Síða 1 af 1
Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 17:11
frá Lindi
Sælir félagar
Til stendur að smíða eitt stikki jeppa kerru.
Erum í pælingum með hjólabúnaðinn.
Við tímum ekki að kaupa nöfin (eða hvað þetta er kallað) dýrum dómi. Hvernig hafiði verið að leisa þessi mál ?
Ég var að gæla við að fá mér bara prófíl sjóða plötu á endan og bolta nöfin á.
Ef einhver getur veitt mér smá ráðleggingar um tildæmis hvaða nöf eru sniðug o.s.f væri það vel þegið.
Ps og ef einhver á svoleiði fyrir lítið þá ...........
Re: Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 18:20
frá HHafdal
Nöf úr gömlum Landrover eru með því betra sem þú færð
Re: Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 19:22
frá jeepcj7
Ég myndi mæla með pajero eða hi lux nöfum til að fá 6 gata felgur alveg þrælalgengt og fæst örugglega á góðu verði víða.
Re: Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 20:02
frá Polarbear
ég smíðaði mér öxul undir kerrurnar mínar sjálfur, notaði hjólnöf og nafstúta undan 70 krúser. Þetta hefur ríghaldið og virkar fínt, ég prófaði nýtt system, framvísandi þríhyrning með þverstýfu og þetta gefur mjög góða raun undir kerru allavega, þvingunarlaus og skemmtileg fjöðrun sem hefur ekki klikkað á mig hingað til.
Ég valdi 70 krúser hjólnöfin til að vera með 6gata felgudeilingu eins og bíllinn minn er með og smíðaði öxlana þannig að dekk kerrunar falla 100% ofaní förin eftir bílinn. það þýðir að vísu annaðhvort hjólskálar í kerruna eða mjóa kerru, en hún verður líka mun auðveldari í drætti í snjó..
ég er búinn að fara útum allar trissur með litlu jeppakerruna mína alveg drekkhlaðna og þetta er algerlega til friðs þar.
það sem þarf að passa er að þegar þú sýður plattana fyrir hjólnöfin er að þetta sé nákvæmlega í 90° bæði lárétt og lóðrétt því annars er "hjólastillingin" röng og dekkin misslitna. Best er að láta sjóða þetta fyrir sig í bekk, t.d. hjá Renniverkstæði Ægis eða öðrum sambærilegum aðilum.
getur séð þetta system hjá mér í hjólhýsaþræðinum,
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=28&t=126kv.,
Lalli
Re: Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 21:39
frá ellisnorra
Mæli með þríhyrningnum hjá Lalla, hann er mjög góður. Pabbi setti svona undir tjaldvagninn sinn ásamt loftpúðum síðasta vor og þetta er alveg frábært kerrukerfi.
Re: Kerru smíði
Posted: 16.feb 2011, 23:55
frá birgthor
Mæli líka frekar með röri heldur en prófíl, þolir dreifðara álag.
Re: Kerru smíði
Posted: 17.feb 2011, 12:55
frá Musso38
Mæli með nöfum úr musso kosta lítið og eru góð sex gata nöf
Re: Kerru smíði
Posted: 17.feb 2011, 14:17
frá Tómas Þröstur
Frekar en að hafa rörið fast og mæla afstöðu á nafinu sjálfu þá er hægt að festa nafið í skrúfstykki og snúa svo rörinu eftir að hafa lauspunktað og mæla kastið á "hinum" endanum. Lengdin á rörinu margfaldar nákvæmina. Sparar renniverkstæðisvinnu en þessu aðferð virkar varla á prófíljárn heldur bara rör. Vona að þetta skiljist.
Re: Kerru smíði
Posted: 17.feb 2011, 23:25
frá Stebbi
Musso38 wrote:Mæli með nöfum úr musso kosta lítið og eru góð sex gata nöf
Eru ekki lokaðar legur á Musso? Hilux og Pajero eru með 2 kónískar keflalegur sem endast endalaust undir kerru og það hægt að herða uppá ef að það verður vart við slit.