Ég er í smá pælingum, ef ég kaupi gamlan willys smíða nýja grind og kaupi nýtt body og vél. Hvaða hlutar þurfa að vera til staðar úr gamla bílnum til að fá hann skráðan.
Þarf alltaf að vera gamall bíll sem maður byggir á þó það sé í raun ekkert eftir af honum? Mætti ég nota skráningu af annari tegund?
Skráning
-
- Innlegg: 74
- Skráður: 01.aug 2012, 01:01
- Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
- Bíltegund: Ford Explorer
- Staðsetning: Alaska
Re: Skráning
Hér er eldri þráður um þetta viewtopic.php?t=27389
Virðist sem skráning fylgi grindarnúmeri óháð því hvað er ofan, þannig væri bronco grind með toyota vél,bens skiptingu, patolhásingum og boddy af volvo skráð sem bronco.
Svo eru það þeir sem eru mikið til í nýsmíðum, þar munu menn hafa "styrkt og endurbætt" gamalar grindur frekar en að fá þetta vottað sem nýsmíð frá grunni og hljómar eins og sumir hafi ekki notað mikið meira en bútinn með númerinu úr gömlu grindinni.
Virðist sem skráning fylgi grindarnúmeri óháð því hvað er ofan, þannig væri bronco grind með toyota vél,bens skiptingu, patolhásingum og boddy af volvo skráð sem bronco.
Svo eru það þeir sem eru mikið til í nýsmíðum, þar munu menn hafa "styrkt og endurbætt" gamalar grindur frekar en að fá þetta vottað sem nýsmíð frá grunni og hljómar eins og sumir hafi ekki notað mikið meira en bútinn með númerinu úr gömlu grindinni.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur
Re: Skráning
Menn hafa jafnvel slegið grindarnúmer af "gamla bílnum" í nýja grind og komist upp með það. Finnst það svosem ekkert verra en að skera út gamla grindarplötu til að halda skráningu.
Það sem mestu máli skiptir er að fá einhvern með menntun eða mikla reynslu í burðarþoli til að skoða verkefnið, einhvern sem mun klárlega vera hreinskilinn og krítísera ef ástæða er til, áður en allt er klárað og gert. Þannig er hægt að forðast flest raunveruleg vandamál, og jafnframt vesen í skoðun. Ég hef séð hluti sem eiga ekki séns sleppa í gegn um skoðun, enda er ekki beint gerð krafa um að skoðunarmenn séu burðarþolssérfræðingar, sem er allt í lagi. Ef burðarþolsgúrú góðkennir lausnirnar eru miklar likur á að þetta renni nokkuð fyrirstöðulaust í gegn.
Kv
Grímur
Það sem mestu máli skiptir er að fá einhvern með menntun eða mikla reynslu í burðarþoli til að skoða verkefnið, einhvern sem mun klárlega vera hreinskilinn og krítísera ef ástæða er til, áður en allt er klárað og gert. Þannig er hægt að forðast flest raunveruleg vandamál, og jafnframt vesen í skoðun. Ég hef séð hluti sem eiga ekki séns sleppa í gegn um skoðun, enda er ekki beint gerð krafa um að skoðunarmenn séu burðarþolssérfræðingar, sem er allt í lagi. Ef burðarþolsgúrú góðkennir lausnirnar eru miklar likur á að þetta renni nokkuð fyrirstöðulaust í gegn.
Kv
Grímur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur