7.3 mótor vantar upplýsingar


Höfundur þráðar
brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

7.3 mótor vantar upplýsingar

Postfrá brinks » 17.feb 2011, 11:05

sælir er að spá í að sitja 7.3 ekki power stroke í econoliener 42"
sem ég á langar að vita hvort þetta sjé sniðugt eða ekki sambandi
við eyðslu á svona mótor það er 351 í honum en er búin að heyra svo
misjafnt um þessar vélar 7.3 semsagt heyrt allt á milli 15 lítrar upp í 30
er að spá á eg kanski bara halda mig við 351
kvþórir



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 7.3 mótor vantar upplýsingar

Postfrá Freyr » 17.feb 2011, 11:32

Tók einu sinni 351 úr gömlum econoline frá löggunni og setti 7,3 í staðinn. Það var hrikalega þröngt og leiðinlegt að eiga við þetta, 351 rúmaðist vel en 7,3 fyllti svo vel út í að það voru ekki nema 2-3 cm frá pústgreinunum í hvalbakinn beggja vegna og auk þess þurfti að brenna þverbitann í grindinni undir vélinni úr til að koma 7,3 í og smíða svo nýjan bita.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: 7.3 mótor vantar upplýsingar

Postfrá Offari » 17.feb 2011, 23:31

Ég held að 351 eyði minna. Átti eitt sinn Ford með 7,3 og fannst hann frekar eyðslufrekur en ekkert sérlega sprækur. Hinsvegar hafa þessar vélar náðst undir 20 lítrum með tubínu eða í beinskiptum bílum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 7.3 mótor vantar upplýsingar

Postfrá Stebbi » 17.feb 2011, 23:39

Túrbólausu 7.3 vélarnar hafa meira jafnaðargeð en turbovélarnar, mun stabílari eyðsla. 35" breyttur afturdrifin econoline með frekar háum toppi er að eyða ca. 15-17 í að öllu jöfnu með þokkalega vél. Ókosturinn sem kemur með túrbínuni og allri kraftaukninguni í henni er að maður skolar margfallt meira magni af olíu í gegn þegar vélin er notuð og það skýrir meiri eyðslu.

Svo skilst mér að það séu 1 og 1/2 eða 2 árgerðir af 7.3 turbo sem eru ekki Powerstroke vélar og þær hafi verið algjör hörmung, í raun gamla vélin með turbo uppfærslu sem var ekki að gera sig.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: 7.3 mótor vantar upplýsingar

Postfrá juddi » 18.feb 2011, 14:07

Mín reynsla er sú að hlutföllin meigi ekki vera of lá því um leið þú ferð að snúa þessum rellum fara þær að mökk eyða auk þess sem þú ert komin út fyrir mesta togið í mótornum ég á bæði bíl með 7.3 og 7.3 powerstroke ég mældi Powerstroke um dagin sem er í F250 með e4od skiptingu á 38" með 4.10 hlutföll og langkeyrsla er hann með 14L svo hélt ég áframm inn Fljótshlíðina og upp með Markarfljótsgljúfrum og inná fjallabak kom við í Dalakofanum og rendi svo yfir í þjórsárdal og heildar meðaleyðslan var 18.4 sem sagt lángkeyrsla og síðan 4x4 stundum í lága blandaður uytanvega akstur ég var allavega mjög sáttur hefði ekki viljað bera saman eyðslu á td Patrol í þessum aðstæðum
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur