38" AT??setja á felgu????


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

38" AT??setja á felgu????

Postfrá sukkaturbo » 06.nóv 2017, 18:20

Jamm sælir félagar einn af mínum elstu og bestu vinum spurði mig hvort ég gæti sett nýju AT 38" dekkin sem hann var að eignast á 12" breiðar felgur fyrir sig hér í Himnaríki. Áður en ég gef svar við því þá langar mig að spyrja ykkur félagana. Hef heyrt að það sé ekki alveg þrauta laust.En er það rétt að það sé mikið mál að koma þeim á felgurnar og lofti í þau??Það hefur verið auðvelt með aðrar tegundir og sortir.....
olafur f johannsson
Innlegg: 702
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá olafur f johannsson » 06.nóv 2017, 19:27

Smyrja dekkin vel og EKKI setja meira loft en 25psi til að fá þau til að setjast á, Og svo er ekki gott að hafa mikinn kant á felgunum
Toyota Yaris GRMN 2018


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá sukkaturbo » 06.nóv 2017, 19:52

Jamm takk fyrir þetta duga 25 psi til að koma þeimm upp á? Var búinn að heyra einhverjar hryllingssögur allt að 60 PSI

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1770
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá Sævar Örn » 06.nóv 2017, 22:58

Mér þykir ekki skrítið að hætta stafi af, og að eitthvað gefi sig ef menn eru að fara nærri upp í tvöfaldan uppgefinn hámarksþrýsting frá framleiðanda, sem er á þessu dekki 35 psi.

Mín smullu á við c.a. 22psi vel smurt en þó er valsaður kantur á felgunum og yfirborðið er hrjúft þar sem dekkið situr.

Ef þetta gengur ekki við svo lágan þrýsting þá er hægt að hætta við og reyna eitthvað annað, aldrei fara í einhverja ævintýramennsku með svona dekk það getur orðið vont slys þessi dekk eru þokkalega kraftmikil, svo er alger óþarfi að teygja strigalögin í þeim með einhverjum ofþrýstiæfingum.

Láttu reyna á þetta vinur en haltu þig innan 30psi eins og fram hefur komið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olafur f johannsson
Innlegg: 702
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá olafur f johannsson » 06.nóv 2017, 23:49

Veit um svona dekk sem sprak í og var ónýtt við 40psi en þau dekk sem ég ef græjað hafa farið á í kringum 20-25psi og ver smurð
Toyota Yaris GRMN 2018


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá sukkaturbo » 07.nóv 2017, 08:09

Jamm drengir fer ekki ofar en 25 psi næ því með munn við munn aðferðinni og takk fyrir,gef skýrslu um árangur kveðja að norðan.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá villi58 » 07.nóv 2017, 08:22

Stutt síðan ég setti AT á 14" breyðar felgur og það var aðeins erfiðar en að setja gamla vel tuskaðan Mudder á felgur.
Er með 25 ltr. kút með 1 1/4" krana og stút til að þruma í dekkin, best að dekkið nái að þétta að neðan og svo þruma með kútnum.
Felgur með ásoðnum kanti beggja vegna og 25 psi. dugði.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1057
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá gislisveri » 07.nóv 2017, 09:38

Sæll Guðni, hérna er notað trix þegar AT dekkin eru treg upp á kantinn, það er að setja 25-30psi í dekkið, leggja það svo á gólfið og láta heitt vatn leka yfir það. Það getur tekið upp undir klukkutíma fyrir það að smella upp á, en þá er engin hætta á að skemma dekkið með of miklum þrýstingi. Gott er að nota tækifærið og skella sér í steypibað þegar dekkið ratar á kantinn.
Að sjálfsögðu nota vel af smuri.

Kv.
Gísli.


villi58
Innlegg: 2122
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá villi58 » 07.nóv 2017, 11:07

Ég hef bara notað uppþvottalög á dekkin blandaður með vatni, vil ekki nota gulu drulluna sem ég hef séð hjá sumum, minni líkur á að affelga með sápunni því hún þornar og eyðist á stuttum tíma.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 868
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: 38" AT??setja á felgu????

Postfrá Polarbear » 07.nóv 2017, 22:26

kanski ekki fyrir alla, en ég hef notað kítti sem "smur" við að setja dekk á felgur. auka kosturinn er sá að það er erfiðara að affelga og hættan á að það komi leki milli felgubrúnar og dekks minnkar. vera bara spar á kíttið, það þarf ekkert voða mikið, bara rönd á réttan stað og þetta smellur uppá og situr svo grillfast eftir að kíttið þornar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir