Síða 1 af 1

Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 03:16
frá grimur
Sælir félagar

Nú er ég búinn að vera í Orlando í 3 ár, og kominn svolítið af stað aftur með verkefni sem ég setti hálfpartinn á hilluna áður en við fluttum.
Set hér einhvern reyting af myndum, menn verða bara að giska svolítið hvað hangir á spýtunni með þetta...enda er það langtum skemmtilegra en að útskýra allt í hörgul svona fyrirfram :-)
20180422_225608.jpg
20180422_225608.jpg (3.91 MiB) Viewed 9117 times


Og svo meira hráefni:
2018-05-10 18.19.08.jpg
2018-05-10 18.19.08.jpg (6.02 MiB) Viewed 9117 times


Þetta er semsagt 2001 árgerð af Tacoma, 3.4 V6 glussahrærubíll, enda var þessi 4ra dyra útgáfa af fyrstu kynslóð Tacoma aldrei framleidd öðruvísi.
Þessi 4ra dyra útgáfa var bara framleidd 2001 og 2002, svo var Tacoma færð á annað platform 2003 með tilheyrandi þyngdaraukningu og breytingum á grind+vélbúnaði sem ég kærði mig ekkert sérstaklega um. Ég nenni ekki að nota XTra Cab lengur, vaxinn uppúr því, þannig að nákvæmlega þessi útfærsla var það sem ég var að leita að, og fann fyrir rest sæmilega farinn bíl á þokkalegu verði. Hann er ekinn eitthvað rúmlega 200.000 mílur, en mjög heillegur þrátt fyrir það. Eina sem ég náði ekki að þrífa eða laga hingað til eru framsætin, það var einhver svo svakaleg stækja úr þeim sem ég bara náði ekki að flæma úr. Tók Guðna Sveins á þetta...allt innanúr húsinu, teppi sæti og alles, háðrýstidælan á draslið og látið þorna. Reykingalyktin fór alveg(sem er magnað, ég er mjög næmur á þannig fnyk), en þessi súra stækja úr sætunum fór bara ekki.
Endaði á að henda þeim og mixa stóla úr Honda Odyssey 2006 í staðinn. Sé ekki eftir því, mikið betri sæti og maður situr hærra og betri stuðningur. Enginn afgangur af plássi fyrir stólana svosem, en það gerir ekkert til.

Þarna eru stólarnir komnir í:
2018-05-10 17.34.36.jpg
2018-05-10 17.34.36.jpg (3.26 MiB) Viewed 9117 times


Svo eru það local bílarnir, smelli stundum myndum af fáránleikanum...
2018-04-12 20.35.39.jpg
2018-04-12 20.35.39.jpg (4.35 MiB) Viewed 9118 times


Set inn fleiri myndir eftir því sem framkvæmdum vindur fram...

kv
Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 03:22
frá grimur
Má kannski bæta því við að það er eins gott að það var ekki farið í viðamikla bretingu á þessum Ford...það hefði verið svo svakaleg synd að hreyfa við þessum plastbrettaköntum, þeir setja svo fallegan svip á bílinn.....

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 08:23
frá Járni
Það eru svo margir möguleikar þarna í landi tækifæranna, verður spennandi að sjá hvað verður.

En sex þokkalega stór dekk, þá er bara spurning um hvert missionið er?

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 08:29
frá sukkaturbo
Jamm vinur vor og félagi nú líst mér vel á sé sexhjóla 54" húsbóndabíl strax yrir mér.Fínn í Cosco. Ef þig vantar aðstoð þá sendu eftir mér þeir hljóta að flytja pakka í yfirþyngd.Á alveg eftir að prufa útlandið kveðja úr Himnaríki

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 14:25
frá Startarinn
Þú getur prófað Rodalon (myglueyðir) í svona lykt sem bara vill ekki fara. Ég veit til þess að það hefur verið notað til að eyða svitalykt sem þvæst ekki úr fötum

En það verður gaman að fylgjast með :)

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 13.maí 2018, 17:12
frá grimur
Já, prófa kannski Rodalon næst þegar ég lendi í svona bardaga.
Annars var ég búinn að drekkja þessu í klór, matarsóda og allskonar. Það sem komst næst því að ná þessu var edik.
Ég geng út frá því að setja 40" Cooper undir þetta apparat á einhverjum örmjóum felgum. Vonast til að eiginþyngdin losi kannski um 2 tonn. Bíllinn er ekki nema rétt um 1600kg núna, enda ekkert framdrif í drossíunni.

Annars skrapp ég í skoðunarferð á partasöluna í morgun, fann þetta fína drif með 1:4.10 sem ég nældi mér í.
20180513_104506.jpg
20180513_104506.jpg (5.48 MiB) Viewed 8965 times


Svona lítur LKQ partasala út:
20180513_104521.jpg
20180513_104521.jpg (3.39 MiB) Viewed 8965 times


Mér taldist einhvern tímann til að það væru um 800 bílar í einu á þessu svæði, annars eru þetta mest einhverjar rassmottur(fólksbílar).
Svolítið af Suburban, Expedition og einvherju þannig líka sem ég er ekkert inni í.

Gott i bili..

Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 14.maí 2018, 02:22
frá grimur
Var að gúggla dekkjastærðina sem ég er að stefna á, og rakst á þessi:
http://www.directbuytire.com/product-p/Y00191.htm
Koma firna vel út í verði, undir $400 stykkið, sem er algert fyrirkreppuverð.

Hefur einhver prófað þessi dekk á klakanum?
Fá ágætis dóma, kringlótt og fara vel á vegi, bara spurning hvernig þau leggjast og svona...

kv
Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 14.maí 2018, 08:10
frá jongud
grimur wrote:Var að gúggla dekkjastærðina sem ég er að stefna á, og rakst á þessi:
http://www.directbuytire.com/product-p/Y00191.htm
Koma firna vel út í verði, undir $400 stykkið, sem er algert fyrirkreppuverð.

Hefur einhver prófað þessi dekk á klakanum?
Fá ágætis dóma, kringlótt og fara vel á vegi, bara spurning hvernig þau leggjast og svona...

kv
Grímur


Ég hef ekki heyrt ennþá að Geolandar séu komin hingað, en þau hljóma spennandi.
EDIT
Dekkjahöllin er reyndar með Geolandar, en bara upp í 33-tommu.

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 14.maí 2018, 15:34
frá Kiddi
Tvær afturhásingar og 4Runner/Cruiser grind á hvolfi. Ég sé ekki betur en þetta stefni í ógurlegt 6x6 tryllitæki.

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 15.maí 2018, 02:00
frá grimur
Kiddi er alveg meðetta...afturhlutinn á Tacoma grindinni er ekki efnismikill og alltof stuttur. Með því að skeyta saman í boganum á ákveðinn hátt næ ég vonandi að halda nokkurnveginn jöfnu þversniði afturúr.
4Runner grind á hvolfi já hehe, bullið ræður ekki við einteyming.
Nú er að koma pressa á þetta þar sem maður kjaftaði frá!

kv
Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 26.maí 2018, 05:02
frá grimur
Engin ósköp að frétta af þessu verkefni annað en að ég setti í innkaupagírinn:

17" felgur, stál, 9" breiðar. Breikka sennilega einhverntímann. Sjáum til. Breiðara fæst ekki í 17" með góðu.
6 stykki RS9000XL demparar
svinghjól, pressa, diskur og legur
kúplingsdæla og þræll
kúplingspedali
Framstífur úr P38 Range Rover
Efnisprófílar í stífur og slíkt
Plötustál
800kg Firestone púðar x4. Vá hvað þeir kosta. $300 stykkið og erfitt að finna þá í ofanálag. Gæða dót þannig að ég græt það ekkert.
Set inn myndir af dótinu eftir því sem það dettur inn.
Nota næstu daga í að hreinsa gamlar festingar af hásingarörum, fullhanna fjöðrun og festingar o.s.frv.
Það er vægast sagt gestaþraut að hanna afturfjöðrun fyrir 2 hásingar á sameiginlegum veltipúða(eins og guli willysinn hans Gauja á Selfossi) þannig að hjöruliðskrossar séu nokkurn veginn réttir megnið af tímanum. Alveg hægt, en hellings pælingar að ná því sæmilegu.

Gott í bili
Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 27.maí 2018, 12:50
frá sukkaturbo
Jamm nú verður gaman vertu duglegur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 06.jún 2018, 02:49
frá grimur
Jæja, spurning á hópinn:
Hver eru málin á stífuvasa gatinu fyrir framstífur í Range Rover P38?
20180526_122226.jpg
20180526_122226.jpg (5.18 MiB) Viewed 7610 times

Náði mér í þessar fínu kræklustífur, langar og góðar. Kostur við þessar er að þær eru beygðar til að leyfa það að leggja vel á. Hentar vel með stærri dekkjum. Þær eru líka vel langar, um 100cm frá miðju fóðringa í miðja hásingu.
Fleira dót komið:
20180526_122313.jpg
20180526_122313.jpg (3.6 MiB) Viewed 7610 times

Kúpling

20180529_221140.jpg
20180529_221140.jpg (3.68 MiB) Viewed 7610 times

RS9000XL demparar.

Skóf utan af einni hásingu:
20180526_140614.jpg
20180526_140614.jpg (5.95 MiB) Viewed 7610 times


Þarf að taka fleiri myndir, það er eitthvað meira af dóti komið.

Allavega, ef einhver veit eða getur fundið akkúrat málin á þesari tölu fyrir stífuvasana þá væri það frábært.

kv
Grímur

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 09.jún 2018, 10:29
frá Rodeo
Hvað segirðu er snjóþungt hjá ykkur í Florída?

Hér í Alaska er þetta græjan sem maður notar í 40stiga frosti og slatta af snjó. Skal nú samt alveg viðurkenna að daginn sem ég tók þessa mynd dreymdi mig um jeppa þótt þessi tík dugi merkilega vel.

Annars flott framkvæmd og gaman að lesa um öðruvísi tæki.

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 11.jún 2018, 04:29
frá grimur
Prius já andsk....held að Toyota hafi ákveðið að núllstilla útlits fegurð bíla með þessu....byrja aftur á núlli. Annars margt sniðugt í þeim.

Það snjóar hóflega hérna flesta daga, var að skipta um legu áðan fyrir smá túr með hjólhýsi áður en farið verður í aðgerð. Ekki nema 34°C í forsælu. Alveg óþarfi allavega að láta sér verða kalt.

Kveðja úr sólinni....

Re: Skúr Dund í öðru landi

Posted: 07.júl 2018, 23:33
frá olei
grimur wrote:Það er vægast sagt gestaþraut að hanna afturfjöðrun fyrir 2 hásingar á sameiginlegum veltipúða(eins og guli willysinn hans Gauja á Selfossi) þannig að hjöruliðskrossar séu nokkurn veginn réttir megnið af tímanum. Alveg hægt, en hellings pælingar að ná því sæmilegu.

Gott í bili
Grímur

Þú leysir það Grímur. Við gerðum það í raun aldrei á þeim Gula, það eru enn hjöruliðavandamál í honum. Ég var eitthvað að leika mér með teikningar af þessu nokkru eftir að við smíðuðum hann en það varð aldrei neitt úr því að uppfæra þetta system. Hlakka til að sjá meira af þessu frá þér.