Síða 1 af 1
Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 16:56
frá gislisveri
Sælir jeppamenn og konur.
Ég fór út að leika áðan á 35" dekkjum í fyrsta sinn og það var alveg ómögulegt. Fram að þessu hef ég verið á 33" BFGoodrich, fínmunstruðum og míkróskornum dekkjum sem mér finnst alveg svínvirka, bæði í hálku og snjó, en 35" sem er með milligrófu mynstri og nöglum greip ansk. ekki neitt. Þau grófu sig ekki niður heldur bara spóluðu svo ég fór hvorki lönd né strönd.
Ég veit það hefði hjálpað að tjöruþvo dekkin, en fyrir utan það vildi ég vita ykkar álit á því hvort það væri meira vit í að flipaskera eða míkróskera.
Ég veit að hvort tveggja virkar, en hvað virkar betur? Er vit í að gera bæði?
Kv.
Gísli
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 17:04
frá stebbi1
Hvað tegund voru þessi 35"?
Ég hef verið á 35" Wild country ónegldum með max 5mm munstri og komst bar mjög langt á því,
núna er ég á 35" BF All terain með nokrum nöglum, og þau hafa alveg komið mér áfram,
en báðir þessir gangar hafa verið tilkeyrðir á þyngri bílum, getur verið að ef þessi dekk eru ný að þau séu bara of stíf?
En ég væri ekki á þessum BF dekjum nema bara fyrir það hvað þau kostuðu lítið
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 17:39
frá jeepson
Ég er með einhver hercules dekk. Svipað munsutur og er á dekkjunum sem eru undir vitöruni hans Sævars. Ég er reyndar að leika mér á bílnum með alt harðpumpað en þau grípa ekki rassgat. Þau eru míkróskorin. Og ég er að pæla í að kubba þau aðeins til að míkja þau. En ég á reyndar eftir að setja olíu hreinsir á þau og þvo þau.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 17:45
frá arni87
Ég var með Herkules dekk undir súkkuni minni eftir hálfan mánuð í innanbæjarakstri á þeim í míkrikandinum þá voru þau flott.
Eða ég get ekki kvartað.
Það var að vísu snjór þegar ég keirði þau frekar mjúk eða í 17-18 pundum.
og færið bauð manni ekki uppá meiri hraða en 30-40.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 18:56
frá gislisveri
Ég man ekki hvað þau heita í augnablikinu, en þau voru undir Patrol áður svo þau eru alveg nógu tilkeyrð.
Vandinn er ekki að þau bælist ekki, heldur bara hvað þau grípa illa. 33" dekkin mín myndu grafa sig niður á svona spóli en þá kemur einfaldlega ekki til þess því þau þeyta manni bara áfram.
Spurning er bara þessi: Flipaskera, míkróskera eða bæði?
Ég hika ekki við að hleypa niður í 15-18pund innanbæjar ef færið er þungt finn mikinn mun á því. Í þessu tilviki var ég að keyra í snjó utanbæjar og búinn að hleypa í 4 pund.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 19:15
frá jeepson
Hehe ég er svo þrjóskur að ég keyri bara altaf á 24pundum í dekkjunum á súkkuni minni. Hinsvegar er búið að setja kappa inní annað afturdekkið. Þannig að ég þori ekki að hleypa úr uppá að kappa kvikindið losni ekki. En ætli það sé samt ekki í lagi að heypa niður í 10-12 pund?
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 19:32
frá stebbi1
ég ek minni alltaf með með 18- 20 psi inannbæjar, en um leið og ég fer að jeppast fer ég í 1-4 psi
En ef þetta eru All terain þá hefði ég líka gamann að því að vita hvernig menn skera þau og hvort það er í lagi, hef heyrt að þessi dekk hafi verið í því að vírslitna
flipaskurður ertu semsagt ekki að meina svona þar sem maður fjarlægir bara slatta af gúmíi í burtu?
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 20:09
frá jeepson
Ég hef einmitt heyrt að bfg all terrain þola ekki að það sé heypt úr þeim. Ég á 4 svona dekk sem eru hákfslitin og hef ekkert notað þau. En það stóð nú jafnvel til að nota þau sem sumar dekk ef að ég skyldi þá ekki selja þau.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 21:30
frá gislisveri
Vá! Lesið þið virkilega aldrei upphafspóstinn? Hvað með titilinn?
En fyrst menn fara um víðan völl, ég er búinn að vera með tvo ganga af BFGoodrich og hef keyrt þau úrhleypt án vandræða.
Eitt er víst að það er alveg gagnslaust að vera á stærri dekkjum en orginal ef það á ekki að hleypa neitt úr þeim.
Með flipaskurði á ég við að skera rákir í dekkin, ca. 5-8mm breiðar og búa þannig til nýjar brúnir, í raun fínna mynstur.
Dekkin sem eru undir heita ProComp.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 21:55
frá Sævar Örn
fyrst þarftu auðvitað að tjöruþvo dekkin, svo er hægt að mýkja munstrið mikið með að míkróskera þau, allt munstrið ef þú vilt ekki vera með nagla.
annars er þessi snjór hérna í kringum reykjavík ekki búinn að vera neinn leiksnjór að viti, byrjaði með svaka púðri sem ómögulegt var að fljóta á og núna er þetta svona blautsnjór sem er svo sleipur að maður bara spólar og spólar
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 21:57
frá Maggi
Sæll
Ef þú vilt auka gripið í snjó myndi ég flipaskera.
Held að míkróskurðurinn sé fyrst og fremst að gera gagn á hálu yfirborði eins og berum jökli og ísilögðum vegi.
Örugglega gott að hafa bæði en á ekki allt í súkkunum að vera low budget.
kv
Maggi
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 21:59
frá Stebbi
Ef að dekkin eru ekki að grípa afþví að þau eru of fínmunstruð þá þarftu að skera þau upp. Það er vont að leggja dóm á það án þess að sjá mynstrið.
Annars er þetta kolvitlaus nálgun á annars einföldu og margleystu vandamáli. Þú þarft ekkert að skera dekkin þú þarft bara að breyta meira til að koma öðrum og stærri dekkjum undir. Persónulega hefur mér aldrei gengið eins illa í snjó og á 35" dekkjum, sama hvort það var BFG AT eða Wild Country. Gerði ekki annað en að spóla og affelga og ákvað þá að láta ekki sjá mig á svona kaupstaðardekkjum aftur. :)
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 22:10
frá pardusinn
Það að þvo dekkin getur einfaldlega ráðið úrslitum hvort þú ert að drífa eða ekki. Í sambandi við micróskurðin þá hef ég gegnum tíðina alltaf látið micróskera það bæði stóreykur grip í hálku og eins er heillaráð til að láta dekkin endast betur.
Micróskurðurinn dregur einnig úr hita í dekkjunum þegar búið er að hleypa úr.
Ágæris ráð til að muna að þrífa dekkin er einfaldlega að dæla olíu yfir þau um leið og tankað er fyrir hverja ferð.
Snjórinn til dæmis sem var á Mosfellsheiðinni í dag var þannig að ég á vel hreinum micrósskornum dekkjum brosti allan hringinn þó svo ég hafi verið með tveggja sleða kerru aftan í mér allan tímann.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 22:38
frá gislisveri
Stebbi wrote:Ef að dekkin eru ekki að grípa afþví að þau eru of fínmunstruð þá þarftu að skera þau upp. Það er vont að leggja dóm á það án þess að sjá mynstrið.
Annars er þetta kolvitlaus nálgun á annars einföldu og margleystu vandamáli. Þú þarft ekkert að skera dekkin þú þarft bara að breyta meira til að koma öðrum og stærri dekkjum undir. Persónulega hefur mér aldrei gengið eins illa í snjó og á 35" dekkjum, sama hvort það var BFG AT eða Wild Country. Gerði ekki annað en að spóla og affelga og ákvað þá að láta ekki sjá mig á svona kaupstaðardekkjum aftur. :)
Dekkin eru ekki að grípa af því þau eru of grófmunstruð, m.v. mína reynslu. Eins og fram kemur í fyrsta póstinum mætti kalla þetta milligróft mynstur, en áður var ég á 33" með fínu munstri og það svínvirkar.
Hins vegar finnst mér 35" dekk alveg passlegt fyrir 1000kg bíl, það var fátt sem stöðvaði hann á 33" (nema þá helst djúp för eftir Patrol).
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 23:05
frá Stebbi
Er ekki bara svona hart og leiðinlegt gúmmí í þessum dekkjum? Ég var einhverntíman á 33" Marshall dekkjum á Fox sem voru einmitt svona, alltaf spólandi og sleip. Lausnin á því var því miður að finna sér önnur dekk með mýkra gúmmíi, ég endaði á grófmynstruðum BFG og þau voru æði.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 28.feb 2010, 23:10
frá gislisveri
Það gæti svo sem verið að gúmmíið sé sleipara, en mér finnst þau samt bælast svipað og BFGoodrich dekkin mín.
Ég held að besta lausnin sé að prófa að skera þetta bara og sjá hvað setur.
Re: Skera eða míkróskera?
Posted: 01.mar 2010, 14:26
frá Óskar - Einfari
Sæll
Ég er nú ekki alveg búinn að lesa allan þráðin í smáatriðum en eitt sem mig langaði að benda á áður en þú hefur mikklar áhyggjur. Hitastigið þennan dag olli því að snjórinn var frekar leiðinlegur með það að gera að ef maður byrjaði að spóla í förunum varð strax til svell yndir dekkjunum. Ég festi mig á jafnsléttu í leikaraskap fyrir utan bæinn, þótt ég væri búinn að moka og gæti horft undir endilangan bílinn þá hreifðist hann ekki. það var ekki fyrr en ég var búinn að hleypa úr öllum dekkjunum í 3psi fyrr en ég keyrði upp úr festunni. Þetta var á 38" MTz.
Bara smá innlegg.
Kv.
Óskar Andri