Grand Vitara diesel, vandræði
Posted: 01.feb 2018, 23:12
Prófa að henda þessu hér inn í von um góð viðbrögð.
Er með Grand Vitara 1,9 diesel árg 2009. Málið er að í gær fór að koma svakalega mikill og ljós mökkur úr pústinu á honum. Hann hefur aldrei hitnað óeðlilega og kælivatn er eðlilegt ásamt smurolíu. Þó fannst mér smurolían vera örlítið gráleit á honum en gæti verið ímyndun. Svo fljótlega þegar hann hitnaði aðeins meira þá kviknaði gult ljós í mælaborðinu
sem táknar víst injection warning light. Þá steinhætti hann að reykja en varð mjög kraftlaus, mér hefur alltaf þótt vera pínu óeðlilegt aukahljóð í túrbínunni en það steinhætti einnig þegar hann varð svona kraftlaus. Bara eins og túrbínan kúplaði sig út. Svo næst þegar hann fór í gang þá voru öll ljós horfin og eðlilegt að keyra og hljóðið í túrbínunni komið aftur.
Svo í dag þá ágerðist hljóðið í túrbínunni og fór að vera mjög slæmt, aftur mikill reykur úr pústinu, svo kom ljósið aftur, steinhætti að reykja,
túrbínuhljóðið hætti líkt og í gær og varð kraftlaus. Svo fljótlega tók hann yfir og var farinn að æða upp á yfirsnúning. Ég náði að kæfa á honum mjög fljótt eða eftir nokkrar sekúndur. Hann var varla kominn á rauða svæðið á snúningshraðamælinum þegar ég drap á honum.
Hvað gæti verið í gangi þarna, er hann að draga smurolíu inn í brunahólfin í gegnum túrbínuna eða eitthvað slíkt?
Gæti vélin verið í lagi úr því mér tókst að drepa strax á honum?
Það var nýlega búið að segja mér að trúlega væri þetta bara stíflaður hvarfakútur og mér bent á að setja á hann Bell-Add og keyra hann upp í hita í smátíma. Er farinn að efast mikið um þá ákvörðun :/
Er með Grand Vitara 1,9 diesel árg 2009. Málið er að í gær fór að koma svakalega mikill og ljós mökkur úr pústinu á honum. Hann hefur aldrei hitnað óeðlilega og kælivatn er eðlilegt ásamt smurolíu. Þó fannst mér smurolían vera örlítið gráleit á honum en gæti verið ímyndun. Svo fljótlega þegar hann hitnaði aðeins meira þá kviknaði gult ljós í mælaborðinu
Svo í dag þá ágerðist hljóðið í túrbínunni og fór að vera mjög slæmt, aftur mikill reykur úr pústinu, svo kom ljósið aftur, steinhætti að reykja,
túrbínuhljóðið hætti líkt og í gær og varð kraftlaus. Svo fljótlega tók hann yfir og var farinn að æða upp á yfirsnúning. Ég náði að kæfa á honum mjög fljótt eða eftir nokkrar sekúndur. Hann var varla kominn á rauða svæðið á snúningshraðamælinum þegar ég drap á honum.
Hvað gæti verið í gangi þarna, er hann að draga smurolíu inn í brunahólfin í gegnum túrbínuna eða eitthvað slíkt?
Gæti vélin verið í lagi úr því mér tókst að drepa strax á honum?
Það var nýlega búið að segja mér að trúlega væri þetta bara stíflaður hvarfakútur og mér bent á að setja á hann Bell-Add og keyra hann upp í hita í smátíma. Er farinn að efast mikið um þá ákvörðun :/