Hilux framhásing
Posted: 11.nóv 2017, 23:52
frá almar
Smá pæling. Hefur einhver hér sett framhásingu undir Hilux klafa bíl og á einhverjar myndir af ferlinu og góð ráð? Er ekki að fara í einhverja 44 " breytingu heldur max 38.
Re: Hilux framhásing
Posted: 12.nóv 2017, 10:32
frá jongud
Hérna er eitt albúm með myndum, veit ekkert annað um það nema hvað sá sem setti það inn heitir Sigurþór.
http://old.f4x4.is/myndasvaedi/rorun-a-hilux/
Re: Hilux framhásing
Posted: 12.nóv 2017, 23:00
frá Startarinn
Hér eru nokkrar myndir frá minni breytingu:
https://www.facebook.com/NOGPWR/media_set?set=a.1096439744635.15489.1635848940&type=3Þér er velkomið að koma með spurningar.
Hásingin og stífur eru undan LC70
Efri gormaskálar úr patrol, og gormar eru aftur gormar úr LC90
Ég uppfærði seinna bremsurnar, notaði klafa bremsudælurnar með diskum úr LC60, það er plug and play og þarft ekki millilegg milli disks og nafs
Re: Hilux framhásing
Posted: 13.nóv 2017, 11:46
frá aae
Startarinn wrote:
Ég uppfærði seinna bremsurnar, notaði klafa bremsudælurnar með diskum úr LC60, það er plug and play og þarft ekki millilegg milli disks og nafs
Notaðirðu þá nafið af klafadótinu líka? Eru þetta loftaðir diskar úr LC60 eða gegnheilir?
Re: Hilux framhásing
Posted: 28.nóv 2017, 11:57
frá Startarinn
Fyrirgefðu hvað ég svara seint, ég bara tók ekki eftir þessu
En nei, ég notaði LC 70 nafið og setti millilegg af ebay utaná, þau eru boltuð á nafið og felgurnar svo á millileggið.
Þetta eru loftaðir diskar.
En þetta sést líka allt í Facebook myndaalbúminu