Síða 1 af 1

Hvaða vatnskassi? ofl

Posted: 06.maí 2018, 20:00
frá Startarinn
Hvaða vatnskassa hafa menn keypt í Patrol þegar það er verið að uppfæra úr orginal?

Ég var að eignast '98 bíl með 2,8 mótornum og myndi vilja sleppa við hitavandamál

Önnur spurning, almennt þegar það þarf að fara í hedd á þessum vélum, eru menn að tíma stilla olíuverkið upp á nýtt eftir plönun á heddi??

Re: Hvaða vatnskassi? ofl

Posted: 06.maí 2018, 21:35
frá birgiring
Eru þessi hedd yfirleitt plönuð þegar þarf að hreyfa við þeim ? Skipta menn ekki um hedd ? Ég veit um Patrol bíla þar sem heddin hafa enst lengi ef frostlögur er endurnýjaður og mótorinn látinn jafna sig eftir álag áður en drepið er á honum.

Re: Hvaða vatnskassi? ofl

Posted: 06.maí 2018, 22:53
frá Cruser
Sælir strákar

Veit að þeir hjá Gretti Vatnskössum hafa verið með þykkari og öflugri kassa en orginal, og það bara á fínu verði.

Kv Bjarki

Re: Hvaða vatnskassi? ofl

Posted: 08.maí 2018, 21:30
frá Startarinn
Já, ég talaði við kallinn hjá Gretti útaf breytingu sem ég þurfti að láta gera á vatnskassa á mótorhjóli fyrir að verða alltof mörgum árum, viðmótið sem ég fékk var þannig að ég fer ekki þangað aftur.

Málið með olíutímann er að þar sem heddið er á milli sveifaráss og olíuverks á tímareiminni, seinkar verkinu ef heddið er planað, og eins ef nýtt hedd er lægra frá plani upp í miðju knastáss.
Ég hef lent í þessu með RD28 úr laurel sem heddið var planað á, mér fannst mótorinn verða máttlausari og hann fór að reykja á mun lægri snúning en áður
Ég ætla allavega að fara yfir þetta áður en ég pæli eitthvað í að auka boostið, en mér finnst bíllinn óeðlilega máttlaus eins og hann er, þó menn fullyrði við mig að þeir eigi að vera svona vélarvana