D-MAX eða L200


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

D-MAX eða L200

Postfrá thor_man » 08.apr 2018, 11:58

Er að leggja drög að því að uppfæra úr jepplingadeildinni (Santa Fe) í pallbílaflokkinn og hef helst verið að horfa á D-MAX og L200 (árg. 2006-2010). Álíka þungir en annar með heldur öflugri vél. Er frekar að horfa til bsk frekar en ssk en ekki frágangssök. Hvað hafa spjallverjar að segja um þessa tvær tegundir, hvernig er t.d. áreiðanleiki þeirra og eyðsla? Maður heyrir ýmislegt um ISUZU-vélina, er hún eitthvað endurbætt í þessum árgerðum? Endilega ausið úr reynslubrunninum.

Kv.
ÞB.



Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir