Síða 1 af 1
					
				Dana 60 og rillu fjöldi
				Posted: 15.apr 2018, 12:14
				frá karlguðna
				Hvernig er það með rillu fjölda í þessum hásingum , er hægt að sjá hver hann er án þess að taka út öxul og telja? er með ´87 Econoline sem mig langar að setja  OX barka læsingu í en þori ekki að panta neitt því ég veit ekki hvað passar !!! Væri óskaplega þakklátur fyrir aðstoð og kannski álit á þessum læsingum sem virðast vera nokkuð vinsælar hjá kananum,,,
			 
			
					
				Re: Dana 60 og rillu fjöldi
				Posted: 15.apr 2018, 17:47
				frá Kiddi
				Ég myndi ekki taka sénsinn á því. Einhvern tímann var ég með 2004 árgerð af Econoline í höndunum og samkvæmt öllu sem ég fletti upp átti hann að vera með 32 rillu afturöxla en reyndist svo vera með 35 rillu. Óbreyttur bíll. Það er ekki það lengi gert að öxuldraga að ég held það margborgi sig.
			 
			
					
				Re: Dana 60 og rillu fjöldi
				Posted: 15.apr 2018, 19:44
				frá karlguðna
				ok , mig grunaði þetta , takk fyrir það, ríf hann úr  sem er eina vitið :) en hafa menn eitthvað verið að setja OX læsingar í þessi drif ???