Síða 1 af 1
LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 02.okt 2017, 14:28
frá Höfuðpaurinn
Sælir meistarar, það hafðist loksins að brjóta framdrifið í bílnum og þá byrja vangavelturnar:
- Fá notað drif
- Laga drifið
- Dana 50
Það sem er svona að veltast um í hausnum á mér í augnablikinu er eftirfarandi:
- Notað drif er náttúrulega bara að rífa úr og skella saman aftur, er ekki hætta á að notað drif sé orðið þreytt og ég verði á sama stað í næstu ferð?
- Laga drifið er náttúrulega bara úr og í, en ég þarf að fá varahluti og einhvern til að græja það. Þarf svo ekki að stilla inn drifið, hvað felur það í sér? Er hægt að setja eitthvað sterkara í orginalinn? Hvar er hagstæðast að versla partana o.s.frv.
- Dana 50, er það bara úr með gamla og í með nýja, eða þarf líka nýja öxla og jafnvel eitthvað meira? Hvaðan á að kaupa o.s.frv.
Hvar er næsti veiki hlekkur ef það kemur aukinn styrkur í drifið, verður millikassinn næstur, mér líður a.m.k. betur með að þurfa að koma afturdrifnum bíl niður af fjalli heldur en driflausum.
Eru þið til í að ausa úr ykkar viskubrunni um kosti, galla og allt mögulegt sem þarf að hafa í huga, ekki verra ef menn hafa einhver tölur um kostnað líka til að gefa manni hugmynd.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 02.okt 2017, 14:41
frá jongud
Hvaða dekkjastærð eru að nota undir hann?
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 02.okt 2017, 16:25
frá Höfuðpaurinn
Hann er brúkaður á 35-38"
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 02.okt 2017, 19:50
frá bjornod
Sæll,
Ég á drif handa þér ;)
BO
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 02.okt 2017, 21:53
frá ARG22
Væri gjarna til í að fá svör eins og Höfuðpaurinn. Mér var tjáð að dana 50 framköggull frá Ljónastöðum (sem er bara dana 50 hásing sem búið er að breyta í passandi miðju í stað originalsins) kosti einhver 700Þ.
Originalinn er auðvitað revers kúla sem er þá frekar veikur búnaður en þetta hefur þó endst ótrúlega vel hjá mörgum ef þeir bara eru meðvitaðir um
hversu veikur hann er.
Mér fannst einhvern veginn þegar ég var að pæla í þessu í fyrra að sennilega væri sterkur leikur að fá patrol framhásingu (guðlast) með lokuð liðhús og er nokkuð sterk í stað originals (líka sterkari en er í 80 cruiser) og nota svo spasera til þess að breyta gatadeilingu annað hvort að aftan eða framan (hægt að fá á netinu fyrir lítið).
Veit svo sem ekki hvort er hægt að fá sömu hlutföll og Toyota er með en það er töluvert til af Patrol hásingum.
En sem komið er hef ég ekki fordóma milli þessara tegunda og því er ég bara að skoða hlutina með opnum hug ;)
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 03.okt 2017, 08:25
frá jongud
Er þetta ekki sama 8-tommu drifið og að framan í Tacomu?
Það er verið að nota það hiklaust á 44-tommum og ekki heyrir maður mikið um brotin drif.
Ég myndi íhuga alvarlega að redda öðru original drifi.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 04.okt 2017, 09:41
frá ARG22
Hvað er Tacoma þung að framan? LC 100 er 2,6 tonn original og er þyngstur að framan. Auðvitað fer þetta alveg eftir því hvernig menn og konur eru að keyra og kítla pinnan sinn :P
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 04.okt 2017, 10:53
frá bjornod
jongud wrote:Er þetta ekki sama 8-tommu drifið og að framan í Tacomu?
Það er verið að nota það hiklaust á 44-tommum og ekki heyrir maður mikið um brotin drif.
Ég myndi íhuga alvarlega að redda öðru original drifi.
Það er mjög algengt að Tacomurnar séu komnar með 9.5" drif úr LC.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 04.okt 2017, 11:40
frá Þorri
Það er mjög algengt að Tacomurnar séu komnar með 9.5" drif úr LC.
Það er að aftan
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 04.okt 2017, 16:13
frá Kiddi
Þetta er ekki sama drifið og í Tacoma/LC120/LC150/Hilux sem eru með drifið bílstjóramegin.
LC100 er með drifið farþegamegin. Hlutföll og annað gengur heldur ekki á milli.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 05.okt 2017, 08:21
frá jongud
Kiddi wrote:Þetta er ekki sama drifið og í Tacoma/LC120/LC150/Hilux sem eru með drifið bílstjóramegin.
LC100 er með drifið farþegamegin. Hlutföll og annað gengur heldur ekki á milli.
Já, sé það núna þegar ég fletti upp í listanum yfir læsingar hjá ARB.
Þetta er að vísu 8-tommu kambur og sami sverleiki á öxlum (33mm 30-rillu). En er þetta drif í 100 Cruiser með háum pinjón?
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 06.okt 2017, 09:17
frá Kiddi
jongud wrote:Kiddi wrote:Þetta er ekki sama drifið og í Tacoma/LC120/LC150/Hilux sem eru með drifið bílstjóramegin.
LC100 er með drifið farþegamegin. Hlutföll og annað gengur heldur ekki á milli.
Já, sé það núna þegar ég fletti upp í listanum yfir læsingar hjá ARB.
Þetta er að vísu 8-tommu kambur og sami sverleiki á öxlum (33mm 30-rillu). En er þetta drif í 100 Cruiser með háum pinjón?
Já. Það er í raun sama drifið og í LC80. Yngra 8" clamshell drifið er síðan í rauninni ekkert skilt þessu drifi nema þá rillufjöldinn á öxlunum.
En upphaflega spurningin - hvað entist drifið lengi?
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 08.okt 2017, 10:39
frá Höfuðpaurinn
Kiddi wrote:En upphaflega spurningin - hvað entist drifið lengi?
Man nú ekki hvað stendur á mælinum, en það er einhversstaðar í kringum 250 þús km.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 08.okt 2017, 15:04
frá Kiddi
Höfuðpaurinn wrote:Kiddi wrote:En upphaflega spurningin - hvað entist drifið lengi?
Man nú ekki hvað stendur á mælinum, en það er einhversstaðar í kringum 250 þús km.
Það er nú bara býsna góð ending. Ég myndi setja annað eins í.
Re: LC100 Dana 50 eður ei?
Posted: 08.okt 2017, 16:16
frá svarti sambo
Höfuðpaurinn wrote:Man nú ekki hvað stendur á mælinum, en það er einhversstaðar í kringum 250 þús km.
Það þarf nú ekki að hræðast þá endingu. Það er ekkert eilíft.