Síða 1 af 1

IPAD - GPS

Posted: 02.des 2017, 17:09
frá Jonasj
Eru einhverjir spjallverjar að nota IPAD til að keyra eftir um hálendið? Ef svo er hvaða kortagrunn og forrit er hægt að nota í þessum tilgangi?
Eða er einfaldara að nota Android og þá hvaða forrit?

Re: IPAD - GPS

Posted: 03.des 2017, 09:44
frá jongud
Jonasj wrote:Eru einhverjir spjallverjar að nota IPAD til að keyra eftir um hálendið? Ef svo er hvaða kortagrunn og forrit er hægt að nota í þessum tilgangi?
Eða er einfaldara að nota Android og þá hvaða forrit?


Það eru nokkrir hérna á spjallinu að nota Android spjöld, Oruxmaps forritið og kort frá Gpsmap.is

Re: IPAD - GPS

Posted: 03.des 2017, 11:59
frá thordur9
Ég skoðaði þetta með Ipad um daginn og mig minnir að það hafi reynst þrautinni þyngra að finna forrit sem virkaði með kortunum frá gpsmap.is svo ég endaði á android vél með Orux maps og virkar mjög vel.

Re: IPAD - GPS

Posted: 03.des 2017, 13:07
frá reyktour
Synd að það sé ekk komin nein góð lausn fyrir epplið.
Væri snild að geta nýtt tækin sín í þetta líka.

Re: IPAD - GPS

Posted: 30.des 2017, 12:44
frá Sindri G
Veit einhver hvernig kortin frá Garmin búðinni eru að koma út í spjaldtőlvum?
Þau eru tőluvert ódýrari og vinna í PC og Apple samkvæmt heimasíðunni hjá þeim.
En spurningin til ykkar sem hafið skoðað þetta mál, hvaða lausn er með bestu kortin, auðveldast að vinna með og áreiðanlegust.

Re: IPAD - GPS

Posted: 05.jan 2018, 21:11
frá ARG22
Sælir spjallarar Vitið þið hvort þetta Oruxmaps forrit virkar í öllum android tækjum með GPS? var að fá mér svona fjölútvarp í jeppan með GPS meðal annars og væri snilld að hlaða niður í það gögn til að nota í meira en bæjar og borgarferðir

Re: IPAD - GPS

Posted: 06.jan 2018, 09:48
frá jongud
ARG22 wrote:Sælir spjallarar Vitið þið hvort þetta Oruxmaps forrit virkar í öllum android tækjum með GPS? var að fá mér svona fjölútvarp í jeppan með GPS meðal annars og væri snilld að hlaða niður í það gögn til að nota í meira en bæjar og borgarferðir


Ég held að það ætti að geta virkað á öllum android tækjum, hef ekki heyrt um neitt vesen.

Re: IPAD - GPS

Posted: 13.jan 2018, 10:35
frá LML
Jonasj wrote:Eru einhverjir spjallverjar að nota IPAD til að keyra eftir um hálendið? Ef svo er hvaða kortagrunn og forrit er hægt að nota í þessum tilgangi?
Eða er einfaldara að nota Android og þá hvaða forrit?



Ég er búinn að lesa nokkur innlegg hérna á þessu spjalli og flestir virðast kjósa Android spjaldtölvur til að nota sem leiðsögutæki. Mig langar hins vegar að kanna það hvort ekki sé hægt að nota Ipad. Skv. iskort.is er til app sem heitir Avensa Maps sem til er í bæði appstore fyrir ipad og playstore fyrir Android tæki.

Mig langar nefnilega að prófa þetta setup. Ipad + iskort.is + annað hvort Garmin GLO Portable GPS and GLONASS Receiver eða Dual Electronics XGPS150A

https://www.amazon.com/s/ref=nb_sb_ss_i ... 2I3P1GMO8V

https://www.amazon.com/dp/B006M49G80/_e ... F49D&psc=1

og svo þessi standur sem er að fá fáránlega góða dóma

https://www.amazon.com/dp/B00NIVGNE0/_e ... F49D&psc=0

Að lokum langar mig að spyrja hvaða kortum þið mælið með? Eru einhver betri en önnur?

Er kannski best að vera með kort frá GPSmap.is eða iskort.is eða jafnvel kortin frá Garmin og þá í hvaða upplausn? Hvað finnst ykkur koma best út? Átta mig á því að ekki öll þessi kort munu virka í ipad en langar að vita hvort þessi iskort geti það.

Re: IPAD - GPS

Posted: 14.jan 2018, 22:07
frá helgierl
Er með kort frá Ískort keypt gegnum Avenza maps. Á Samsung spjaldtölvu. Ekki verið að trakka eða vinna með ferla þannig að ég get ekki kommentað á hvernig það virkar en kortin eru frábær. Keypti pakka með 8 landshlutakortum, mjög nákvæm. Ýmiskonar kort í boði á Avenza maps m.a gömul kort. Áhugavert fyrir kortanörda....