Blöndungsfræðingar

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Blöndungsfræðingar

Postfrá karig » 11.sep 2017, 08:55

Daginn, er með Ford 351 w sem reykir ömurlega og gengur ekki baun en svo bráir þessu af honum stund og stund, þá gengur hann eins og klukka. Blandan virðist allt of rík, hann sótar kertin og lekur bensíni í smurolíuna. Þetta byrjaði eftir heddpakkningarskipti og upptekt á blöndung, getur þetta orsakast af leka með fótplötunni eða blöndungnum sjálfum? kv, Kári, ps. öll ráð vel þegin, gjörsamlega úti í mýri með þetta helvíti.




villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá villi58 » 11.sep 2017, 10:13

Hræddur um að þú þurfir að skoða blöndunginn aftur. Kanski með fast innsog í botni ?

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá karig » 11.sep 2017, 10:55

það er ekki innsog (aftengdi þetta sjálvirka drasl)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá sukkaturbo » 11.sep 2017, 12:00

Jamm er þetta Holly eða carter eða Qutrajet??


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá olei » 11.sep 2017, 12:22

Sem betur fer er langt síðan maður hefur þurft að slást við blöndunga á bílum. Smávéladótið er alveg nóg.
Hvað um það, þó að ég sé alls ekki blöndungssérfræðingur þá er hér eitthvað:

Það helsta er náttúrulega að blöndungurinn sé þéttur og leki ekki, pakkningar í lagi og þétt milli blöndungs og soggreinar. Síðan er að fullvissa sig um að flothæðin sé nokkurn veginn rétt -doldið krítískt- og þar með að flothæðarlokinn virki örugglega og leki ekki. Síðan er að nálarnar séu hreinar og engar stíflur í loftgöngun - blása vel með þrýstilofti.

Ö.. fínt að fara yfir það hvort að blöndungurinn fái örugglega nóg bensín, sumir eru með síur í fittings alveg við blöndunginn sem eiga til að stíflast. Tékka síðan bensíndæluna og þrýstinginn - blöndungur má ekki fá of mikinn þrýsting - minnir að miðað sé við 4psi eða eitthvað í þeim dúr sem hámark. Þannig virkar t.d ekki að nappa rafmagsbensíndælu úr bíl með innspýtingu og setja við blöndunginn því að svoleiðis dælur trukka of mikið og nálalokinn fyrir flothæðina nær ekki að loka og úr verður bensínflóð.

Svo eru það stilliskrúfurnar: Ég þori ekki að láta hafa margt eftir mér um þær, best að gúggla viðkomandi blöndung og reyna að finna út hvað er í boði af stilliskrúfum á honum og hvað þær gera.

Annað sem er fínt að tékka af við gangtruflanir.
Hvort að vélin dregur falskt loft, ath bremsukút t.d. Spreyja einhverju eldfimu á millihedd/soggrein og stéttina við blöndunginn með mótorinn í gangi og vita hvort að einhver breyting er á gangi vélarinnar. Startsprey er líklega best en það má nota bremsuhreinsi, WD40 og jafnvel kósan gas.

Síðan er það kveikjuröðin. Það er ekki hægt að fara of oft og vandlega yfir kveikjuröð í V8 með gangtruflanir!! Tékka kveikjuna, mjög gróft ætti hún að damla á 5-12°í hægagangi og flýta sér upp yfir 30°á snúning. Tékka háspennukefið hvort að það hitni eitthvað ef bíllinn gengur smá stund. Ef það er merkjanleg velgja á keflinu eftir 10 mín í hægagangi þá verður að rannsaka það sérstaklega.

Klassíska lausnin á leiðinda blöndungsvandræðum er síðan sú að kaupa nýjan blöndung. Það hefur stundum reynst vel.

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá karig » 11.sep 2017, 14:35

þetta er 2 ja hólfa Motorcraft, vélin er árg. 1979........


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá sukkaturbo » 11.sep 2017, 16:48

Jamm líklega orginal blöndungur fáðu þér nýjan

User avatar

Höfundur þráðar
karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá karig » 13.sep 2017, 21:14

Meinsemdin var óþétt pakking á þrýstiventlinum í flothylkishólfinu...... allt eins og blómstrið eina með nýrri pakkingu......

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Blöndungsfræðingar

Postfrá jeepcj7 » 13.sep 2017, 21:26

Flottur að redda þessu cheap :-)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir