Síða 1 af 1
120 Cruser
Posted: 30.okt 2017, 12:51
frá sukkaturbo
Sælir félagar verslaði mér konubíl 120 ruser árgerð 2003 ekinn 260.000km fínan bíl.Í morgun haði konan orð á því að hann væri þyngri í stýri í dag en hann var í gær.Ég fann varla fyrir breitingu enda vanur að hafa þungt stýri í höndunum og mér finnst allt létt. Mældi í dekkum þar var allt rétt skoðaði vökvamagn og var það í lagi en vökvi farinn að dökkna og ekki góð lykt af honum en sæmilegt bragð.Mér virðist vökvastýrisdælan ver drifin af einhverju öðru en reyminni. Er einhver þekkt bilun í vökastýrinu á þessum bílum eða vélum sem þið vitið um og lýsir sér þannig að stýrið þyngist smávegis
Re: 120 Cruser
Posted: 30.okt 2017, 13:26
frá Járni
Ég þekki ekki hvort það sé eitthvað sem veldur sérstaklega í þessum bílum, en þú skal endilega endurnýja vökvan.
Re: 120 Cruser
Posted: 30.okt 2017, 15:54
frá sukkaturbo
Jamm takk Gísli að svara mér en er nægilet að soga bara upp úr boxinu eða er einhver önnur aðferð. Hvað segja Toyota menn
Re: 120 Cruser
Posted: 30.okt 2017, 17:37
frá sukkaturbo
Jamm eitt sem ég fékk að vita og vil deila með ykkur kanski tileigin nota síðar hver veit??Það er að hjöruliðurinn sem er við snekkjuna á það til að stirðna og valda stífleika. Mælt er með að skipta um hann. Ætla að reyna að liðka minn upp á morgun með WD-40 og hamri og sjá hvað gerist annars skipti ég um hann ef hann er til og ekki þarf að skipta um allan framendan eða bíl
Re: 120 Cruser
Posted: 30.okt 2017, 23:48
frá grimur
Eiginlega bara vit í að skipta um þennan hjörulið ef það er eitthvað farið að slá í hann. Þekki dæmi um svona lið sem átti ekkert annað eftir en að fara í sundur. Þetta er svona nokkurn veginn það síðasta sem maður vill hafa eitthvað tæpt.
Kv
Grímur
Re: 120 Cruser
Posted: 31.okt 2017, 07:19
frá sukkaturbo
Jamm geri það Grímur sammála því
Re: 120 Cruser
Posted: 01.nóv 2017, 16:56
frá íbbi
er búinn að skipta um kross í stýrisstöng á 2 jeppum að undanförnu, báðir voru ferlega þungir í stýri, en maður getur oft spottað út ef um þetta er að ræða að þá verður stýrið áberandi þyngra einhvern part úr hringnum, en ekki allann hringinn