Lexus RX400H árgerðir í sölu


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá dms » 17.sep 2017, 16:23

Ég er að leita mér að Lexus RX400 hybrid jeppling. Ætlaði mér að skoða árgerðir svona cirka 2009-2011 en virðist ekki finna neina á sölu hér á landi.

Finn bara bíla frá 2006-2008 og svo frá 2012-2016 í sölu, ætli það sé bara tilviljun eða voru þessar árgerðir ekkert í sölu hér á landi?

Einhver hér inni sem hefur reynslu af þessum bílum? Hvernig þeir eru að endast komnir á þennan aldur, eyðslutölur og hversu vel rafhlaðan er að koma út eftir þennan tíma?




Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá Rodeo » 18.sep 2017, 06:54

Ég er með 2013 Highlander hybrid sem er að koma mjög vel út, held að það sé sami vélbúnaður og lexusnum. Skipti honum út fyrir 2006 explorer, highlanderinn er heldur stærri, báðir taka 7 farþega og draga kerru en eyðslan minnkaði um meira en helming. Stór kröftug bensín vél keyrir framjólin en svo kemur hybrid drifið inn að aftan og gefur manni ígildi fjórhjóladrifs, auðvitað enginn torfæru jeppi en dugar vel í snjó, hálku og kulda. Bensín mótorinn drepur sjálkrafa á sér á ljósum, tekur svo af stað á rafmótornum og bensínvélin er sjálfkrafa ræst þegar hann er kominn í dáldinn hraða eða gefið kröftuglega inn, sömuleiðis drepið á bensínvélinn í hvert sinn sem hann fer niður brekku eða lítið mæðir á. Mjög lipurt kerfi og það er ekki nema maður sé að hlusta grant að maður tekur eftir því hvort vélin er í gangi svo lipurlega er skipt á milli. Eyðslan er tæpir 8l í lankeyrslu rúmir 8 innanbæjar ekki mikill munur þar.

Ekkert að rafhlöðunni í þessum, keyrður rétt tæp 100þús km og ekki heldur í prius sem við eigum líka 2008 módel keyrður 200þús km
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá Járni » 18.sep 2017, 07:42

Og þetta með árgerðirnar á við um langflestar tegundir :-)
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
dms
Innlegg: 13
Skráður: 20.feb 2012, 23:48
Fullt nafn: Daði M.

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá dms » 18.sep 2017, 08:52

Takk fyrir svarið Járni. Er mikið að velta því fyrir mér að skella mér á eitt stykki og nota fyrir familyuna.

Ætli þetta með árgerðirnar í sölu sé þá bara út af ártalinu, lítið selt af þeim fljótlega eftir hrun :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá Járni » 18.sep 2017, 12:26

dms wrote:Takk fyrir svarið Járni. Er mikið að velta því fyrir mér að skella mér á eitt stykki og nota fyrir familyuna.

Ætli þetta með árgerðirnar í sölu sé þá bara út af ártalinu, lítið selt af þeim fljótlega eftir hrun :)


Að öllum líkindum já :)
Land Rover Defender 130 38"


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá Navigatoramadeus » 19.sep 2017, 21:19

Raflöðurnar hafa verið (og eiga að) að endast út fyrstu prius bílana sem komu á markað 1999.
Toyota kerfin halda rafhlöðunum í kringum 50-70% hleðslu sem fer miklu betur með þær heldur en að vera að fullhlaða og tæma 100%-0%-100% sem fer illa með flestar rafhlöður.

Ef þú keyrir skynsamlega er þetta umtalsverður eldsneytissparnaður mv hefðbundna benzínbíla og jafnvel dieselbíla.

Lítið að hrjá RX bílana, ef eitthvað má nefna afturbremsur og hjólalegur.

Var aðeins á einum 400h í sumar, ca 8l/100km innanbæjar.
Það var lítið ekinn 2009 bíll, hefði átt að takann.


streykir
Innlegg: 131
Skráður: 05.maí 2010, 15:34
Fullt nafn: Ólafur Þórisson
Bíltegund: LC90

Re: Lexus RX400H árgerðir í sölu

Postfrá streykir » 20.sep 2017, 22:39

Passaðu að skoða vel hvort raki sé undir loki í skotti, sumir hafa verið að leka með samskeytum á/við afturhlera, kostnaður við að laga það er ca 150 þ.kr í umboðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 17 gestir