Síða 1 af 1

Grand Vitara diesel, vandræði

Posted: 01.feb 2018, 23:12
frá 1981
Prófa að henda þessu hér inn í von um góð viðbrögð.

Er með Grand Vitara 1,9 diesel árg 2009. Málið er að í gær fór að koma svakalega mikill og ljós mökkur úr pústinu á honum. Hann hefur aldrei hitnað óeðlilega og kælivatn er eðlilegt ásamt smurolíu. Þó fannst mér smurolían vera örlítið gráleit á honum en gæti verið ímyndun. Svo fljótlega þegar hann hitnaði aðeins meira þá kviknaði gult ljós í mælaborðinu Image sem táknar víst injection warning light. Þá steinhætti hann að reykja en varð mjög kraftlaus, mér hefur alltaf þótt vera pínu óeðlilegt aukahljóð í túrbínunni en það steinhætti einnig þegar hann varð svona kraftlaus. Bara eins og túrbínan kúplaði sig út. Svo næst þegar hann fór í gang þá voru öll ljós horfin og eðlilegt að keyra og hljóðið í túrbínunni komið aftur.

Svo í dag þá ágerðist hljóðið í túrbínunni og fór að vera mjög slæmt, aftur mikill reykur úr pústinu, svo kom ljósið aftur, steinhætti að reykja,
túrbínuhljóðið hætti líkt og í gær og varð kraftlaus. Svo fljótlega tók hann yfir og var farinn að æða upp á yfirsnúning. Ég náði að kæfa á honum mjög fljótt eða eftir nokkrar sekúndur. Hann var varla kominn á rauða svæðið á snúningshraðamælinum þegar ég drap á honum.

Hvað gæti verið í gangi þarna, er hann að draga smurolíu inn í brunahólfin í gegnum túrbínuna eða eitthvað slíkt?
Gæti vélin verið í lagi úr því mér tókst að drepa strax á honum?

Það var nýlega búið að segja mér að trúlega væri þetta bara stíflaður hvarfakútur og mér bent á að setja á hann Bell-Add og keyra hann upp í hita í smátíma. Er farinn að efast mikið um þá ákvörðun :/

Re: Grand Vitara diesel, vandræði

Posted: 02.feb 2018, 01:00
frá svarti sambo
Kíktu inn í lofthjólið á túrbínunni og athugaðu hvort að það sé allt blautt þar af smurolíu. Þeim megin sem lofthreinsarinn er. Hef samt meiri trú á að þetta sé spíssavesen, miðað við ljósan reyk. Ef að þetta er common rail vél, þá getur þú losað slef slöngurnar á spíssunum og séð hvort að það leki meira úr einum frekar en hinum, þegar að vélin er í gangi, þá er sá spíss ekki í lagi. farinn að leka. Ef að hún er að éta smurolíu, þá er reykurinn bláleitur en það gæti alveg verið að þetta fína efni hafi bara verið að hreinsa drullu í legunum í túrbínunni og hún sé farin að leka. Það kemur líka ekkert fallegt hljóð þegar að spíss er farinn að leka. Túrbínan hættir að vinna, þegar að bruninn er ekki í lagi og allt verður mátlaust líka þegar að bruninn er ekki í lagi. En ljósið sem þú settir hring utan um, er það fyrir vandamál í rafmagni eða hvað. Þekki ekki þessa bíla og þetta er ekki þetta týpiska glóðakertaljós. Þetta ljós merkir vandamál í rafkerfi á Kangoo og þá er spurning hvort að það sé farinn skynjari hjá þér og það sé vandamálið. Sennilega er best að láta lesa bílinn fyrst.

Re: Grand Vitara diesel, vandræði

Posted: 02.feb 2018, 09:07
frá 1981
Ég þakka fyrir þetta innlegg, já ég hef ekki séð svona ljós áður en samkvæmt Google og Youtube þá á þetta að þýða Injection Warning, þá gæti hann einmitt verið að benda á eitthvað spíssavandamál eins og þú talar um.

Re: Grand Vitara diesel, vandræði

Posted: 03.feb 2018, 00:01
frá Sævar Örn
áður en þú gerir nokkuð annað skalt þú mæla olíuna á bílnum, þ.e. hvort hún sé orðin stútfull af díselolíu og farin að brenna henni uppmeð stimpilhringjum, þetta kemur fyrir á bílum með spíssana undir ventlalokinu

Re: Grand Vitara diesel, vandræði

Posted: 06.feb 2018, 22:47
frá 1981
Jù það kom á daginn, smurolìubleyta inn ì öllu og tùrbìnan er ònýt. Best að byrja að rìfa og rìfa svo upp veskið fyrir nýrri. Það verður biti.