Síða 1 af 1

Bannfærðir hitarar

Posted: 30.jún 2018, 11:01
frá jongud
Vinnueftirlitið var að grípa inn í innflutning á kínadóti.
http://www.visir.is/g/2018180628701/banna-notkun-hitara-hja-cozy-campers

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 30.jún 2018, 21:56
frá Járni
Já þetta er magnað, ég beið of lengi með að panta mér svona. Ætlaði helst að hafa tvo, einn blásara og annan fyrir vélina. Ekki veitir af í Defender.

Er þetta týpan sem menn hafa verið að panta eða eru fleiri í umferð?

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 30.jún 2018, 22:04
frá baldvine
En hrikalega er þessi "China export" merking ósvífin.

Ce merkingin er auðvitað í mörgum tilvikum mikilvægt öryggisatriði, þó vissulega séu tilfelli þar sem þær reglur eru óþarflega þröngar.

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 02.júl 2018, 18:25
frá elli rmr
Járni wrote:Já þetta er magnað, ég beið of lengi með að panta mér svona. Ætlaði helst að hafa tvo, einn blásara og annan fyrir vélina. Ekki veitir af í Defender.

Er þetta týpan sem menn hafa verið að panta eða eru fleiri í umferð?


Ættir að geta fengið ódýrt hjá þeim sem þeir þurfa að taka úr bílunum hjá sér :D

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 02.júl 2018, 19:49
frá Járni
elli rmr wrote:
Járni wrote:Já þetta er magnað, ég beið of lengi með að panta mér svona. Ætlaði helst að hafa tvo, einn blásara og annan fyrir vélina. Ekki veitir af í Defender.

Er þetta týpan sem menn hafa verið að panta eða eru fleiri í umferð?


Ættir að geta fengið ódýrt hjá þeim sem þeir þurfa að taka úr bílunum hjá sér :D


Haha

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 03.júl 2018, 08:47
frá jongud
baldvine wrote:En hrikalega er þessi "China export" merking ósvífin.

Ce merkingin er auðvitað í mörgum tilvikum mikilvægt öryggisatriði, þó vissulega séu tilfelli þar sem þær reglur eru óþarflega þröngar.


Ég leitaði að þessum hiturum á Ebay og held að ég hafi fundið þá.
Það var ekkert CE merki á neinni af myndunum og ekkert minnst á það í lýsingunni.
Þannig að cozy-campers virðast hafa flautað á reglugerðirnar frá upphafi.

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 03.júl 2018, 15:54
frá Icerover
Sælir, ég er nú svo "heppinn" að eiga svona hitara sem ég keypti hérlendis. Ég er hins vegar ekki búinn að setja hann í bíl og er hugsi yfir þessu. Hitarinn er hins vegar eins og þessi:

https://www.aliexpress.com/item/Air-Parking-Heater-2KW-12V-Gasoline-heater-for-Truck-Bus-similar-with-WEBASTO-with-CE-certificate/721825155.html

Þarna stendur CE certificate, er það þá bara uppspuni?

mbk, Ásgeir

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 03.júl 2018, 16:15
frá aravil
Þetta virðist vera "rétt" CE merking (m.v. bilið á milli stafanna), en ekki China Export. Spurning hvort hægt sé að sannreyna það?
Semsagt, hvort eða hvernig vinnueftirlitið getur flett því upp og staðfest hvort merkingar séu feik.

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 03.júl 2018, 21:03
frá olei
Smá umsögn um þetta mál:
Vinnueftirlitið starfar eftir lögum um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum - það þýðir að þeir geta eingöngu skipt sér af því sem tilheyrir.. jamm, einmitt öryggi og hollustuháttum á vinnustöðum! Ekkert umfram eða utan við það. (þess eru reyndar mörg dæmi að skoðunarmenn stofnunarinnar eru ekki meðvitaðir um einmitt þetta og eru að setja út á hluti sem koma þeim ekkert við)

Einmitt þess vegna banna þeir Cozy Campers -sem eru í atvinnustarfsemi - að nota þessa hitara, takið eftir að þeir geta alls ekki skipt sér af því að einstaklingar noti þessa hitara að vild eða flytji þá inn til einkanota. Ef þeir eru að því þá eru þeir dottnir í gamla gírinn og að starfa fyrir utan logboðið starfsvið stofnunarinnar.

Hvað snertir síðan öryggi þessara hitara þá er "vandamálið" að þeir eru ekki CE merktir sem er skýlaus krafa frá Vinnueftirlitinu, vafalaust ættuð frá ESB og upptekin hér vegna þáttöku okkar í EES. Hér er rétt að árétta að CE merking hefur mest lítið sem alls ekkert að gera með öryggi. CE er ekki gæðastaðall, gæðaprófun eða yfirleitt neitt í þeim dúr. CE er einskonar vegabréf vöru og öllum CE merktum vörum á að fylgja svokallað upprunavottorð, þetta snýr að rekjanleika. Ekta skriffinskudæmi sem veldur flestum svima og ógleði þegar þeir fara að kynna sér það. Mín skoðun er sú að þetta sé í reynd tæknileg viðskiptahindrun Evrópusambandsins.

Semsagt, Vinnueftirlitið hefur ekkert í höndunum um það hvort þessir hitarar séu hættulegir eða ekki, ekki heldur hvort að þeir séu hættulegri en aðrir hitarar með löglega CE merkingu. Það eina sem þeir vita er að CE merkinguna vantar.

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 04.júl 2018, 08:22
frá Siggi_F
CE merkingin var tekin upp til að losna við að framleiðandinn/seljandinn eða sá sem tekur ábyrgð á vörunni þurfi að setja langa romsu yfir alla þá staðla og reglugerðir og þykka bók með prófunarniðurstöðum með vörunni sem hún þarf að uppfylla til að vera lögleg í evrópu. Romsu sem venjulegt fólk getur engan vegin lesið úr og áttað sig á hvað þýðir eða ef eitthvað vantar upp á.

CE merkingin þýðir einfaldlega fyrir kaupandann að einhver (sá sem setti hana á þarf ekki að vera framleiðandinn) lofar að varan uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir og staðla og sé því örugg og lögleg til sölu og notkunar í evrópu og sá hinn sami er tilbúinn að framvísa gögnum þar um ef óskað er.

Án CE merkis er vara því ólögleg og bannað að selja hana í evrópu því engin er tilbúin að taka ábyrgð á að hún standist kröfur.

Ef einhver setur CE merki á vöru og getur ekki framvísað viðeigandi gögnum (t.d prófananiðurstöður, vottanir frá skoðunarstofum o.flr.) um að hún standist evrópskar kröfur þegar/ef yfirvöld fara fram á að fá þau er hann í virkilega djúpum skít, því það getur kostað háar sektir og jafnvel langa fangelsidóma ef slys verður sem rekja má til þess að varan uppfyllti ekki kröfur og ef sá sem setti CE merkið á er ekki með neitt í höndunum um að hún eigi að gera það, þá er ekki nóg að segja ÚPS!!. OG... sá sem setti CE merkið á er einn ábyrgur.

Það að setja CE merki á vöru er því mikil ábyrgð sem margir í Kína (líklega þeir sem hafa kynnt sér reglurnar) eru ekki tilbúnir að taka á sig fyrir vöru selda í litlu magni sem þeir eru ekki vissir um, eða geta ekki sýnt fram á (svarar ekki kostnaði), að standist kröfur.

Kv.
Siggi F (fyrverandi staðladúddi)

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 04.júl 2018, 09:31
frá jongud
Fín útskýring hjá Sigga.
Til að bæta aðeins við, þá má CE merkingin ALDREI vera stök á litlum límmiða. Hún þarf að vera grafin í eða vel lökkuð á tækið eða á sama límmiða og raðnúmerið. (minnir mig).
Margar CE-merkingar þurfa líka að vera meira en bara bókstafirnir CE.
Til dæmis þá eiga löglegar talstöðvar að vera í samræmi við svokallað R&TTE dæmi og þá stendur á þeim CE 0678

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 04.júl 2018, 23:55
frá olei
Siggi_F wrote:CE merkingin var tekin upp til að losna við að framleiðandinn/seljandinn eða sá sem tekur ábyrgð á vörunni þurfi að setja langa romsu yfir alla þá staðla og reglugerðir og þykka bók með prófunarniðurstöðum með vörunni sem hún þarf að uppfylla til að vera lögleg í evrópu. Romsu sem venjulegt fólk getur engan vegin lesið úr og áttað sig á hvað þýðir eða ef eitthvað vantar upp á.

CE merkingin þýðir einfaldlega fyrir kaupandann að einhver (sá sem setti hana á þarf ekki að vera framleiðandinn) lofar að varan uppfyllir allar viðeigandi evrópskar reglugerðir og staðla og sé því örugg og lögleg til sölu og notkunar í evrópu og sá hinn sami er tilbúinn að framvísa gögnum þar um ef óskað er.

Án CE merkis er vara því ólögleg og bannað að selja hana í evrópu því engin er tilbúin að taka ábyrgð á að hún standist kröfur.


Ef einhver setur CE merki á vöru og getur ekki framvísað viðeigandi gögnum (t.d prófananiðurstöður, vottanir frá skoðunarstofum o.flr.) um að hún standist evrópskar kröfur þegar/ef yfirvöld fara fram á að fá þau er hann í virkilega djúpum skít, því það getur kostað háar sektir og jafnvel langa fangelsidóma ef slys verður sem rekja má til þess að varan uppfyllti ekki kröfur og ef sá sem setti CE merkið á er ekki með neitt í höndunum um að hún eigi að gera það, þá er ekki nóg að segja ÚPS!!. OG... sá sem setti CE merkið á er einn ábyrgur.

Það að setja CE merki á vöru er því mikil ábyrgð sem margir í Kína (líklega þeir sem hafa kynnt sér reglurnar) eru ekki tilbúnir að taka á sig fyrir vöru selda í litlu magni sem þeir eru ekki vissir um, eða geta ekki sýnt fram á (svarar ekki kostnaði), að standist kröfur.

Kv.
Siggi F (fyrverandi staðladúddi)


Ég held að þetta sé allt rétt hjá þér. Vandinn við CE er annasvegar það sem ég feitlertra - einhver lofar að varan uppfylli þetta eða hitt. Hinsvegar er það augljóslega allt svindlið kringum CE merkingar yfirleitt. Þar eru Kínverjar ekki einir á báti.

Þegar CE var tekið upp varð margvíslegur búnaður frá t.d. Bandaríkjunum skyndilega ólöglegur ef því að merkinguna skorti. Þetta hafði ekkert með gæði eða öryggi að gera. Á sama tíma streymdi um Evrópu lélegur varningur (oft undir þekktum Evrópskum vörumerkjum) frá ódýrustu framleiðslulöndum heims kyrfilega CE merktur af Evrópskum söluaðilum. Stórhættulegt einnota drasl. N.B þá hefur Evrópu ekki enn tekist að innleiða neytendalöggjöf þar sem krafist er merkingar á upprunalandi vöru eins og tíðkast í U.S. Maður spyr sig hvers vegna það sé?

Þetta kerfi er víðs fjarri því að vera skothelt, það er kannski fokhelt en varla meira. Ekki rugla CE saman við raunverulegar gæðaprófanir eins og t.d. UL listings, eða TUV. Auðvitað er erfitt að fullyrða um það, en ég hef það mjög sterklega á tilfinningunni að verulegur hluti CE merkts varnings hafi aldrei séð neinar gæðaprófanir eða að nokkur hafi raunverulega tékkað af hvort að apparatið uppfylli nokkra staðla. Vonandi dugar stimpillinn til þess að hægt sé að rekja "ábyrgðina" til viðkomandi þegar draslið hefur valdið slysi. Það er síðan sjálfstæð spurning hversu mikil huggun það er ef illa fer.

Re: Bannfærðir hitarar

Posted: 04.júl 2018, 23:57
frá olei
tvítekið, eytt.