Skráning fornbíla


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Skráning fornbíla

Postfrá TDK » 27.okt 2017, 17:52

Sælir jeppamenn
Hugsa að þetta sé eitthvað sem einhverjir hérna vita. Núna er ég með '92 módel af bíl og er að velta fyrir mér að skrá hann sem fornbíl.
Hvernig ber ég mig að við svoleiðis? Og eru einhver önnur skilyrði en aldur bílsins svosem akstur eða álíka.




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Skráning fornbíla

Postfrá sukkaturbo » 27.okt 2017, 18:11

Jamm sæll það sem ég hef gert er að fylla út eyðublað sem þú færð á síðu Samgöngustofu og senda það svo til þeirra eða fara með það og borga 500 kall.Við 25 ára aldur falla niður bifreiðagjöldin og möguleiki verður á allt að tveggja ára skoðun í senn en þó eitt ár fyrsta árið og síðan til tveggja ára eftir það.Tryggingafélög eru orðin ansi neikvæð um lækknu trygginga sem einhverju nemur nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svo sem lítil akstur og notkun sé svo til engin

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skráning fornbíla

Postfrá Startarinn » 27.okt 2017, 21:17

Eftir að þú skráir hann sem fornbíl verða skoðunar árin odda tala eða slétt tala eftir því hvort bíllinn var nýskráður á sléttri eða oddatölu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Hailtaxi
Innlegg: 51
Skráður: 25.apr 2013, 15:36
Fullt nafn: Sigurður Páll Behrend
Bíltegund: Isuzu Trooper, 1987

Re: Skráning fornbíla

Postfrá Hailtaxi » 30.okt 2017, 08:51

Eins og þetta var útlagt fyrir mér þegar ég skráði minn bíl sem fornbíl þá var það skráningardagurinn sem gilti varðandi aldur. Þeas ég gat ekki sótt um fornbílaskráninguna fyrr en hann var orðinn 25 ára miðað við skráningardag.

Bifreiðagjöld eru sjálfkrafa felld niður ef farartækið er orðið 25 ára eða eldra í upphafi gjaldárs.

Þú þarft hins vegar að sækja sérstaklega um að fá bílinn skráðann sem fornbíl og þá fyrst færðu að skoða hann annað hvert ár.
Og eins og Addi bendir á þá fer aftasta talan þá að segja til um hvort þú skoðar hann á oddatölu ári eða sléttutölu, og það þarf að koma með farartækið til skoðunar fyrir 1. október á skoðunarári.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skráning fornbíla

Postfrá Startarinn » 30.okt 2017, 22:09

Já ég þurfti að bíða nokkrar vikur þegar ég skráði hjólið sem fornhjól, því það voru ekki kominn 25 ár frá nýskráningardagsetnngu, það er dagsetningin en ekki árið sem gildir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Skráning fornbíla

Postfrá baldvine » 30.okt 2017, 23:13

Hvernig er það þá með það sem flutt er inn notað?

Hlýtur ekki að vera hægt að skrá bíla sem fornbíla miðað við smíðaár, þó þeir hafi verið fluttir inn og nýskráðir seinna?

User avatar

Heidar
Innlegg: 50
Skráður: 03.jan 2015, 21:45
Fullt nafn: Heiðar Kristóbertsson
Bíltegund: Nissan

Re: Skráning fornbíla

Postfrá Heidar » 30.okt 2017, 23:44

Minn er 1983 árgerð, fluttur inn 1994 og skráður þá. Hann er fornbíll.
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Skráning fornbíla

Postfrá TDK » 08.nóv 2017, 17:07

Takk fyrir upplýsingarnar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir