Hilux boddíhækkun ráðgjöf


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 84
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá helgierl » 16.maí 2018, 13:31

Nú þarf ég ráð frá reynslumeiri mönnum..... Er í lagi að setja bara kubba eða þarf að skera og færa boddífestinguna aftan við framdekk á ´92 hilux bensín klafabíl. Ætla í ekki meira en 5cm hækkun. Væri mjög þægilegt að geta græjað þetta sjálfur með kubbum..... Eins og þetta er núna er létt nudd aftast í hjólaskálinni í beygjum. Veit að menn gerðu mikið af því að færa þessa festingu upp..... væntanlega ástæða fyrir því.
20170901_170913.jpg
20170901_170913.jpg (4.04 MiB) Viewed 1680 times
20180218_205859.jpg
20180218_205859.jpg (1.84 MiB) Viewed 1680 times
20170830_210313.jpg
20170830_210313.jpg (2.91 MiB) Viewed 1680 times
Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 84
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá helgierl » 16.maí 2018, 13:39

Afsakið. Mikilvægasta myndin á hlið.....


villi58
Innlegg: 2091
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá villi58 » 16.maí 2018, 14:25

Þú getur sett 5 cm kubba t.d. úr 60x60mm prófíl með botnum og soðið hann að neðan þá er þetta skothellt.
Mundi hafa það þannig sérstaklega á húsinu og helst á pallinum líka, sumir hafa fært eyrað upp að framan eða soðið kubbinn á eyrað, ýmsar útfærslur.
Sumir hafa fengið sprungur í frambrettin ef það er bara plastkubbur/öxull, hættan er mun meiri eftir því sem kubbarnir eru hærri því það verður svo mikil hreyfing á boddy.


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 84
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá helgierl » 16.maí 2018, 20:19

Ég skil. En voru menn ekki að færa þessa festingu til að sleppa við dekkjanúning líka?


grimur
Innlegg: 790
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá grimur » 17.maí 2018, 02:20

Jújú, þetta hjálpar við að minnka dekkjanudd. Svo var stundum tekið af festingunni framanverðri til að fá pláss. Allskyns æfingar alveg.
Svo er líka málið að stilla neðri klafann framávið eins og mögulegt er, snúa stilliboltunum semsagt út að aftan, inn að framan. Það munar um hvern millimeter í þessu.
50mm hækkun krefst svosem ekkert endilega hækkunar á boddífestingum, en 100mm hækkun gerir það alveg klárlega, reynslan sýndi að það er best að hækka amk aðal húsfestingarnar þannig á þessum bílum, annars komu alltaf sprungur í gólf út frá kubbunum.

vonandi hjálpar þetta eitthvað
Grímur


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 84
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá helgierl » 17.maí 2018, 09:17

Takk fyrir svörin. Ég hallast að því að hafa hann bara áfram á 35 tommunum og slepp þá bara með væga hækkun, með nælon kubbum væntanlega.

User avatar

draugsii
Innlegg: 263
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá draugsii » 17.maí 2018, 09:35

ég setti 36” undir minn án þess að hækka neitt klipti bara vel úr og virkaði fínt
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)

Kv Hilmar

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1104
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá Kiddi » 17.maí 2018, 09:52

Já það virðist vera nóg eftir til að klippa.


almar
Innlegg: 40
Skráður: 23.nóv 2016, 01:23
Fullt nafn: almar óli atlason
Bíltegund: Toyota HILUX

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá almar » 17.maí 2018, 14:42

Sæll. Þegar ég tók bílinn hjá mér þá hækkaði ég boddí um 70 mm og færði boddífestinguna aftan við framhjól upp sem nemur hækkuninni. Skar af festingunni alveg inn að húspúða og beygði hliðina sem snýr fram vel inn. Ég skar líka ágætlega úr boddíi. Mig minnir að ég hafi skilið eftir 2 cm inn að síls í horninu. Þessi breyting er slarkfær fyrir 38". Svo tók ég 99 hilux hjá félaga mínum um daginn og setti hann á 35". Setti enga boddíhækkun, skar bara úr og skrúfaði upp á klöfum og á nýjum 35" túttum rekst ekkert í í fullri beygju og talsverðri fjöðrun.
Kveðja Almar Óli Atlason


Höfundur þráðar
helgierl
Innlegg: 84
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá helgierl » 17.maí 2018, 16:38

Já Það er þetta með að skrúfa upp á klöfunum.. Þessi bíll var þannig þegar ég eignaðist hann í fyrra. Ég var bara svo ósáttur við fjöðrunareiginleikana að ég skrúfaði niður aftur og vil hafa hann þannig. En það kostar þá bara smá boddíhækkun.....


almar
Innlegg: 40
Skráður: 23.nóv 2016, 01:23
Fullt nafn: almar óli atlason
Bíltegund: Toyota HILUX

Re: Hilux boddíhækkun ráðgjöf

Postfrá almar » 18.maí 2018, 14:10

Það er lítið mál að boddíhækka Hilux. Það þarf bara að lengja gírstangir, stýrisstöng, vatnslagnir, lagnir í stýrisvökvaforðabúr og eitthvað smotterí í rafkerfi og öðru....


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur