Dana fræðingur óskast.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Dana fræðingur óskast.

Postfrá petrolhead » 04.mar 2018, 20:12

Er einhver hér á þessu spjalli sem er vel fróður um Dana hásingar ? ?
Ég var að leita mér að læsingu í D70U hásingu og þá rakst ég á að ARB læsing er gefin upp fyrir D70/80 32rílu og svo annað partnr fyrir læsingu í D70U/D70HD/D80 með 35 rílu öxlum, svo... er einhver með reynslu af því “first hand” hvort það sé sami “carrier” í D70, D70U,D70HD og D80 ef við horfum framhjá rílufjölda í öxlum. Ég stóð í þeirri meiningu að D80 væri af allt öðru caliberi en D70 þar sem hún er með 11,25" kambi en D70 með 10,5" kambi og hefði því haldið að boltahringurinn fyrir kambinn væri stærri !!!
Set link link á umrædda síðu með.

http://www.drivetrainshop.com/ARB_Air_L ... -rd172.htm

MBK
Gæi
Síðast breytt af petrolhead þann 05.mar 2018, 01:03, breytt 1 sinni samtals.


Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá ellisnorra » 04.mar 2018, 21:58

Ef hann svarar ekki hér þá getur þú haft samband við hann á facebook, Viktor Agnar Falk Guðmundsson, hann veit eitt og annað um þennan dodge graut, flest first hand.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá petrolhead » 05.mar 2018, 01:12

Takk fyrir ábendingna Elliofur :-)
Ég lagaði fyrirspurnina aðeins því ég sé að hún hefur greinilega verið svolítið villandi hjá mér !!
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá svarti sambo » 05.mar 2018, 08:53

Sæll
Ég svo sem er enginn sérfræðingur á þessu sviði, en ég er með svona nýja ARB læsingu sem á að fara í D80 og 35 rillu öxla. Þér er frjálst að fá málsetningar ef þú villt. Hún heitir RD-172. En sennilega ættu ljónin að geta frætt þig allt um þetta. En eins og þetta lítur út fyrir mér að þá er sennilega sama gatadeiling og gatmál á carriernum, en annað utanmál. Bara ágiskun. En mér var bent á að það þyrfti að passa bara fyrir hvaða hlutföll lásinn væri, til að komast hjá millileggjum eða renna utan af honum.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá petrolhead » 06.mar 2018, 11:54

Það er trúlega rétt hjá þér, ljónin ættu að vita þetta, sennilega best að heyra í þeim þegar maður kemst á þurrt aftur.
Mér fannst þetta bara svo ótrúlegt þegar ég rakst á ARB gefinn upp svona því allt sem ég hef lesið á erlendum spjallsíðum segir að D80 sé allt önnur skeppna en D70, nema að öxlarnir passa á lengdina á milli 60,70 og 80 ef þær koma undan samskonar bíl...sem kannski segir manni að það sé þá sama breidd á á carrier-unum í þessum 3 gerðum.
Þessar vangaveltur byrjuðu hjá mér vegna þess að ég er með 32 rílu öxla og var að velta fyrir mér hvort það væri smart að skipta þeim út fyrir 35 rílu í leiðinni þar sem ég þarf að skipta um hlutfall og langar í einhvern lás í þetta líka, þetta er alveg áhugavert þar sem öxlar kosta ekki nema 200 dali á stk frá Yukon og D80 öxull frá Dana er á 178 dali stk hjá Rockauto, í máðum tilfellum chromemoly öxlar.

Smá forvitni Elías, ertu nýlega búinn að kaupa þennan ARB lás ? langar að vita verðið ;-)

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá jongud » 06.mar 2018, 13:28

Kíkið á þetta skjal;
https://www.arb.com.au/assets/air-lockers/application_chart.pdf

Á fyrstu síðunni er listi yfir GM/Chevrolet hásingarnar.
Dana 70U og Dana 80 nota sama drifið (carrier RD173) en ef drifhlutföllin eru önnur þá er sitthvort drifið notað (RD172 og RD175) en ég er ekki alveg að fatta hvort það er fyrir hærri eða lægri hlutföll. RD175 er líka fyrir sverari öxla.
Svo þarf líka að bora út götin til að geta sett drifið í Dana 80
7; Air Locker flange holes must be drilled or reamed to suit 9/16" bolts for Dana 80 applications.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá svarti sambo » 06.mar 2018, 15:48

Sæll Jón
Þetta sést mjög vel á þessari síðu. þ.e.a.s. munurinn.

http://www.drivetrainshop.com/arb_locke ... =50&page=2

En Garðar, Mig minnir að lásinn hafi kostað 140.000kr til landsins + aðflutningsgjöld og ég keypti hann síðasta vor í gegnum þessa síðu sem linkurinn er af. Hér að ofan.
Hlutföll og legur keypti ég svo hér:

https://www.4wheelparts.com/Drivetrain- ... 2-2080-488
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá íbbi » 06.mar 2018, 21:43

bara svona upp á fönnið
Viðhengi
26112363_10211997102746357_2187906284498222733_n.jpg
26112363_10211997102746357_2187906284498222733_n.jpg (19.97 KiB) Viewed 3838 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá petrolhead » 07.mar 2018, 19:17

Bestu þakkir fyrir að nenna að velta ykkur upp úr þessu með mér :-)

Þessi listi frá ARB er ansi góður!!
En ef það þarf að ríma götin í lásnum út þá er greinilega sami boltahringur á kambinum í 70 og 80.
Það sem kom mér í þessar pælingar allar saman var að mig langaði að prófa True Trac læsingu en hún er ekki til fyrir Dana 70, bara 60 og 80, þegar ég svo rakst á að ARB lásinn var gefinn svona upp þá datt mér í hug hvort ég gæri fengið mér True Track fyrir 80 og sett í 70 en ef það þarf að ríma út götin í 9/16”, og mig minnir að 60 og 70 séu með 1/2” boltum, þá er það sennielga dautt í vatninu því það væri ansi þunn slíf sem maður mundi þurfa að renna til inn í boltagötin á læsingunni til að 1/2” boltarnir pössuðu.
Hins vegar, eftir öllu sem ég var búinn að lesa þá átti ég að vera með 70U hásingu og 32rílu öxla en skv. ARB listanum þá er 70 með 32 rílu og 70U með 35rílu svo það er nú kannski öruggara að kippa úr einum öxli og telja...alla vega áður en maður pantar eitthvað :-p þó ég sé nokkuð viss á því eftir allt sem ég hef lesið að ég sé með 32 rílu.

Manstu það Elías, var ekki bara VSK sem kom á læsinguna í tollinum ?

ÍBBI !!!....þú ert nú meiri durgurinn :-D :-D
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dana fræðingur óskast.

Postfrá svarti sambo » 08.mar 2018, 12:50

Sæll Garðar.
Mig minnir að það hafi bara verið vsk + gjald fyrir tollaskjölin.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir