalegt og fara leka bara á ýmsum stöðum vegna þessa að járnið þynnist. Besta leiðin er að kaupa nýtt rör enn það kostar og kemur strípað

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 07.aug 2018, 15:54
frá gislisam 25
Sælir
þekkið þið til einhverra góðra sem kunna að greina( lekann) þetta og mögul. laga?

kv. GS

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 08.aug 2018, 18:22
frá sukkaturbo
Jamm hvar er lekinn á hásingunni svona fyrst til að byrja með?

Re: Lek hásing - Toy Landcruser90

Posted: 09.aug 2018, 08:28
frá villi58
Mynda hásingu og spyrja svo.