Síða 1 af 1

Demparar.

Posted: 15.maí 2018, 09:29
frá kristinng
Setti undir bílin hjá mér Gabiel dempara og er hundófúll yfir þeim, þeir virðast pumpa sig fasta þegar ekið er á grófum vegi eins og t.d. inn í Þórsmörk. Verð að hleypa vel úr dekjum þannig að bíllinn fjaðri á dekkjunum. Þetta var ekki svona þegar original dempararnir voru undir bílnum, en þetta er Ford F-350 .
Eru ekki einhverjir þarna úti í mörkinni sem geta ráðlagt mér hvaða dempara ég á að setja undir bílinn.
Kv
Kristinn

Re: Demparar.

Posted: 15.maí 2018, 18:18
frá íbbi
ég keypti bilstein b5100 undir ram hjá mér. er gríðarlega ánægður með þá svo ekki sé meira sagt. bíllinn snarbreyttist í akstri og þeir eiga að vera góðir undir miklu álagi

Re: Demparar.

Posted: 15.maí 2018, 19:56
frá Hailtaxi
Get mælt með Bilstein líka, var með B4600 (minnir mig) undir F150, hann fór mjög vel með mig.

Re: Demparar.

Posted: 15.maí 2018, 21:58
frá íbbi
ég hef notað 4600 líka og verið mjög ánægður með þá

Re: Demparar.

Posted: 15.maí 2018, 22:37
frá svarti sambo
Mér var bent á að nota KONI undir breyttan F350.