Síða 1 af 1

35" dekk

Posted: 21.sep 2017, 13:27
frá Cruser
Sælir félagar
Ég er að forvitnast fyrir félaga minn um 35" dekk fyrir 15" felgur. Ekkert endilega þau ódýrustu, en væri gaman að fá að vita einhverjar reynslusögur og hverju þið mælið með.

Kv Bjarki

Re: 35" dekk

Posted: 21.sep 2017, 15:46
frá jongud
Er búinn að vera á 35-tommu Toyo at á Land Cruiser 90 í tæp 3 ár. Fín keyrsludekk en ekkert skemmtileg á úrhleyptu í snjó.

Re: 35" dekk

Posted: 21.sep 2017, 19:11
frá íbbi
Hef alltaf verið ánægður með toyo,

Ég var að kaupa mastercraft cxt, hef ekki prufað þau ennþá, en hlakkar til

Re: 35" dekk

Posted: 23.sep 2017, 18:13
frá Axel Jóhann
www.tyresdirect.com var að versla þaðan Cooper Discoverer stt pro 35x12.50R15 á 129.600 4 stk. :D

Re: 35" dekk

Posted: 24.sep 2017, 15:36
frá helgierl
Þetta er gott verð á þessum Cooper dekkjum... Er góð reynsla af þeim hér t.d. í snjó og úrhleypingum? Ég er einmitt að leita að 35" undir gamlan hilux.