Kerfishrun 2.0

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Kerfishrun 2.0

Postfrá Járni » 23.nóv 2017, 12:09

Gagnagrunninum var rúllað aftur til baka eftir eitthvað klúður. Síðan lá sumsé niðri í um viku, kom aftur í hálfan dag og datt enn aftur út. Þeir póstar sem urðu til í millitíðinni hurfu.

Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu veseni, en 1984.is sem hýsa vefinn fyrir okkur hafa staðið í ströngu síðustu daga.

Vonandi er þetta bara komið núna!


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá jongud » 24.nóv 2017, 08:07

Greinilegt að notendur síðunnar hafa beðið í ofvæni, nú hrúgast póstarnir inn.

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá Járni » 24.nóv 2017, 08:36

Það er agallega gott að sjá!

Það er mikilvægt að viðhalda öðrum síðum á netinu en bévítans fasbókinni.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá íbbi » 24.nóv 2017, 20:34

þetta hlýtur að vera eitthvað mesta kerfishrun í "tölvusöguni" hérna heima
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá Járni » 24.nóv 2017, 22:22

Já, eflaust! Það verður forvitnileft að heyra nákvæma skýringu á málinu, ef þeir komast að því og kjósa að deila því með okkur.

Maður er á báðum áttum með framhaldið, varðandi hýsingu. Tveir punktar fylgjandi því að vera áfram hjá 1984.

- Þeir hljóta að hafa hlutina í betra standi úr þessu.
- Vantar nennu að gera eitthvað í færslu
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá Sævar Örn » 25.nóv 2017, 13:07

ég hef verið hjá þessum um árabil ódýrt og 100% þjónusta allan sólarhringinn allt árið, öflugt backup kerfi og niðritími sem hefur verið tilkynnt um hefur í mestu verið einhverjar sekúndur.

en maður er ekki að styðja við Íslenskt með því!

http://top11hosting.com/mochahost-review/


1984 hafa engra kosta völ, þeir verða að komast til botns í málinu og skýra frá

eftir því sem mér skilst eru margar vefsíður sem þeir þjónustuðu horfnar fyrir fullt og allt og óafturkræfar, oft vegna þess að eigendur þeirra voru ekki nógu vel upplýstir um að þurfa að taka handvirk öryggisafrit sjálfir?

Eins orsakar svona langur niðritími mikinn tekjumissi fyrir mörg fyrirtæki, kannski ekki síst verslanir sem eingöngu eru netverslanir, jú eða vefsíður með bókunar og pöntunarkerfi.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Kerfishrun 2.0

Postfrá jongud » 26.nóv 2017, 16:15

Sævar Örn wrote:...
eftir því sem mér skilst eru margar vefsíður sem þeir þjónustuðu horfnar fyrir fullt og allt og óafturkræfar, oft vegna þess að eigendur þeirra voru ekki nógu vel upplýstir um að þurfa að taka handvirk öryggisafrit sjálfir?

Eins orsakar svona langur niðritími mikinn tekjumissi fyrir mörg fyrirtæki, kannski ekki síst verslanir sem eingöngu eru netverslanir, jú eða vefsíður með bókunar og pöntunarkerfi.


Ekki horfnar fyrir fullt og allt, þær ættu að vera til inni á vefsafn.is.
Að auki gæti jafnvel verið hægt að afrita vefsíðurnar þaðan.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur