Síða 1 af 1

Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 14.feb 2018, 23:03
frá bjarki2698
Sælir félagar
Nú er ég að spá í að fara smíða loftkerfi í bílinn hjá mér, Til þess að pumpa í 35-38" dekk og svo kannski setja loftlás inná þetta í framtíðinni en ekki strax.
Þannig ég spyr er ekki fínnt að nota slökkvitæki sem loftkút ? skiptir einhverju máli hvernig slökkkvitæki maður reddar sér?
og er eitthvað sem mælir gegn því að kaupa t-max pressuna hjá Bílabúð Benna? (stærri gerðina) Eða er eitthvað annað betra fyrir peninginn?
Kv Bjarki

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 14.feb 2018, 23:50
frá hannibal lekter
já færð svakalega góðar dælur hjá sturlaugur jónsson og co

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 15.feb 2018, 11:16
frá jongud
Bara passa að það sé hægt að tappa rakanum niður af loftkútnum, það þarf þá að sjóða nippil sem snýr niður á slökkvitækið.

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 15.feb 2018, 13:13
frá elli rmr
eða fá lítin loftkút undan vörubíl (Jamil hefur t.d verið rífa nokra) þar ertu með inn og úrtök og aftöpunar gat

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 15.feb 2018, 13:50
frá aae
Ég er með gamalt duftslökkvitæki sem loftkút og ac dælu með. Á því voru allir stútar sem þurfti. Á því var líka einfaldur öryggisloki sem er í raun bara skrúfa og gormur. Þetta er ódýrt og einfallt og lítið sem getur bilað. Er annars að smíða kastaragrind sem ég reikna með að nota sem loftkút líka, auðveldara að réttlæta þessa aukaþyngd ef hún hefur fleiri hlutverk.

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 15.feb 2018, 14:02
frá oddur
Ég keypti mína loftdælu fyrir nokkrum árum hjá Tryggva í Stýrivélaþjónustunni. Öflug dæla og helmingi ódýrari en Fini http://www.styri.is/vorur/spil/

Re: Loftkúta og pressu pælingar

Posted: 15.feb 2018, 23:37
frá Sævar Örn