VHF TALSTÖÐ


Höfundur þráðar
karlguðna
Innlegg: 66
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

VHF TALSTÖÐ

Postfrá karlguðna » 16.maí 2018, 20:49

HVar fær maður ódýrar og góðar talstöðvar ??? er kannski einhver með stöð til sölu hér á spjallinu ??
Og kannski rétt að spyrja, hvaða stöðvar eru bestar og af hverju ???



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: VHF TALSTÖÐ

Postfrá jongud » 17.maí 2018, 14:24

karlguðna wrote:HVar fær maður ódýrar og góðar talstöðvar ??? er kannski einhver með stöð til sölu hér á spjallinu ??
Og kannski rétt að spyrja, hvaða stöðvar eru bestar og af hverju ???


Ódýrar stöðvar eru ekki góðar.
Það er hægt að fá hræódýrar kínastöðvar með helling af wöttum, en orðið hræ- á ágætlega við og wöttin eru svokölluð "Kínawött"
Ódýru kínversku stöðvarnar eru einnig svo til allar með tölu miðaðar við kröfurnar fyrir amatörtalstöðvar og eru CE, og FCC merktar samkvæmt því.
Og jafnvel þegar þær senda út helling af wöttum eru þau ekki alltaf send út á réttum stað.

Fyrir báta- og 4X4 rásirnar eru gerðar mun strangari kröfur.
Þessar klassísku Yaesu/Vertex standard stöðvar eru margbúnar að sanna sig. Maxon, Icom og Motorola eru líka OK, allavega hef ég ekki heyrt neitt slæmt um þær.
Annað sem þarf að hafa í huga er að engin stöð er betri en loftnetið sem hún er tengd við.


Höfundur þráðar
karlguðna
Innlegg: 66
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: VHF TALSTÖÐ

Postfrá karlguðna » 17.maí 2018, 18:27

Takk fyrir þetta , það er þörf ábending þetta með kína dótið , er alveg nægilega brendur eftir viðskipti við þá kóna en var nú samt að fletta ebay kína dóti :-) verð bara að hætta þessari blat sparsemi og kaupa alvöru ,, þúsund þakkir


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir