Síða 1 af 1
Glóðarkerti !!
Posted: 03.jan 2018, 00:54
frá eddi ola
Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár. Hvaða glóðarkerti eru menn að mæla með í Trooper 3,0 tdi 2002 ? Þá er eg að tala um endingu og áreiðanleika. Keypti japönsk kerti í hann fyrir 8 mánuðum síðan og eru þau líklega öll ónýt núna, töluvert start og mikið aflleysi fyrst eftir að hann er kominn í gang. KV Eggert.
Re: Glóðarkerti !!
Posted: 04.jan 2018, 23:53
frá eddi ola
Enginn ? Veit að þessar velar eru bestu vélarnar til að gera menn gráhærða og þurfa að bryðja 60gr af róandi og þamba eina wiskyflösku með á dag til að umbera þær. :-D :-D
Re: Glóðarkerti !!
Posted: 05.jan 2018, 08:17
frá Járni
Þú segir japönsk kerti, hvar keyptir þú þau?
Annars er átta mánaða ending mjög léleg, það er spurning hvort það sé ekki eitthvað annað að, t.d. að þau logi of lengi?
Re: Glóðarkerti !!
Posted: 08.jan 2018, 17:28
frá eddi ola
fékk þau í bítlanaust. Er búinn að ath hitunartímann með voltmæli og það er í lagi með hann.