Skúr Dund í öðru landi


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 742
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Skúr Dund í öðru landi

Postfrá grimur » 13.maí 2018, 03:16

Sælir félagar

Nú er ég búinn að vera í Orlando í 3 ár, og kominn svolítið af stað aftur með verkefni sem ég setti hálfpartinn á hilluna áður en við fluttum.
Set hér einhvern reyting af myndum, menn verða bara að giska svolítið hvað hangir á spýtunni með þetta...enda er það langtum skemmtilegra en að útskýra allt í hörgul svona fyrirfram :-)
20180422_225608.jpg
20180422_225608.jpg (3.91 MiB) Viewed 972 times


Og svo meira hráefni:
2018-05-10 18.19.08.jpg
2018-05-10 18.19.08.jpg (6.02 MiB) Viewed 972 times


Þetta er semsagt 2001 árgerð af Tacoma, 3.4 V6 glussahrærubíll, enda var þessi 4ra dyra útgáfa af fyrstu kynslóð Tacoma aldrei framleidd öðruvísi.
Þessi 4ra dyra útgáfa var bara framleidd 2001 og 2002, svo var Tacoma færð á annað platform 2003 með tilheyrandi þyngdaraukningu og breytingum á grind+vélbúnaði sem ég kærði mig ekkert sérstaklega um. Ég nenni ekki að nota XTra Cab lengur, vaxinn uppúr því, þannig að nákvæmlega þessi útfærsla var það sem ég var að leita að, og fann fyrir rest sæmilega farinn bíl á þokkalegu verði. Hann er ekinn eitthvað rúmlega 200.000 mílur, en mjög heillegur þrátt fyrir það. Eina sem ég náði ekki að þrífa eða laga hingað til eru framsætin, það var einhver svo svakaleg stækja úr þeim sem ég bara náði ekki að flæma úr. Tók Guðna Sveins á þetta...allt innanúr húsinu, teppi sæti og alles, háðrýstidælan á draslið og látið þorna. Reykingalyktin fór alveg(sem er magnað, ég er mjög næmur á þannig fnyk), en þessi súra stækja úr sætunum fór bara ekki.
Endaði á að henda þeim og mixa stóla úr Honda Odyssey 2006 í staðinn. Sé ekki eftir því, mikið betri sæti og maður situr hærra og betri stuðningur. Enginn afgangur af plássi fyrir stólana svosem, en það gerir ekkert til.

Þarna eru stólarnir komnir í:
2018-05-10 17.34.36.jpg
2018-05-10 17.34.36.jpg (3.26 MiB) Viewed 972 times


Svo eru það local bílarnir, smelli stundum myndum af fáránleikanum...
2018-04-12 20.35.39.jpg
2018-04-12 20.35.39.jpg (4.35 MiB) Viewed 973 times


Set inn fleiri myndir eftir því sem framkvæmdum vindur fram...

kv
Grímur
Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 742
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá grimur » 13.maí 2018, 03:22

Má kannski bæta því við að það er eins gott að það var ekki farið í viðamikla bretingu á þessum Ford...það hefði verið svo svakaleg synd að hreyfa við þessum plastbrettaköntum, þeir setja svo fallegan svip á bílinn.....

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1181
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá Járni » 13.maí 2018, 08:23

Það eru svo margir möguleikar þarna í landi tækifæranna, verður spennandi að sjá hvað verður.

En sex þokkalega stór dekk, þá er bara spurning um hvert missionið er?
2000 Land Rover Defender 130 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3003
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá sukkaturbo » 13.maí 2018, 08:29

Jamm vinur vor og félagi nú líst mér vel á sé sexhjóla 54" húsbóndabíl strax yrir mér.Fínn í Cosco. Ef þig vantar aðstoð þá sendu eftir mér þeir hljóta að flytja pakka í yfirþyngd.Á alveg eftir að prufa útlandið kveðja úr Himnaríki

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1095
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá Startarinn » 13.maí 2018, 14:25

Þú getur prófað Rodalon (myglueyðir) í svona lykt sem bara vill ekki fara. Ég veit til þess að það hefur verið notað til að eyða svitalykt sem þvæst ekki úr fötum

En það verður gaman að fylgjast með :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 742
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá grimur » 13.maí 2018, 17:12

Já, prófa kannski Rodalon næst þegar ég lendi í svona bardaga.
Annars var ég búinn að drekkja þessu í klór, matarsóda og allskonar. Það sem komst næst því að ná þessu var edik.
Ég geng út frá því að setja 40" Cooper undir þetta apparat á einhverjum örmjóum felgum. Vonast til að eiginþyngdin losi kannski um 2 tonn. Bíllinn er ekki nema rétt um 1600kg núna, enda ekkert framdrif í drossíunni.

Annars skrapp ég í skoðunarferð á partasöluna í morgun, fann þetta fína drif með 1:4.10 sem ég nældi mér í.
20180513_104506.jpg
20180513_104506.jpg (5.48 MiB) Viewed 820 times


Svona lítur LKQ partasala út:
20180513_104521.jpg
20180513_104521.jpg (3.39 MiB) Viewed 820 times


Mér taldist einhvern tímann til að það væru um 800 bílar í einu á þessu svæði, annars eru þetta mest einhverjar rassmottur(fólksbílar).
Svolítið af Suburban, Expedition og einvherju þannig líka sem ég er ekkert inni í.

Gott i bili..

Grímur


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 742
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá grimur » 14.maí 2018, 02:22

Var að gúggla dekkjastærðina sem ég er að stefna á, og rakst á þessi:
http://www.directbuytire.com/product-p/Y00191.htm
Koma firna vel út í verði, undir $400 stykkið, sem er algert fyrirkreppuverð.

Hefur einhver prófað þessi dekk á klakanum?
Fá ágætis dóma, kringlótt og fara vel á vegi, bara spurning hvernig þau leggjast og svona...

kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 1954
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá jongud » 14.maí 2018, 08:10

grimur wrote:Var að gúggla dekkjastærðina sem ég er að stefna á, og rakst á þessi:
http://www.directbuytire.com/product-p/Y00191.htm
Koma firna vel út í verði, undir $400 stykkið, sem er algert fyrirkreppuverð.

Hefur einhver prófað þessi dekk á klakanum?
Fá ágætis dóma, kringlótt og fara vel á vegi, bara spurning hvernig þau leggjast og svona...

kv
Grímur


Ég hef ekki heyrt ennþá að Geolandar séu komin hingað, en þau hljóma spennandi.
EDIT
Dekkjahöllin er reyndar með Geolandar, en bara upp í 33-tommu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1086
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá Kiddi » 14.maí 2018, 15:34

Tvær afturhásingar og 4Runner/Cruiser grind á hvolfi. Ég sé ekki betur en þetta stefni í ógurlegt 6x6 tryllitæki.


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 742
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Skúr Dund í öðru landi

Postfrá grimur » 15.maí 2018, 02:00

Kiddi er alveg meðetta...afturhlutinn á Tacoma grindinni er ekki efnismikill og alltof stuttur. Með því að skeyta saman í boganum á ákveðinn hátt næ ég vonandi að halda nokkurnveginn jöfnu þversniði afturúr.
4Runner grind á hvolfi já hehe, bullið ræður ekki við einteyming.
Nú er að koma pressa á þetta þar sem maður kjaftaði frá!

kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir