Range Rover 1988 vantar rafteikningar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 05.sep 2017, 13:15

Jamm er nú að dunda í nýjasta verkefninu en það er Range Rover 1988. Hann er með 90 Cruser mótor og sjálfskipting og allt komið í gang. Er að brasa við að tengja hleðsluljósið sem er orginal í Rover inn á orginal Cruser altenatorinn sem er með innbyggðan spennustilli. Hef þrjá granna víra aftur úr altenatornum rauðan með bláu og gulan og hvítan. búinn að koma sverakaplinum á sinn stað. Vantar að tengja stýringuna. Finn ekki réttu teikningarnar fyrir Roverinn hér á netinu fæ alltaf upp nýrri bíla.Rover var 8 cyl.Vantar að fá rageymaljósið sem gaumljós fyrir hleðsluna.Er einhver klár í að gúggla teikningu fyrir þennan bíl??
Viðhengi
DSCN4386.JPG
DSCN4386.JPG (254.58 KiB) Viewed 4669 times
DSCN4249.JPG
vantar að fá rafgeymaljósið sem gaumljós fyrir hleðsluna
DSCN4249.JPG (273.82 KiB) Viewed 4669 times




kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá kaos » 05.sep 2017, 23:30

Hérna er service manual (sem bretinn vill reyndar kalla workshop manual): http://www.landroverresource.com/docs/rangerover/Range_Rover_Manual_1992.pdf Ath. að þótt það sé 1992 í skráarnafninu á hann að dekka 1987 til 1992. Svo rakst ég líka á http://www.landroverweb.com/landrover/ og http://www.landy.ee/manuals/downloads/cars.htm, en á báðum stöðum virðist í fljótu bragði vera allskonar gúmmulaði um allt sem selt hefur verið sem Landrover og Rangerover.

Samkvæmt manualnum hafa upprunalega átt að hafa verið tveir grannir vírar að alternatornum, annar brúnn með gulri rönd, og hinn hvítur með grárri rönd. Sá brúni/guli er frá hleðsluljósinu. Hinn vírinn tengist einhverju sem heitir "Multi function unit and binnacle".

--
Kveðja, Kári.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá kaos » 05.sep 2017, 23:48

Eftir örlítið meira gúgl, held ég að "Multi function unit and binnacle" sé mælaborðið, og vírinn sem því tengist gæti verið fyrir snúningshraðamerki.

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 06.sep 2017, 07:16

Jamm uss mikið takk binnacle jamm einmitt gleraugu hefði ég þýtt það enda ensku kunnátta í lágmarki en áfram með verkið.Það verður líklega erfitt að fá snúningshraðmælinn til að virka þar sem er komin japönsk frú um borð eða 90 Cruser vél

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá jongud » 06.sep 2017, 08:23

Hérna fann ég smávegis um snúningshraðamæli í 1KZ-TE
http://toyotasurf.asn.au/forum/viewtopic.php?p=248975
(Póstur frá 14 mars 2014)
Það kemur merki frá tölvunni úr miðjuplögginu (blágrænu) númer B9 (níundi pinni frá vinstri)
En þeir segja að spennan á vírnum segi til um hvað snúningurinn sé mikill. En það finnst mér skrýtið, myndi frekar halda að það sé tíðnin.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 06.sep 2017, 17:32

Jamm þetta potast og takk fyrir aðstoðina félagar ég er með 3 vír stubba úr tenginu sem er aftan í altenatornum sem er orginal á 90 Cruser vélinni. Einn er rauður með blárri rönd gulur og svo hvítur hvernig eiga þeir að tengjast.Þessi altenator er með innbyggðum spennistilli.Annað það var engin lofthreinsari með þessu eru einhverjir skynjarar sem þurfa eða eiga að vera tengdir lofthreinsaranum ef ég mundi smíða í hann úr öðrum bíl.Þetta er 1998 vél.kveðja úr Himnaríki


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá kaos » 06.sep 2017, 21:24

Eftir rafmagnsteikningum sem jongud vísaði einhverntíma á hér á spjallinu. Þær eru reyndar fyrir 1996 árgerð, en litirnir eru a.m.k. þeir sömu:

Gulur er hleðsluljós, og myndi því tengjast við brúnan/gulan í bílnum.
Hvítur er "sense", og ætti að tengjast beint á geymi. Mætti líka tengjast yfir á svera vírinn.
Rauður/blár er "ignition", eða straumur í gegnum sviss. Mætti kannski ná í frá kveikjunni sem eitt sinn var?

Allir varðir með 7.5A öryggjum.

Því miður sýnist mér Toyota ekki hafa notað alternatorinn fyrir snúningshraðamerki, svo það fæst ekki nema hugsanlega með skurðaðgerð.

Viðbót: Rakst á http://wilbo666.pbworks.com/f/1303833431/201104270135_Toyota_Alt_S_Wire.png sem bendir á að það sé ekki sniðugt að taka "sense" beint frá svera vírnum á alternatornum, heldur eigi að tengja það sem næst geymi, og ekki á lögn sem er að flytja mikið afl. Auðvitað rétt, þegar maður hugsar um það, en ég er samt ekki viss um að það skipti miklu máli nema menn séu með mjög mikla og stöðuga straumnotkun.


--
Kveðja, Kári.
Síðast breytt af kaos þann 06.sep 2017, 22:39, breytt 1 sinni samtals.


kaos
Innlegg: 124
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá kaos » 06.sep 2017, 21:40

jongud wrote:En þeir segja að spennan á vírnum segi til um hvað snúningurinn sé mikill. En það finnst mér skrýtið, myndi frekar halda að það sé tíðnin.


Sammála því, held að eitthvað hafi skolast til þarna. Spennan getur reyndar eitthvað breyst líka, sem getur útskýrt að þeir virðast hafa fengið einhverja svörun á spennumælingu, en tíðnin er örugglega áreiðanlegri og það sem snúningshraðamælirinn notar. Annars sýnist mér að Toyota hafi notað skynjara á olíuverkinu fyrir snúningshraðann, en það gildir það sama með hann.

--
Kveðja, Kári.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 07.sep 2017, 07:20

Jamm mikið takk félagar.Fer í þetta í dag og gef svo skýrslu um árangur fljótlega.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 07.sep 2017, 11:45

Jamm skýrsla búin að tengja og allt virkar eðlilega og mikið takk fyrir aðstoðina. Var að skoða orginal lofthreinsaran og sé ekki nein merki um að í hann komi nokkur skynjari eða air flow sensor er að vísu ekki viss
Síðast breytt af sukkaturbo þann 07.sep 2017, 16:50, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá jongud » 07.sep 2017, 13:00

Þessu tengt;
Ég fann yfirlit yfir svokallað "pinout" á 1KZ-TE vélatölvunni. Það eru "bara" 43 vírar virkir. Það er þó aðeins skárra en LS mótorarnir með yfir 100 víra.

http://www.toyotasurf.asn.au/techsite/downloads/1KTZE%20PININ-PINOUT.pdf


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 07.sep 2017, 16:50

Jamm úff þetta er flókið að sjá

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá jongud » 08.sep 2017, 08:08

sukkaturbo wrote:Jamm úff þetta er flókið að sjá


Þetta er eins og að éta heilan fíl, Þú tekur einn bita í einu...

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá Sævar Örn » 08.sep 2017, 11:29

ef landróverinn notaði snúningshraða frá alternator er það líklega bara einn fasi af þremur og tíðnin snýr mælinum, þú getur breytt hvaða alternator sem er til að virka svona, lóðar bara vírskott framanvið díóðu í vafning og tengir á snúningshraðamælinn, svo gæti þurft að fínstilla snúningshraða með mismunandi stærð af trissuhjóli eða tíðnibreyti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Range Rover 1988 vantar rafteikningar

Postfrá sukkaturbo » 08.sep 2017, 11:40

Jamm jæja þá er búið að slökkva öll ljós sem voru í mælaborðinu. Hleðslan kominn hleðsluljós virkar eðlilega hleður núna 13.6 til 14 amp.Ljós fyrir vöntun á bremsuvökva farið og líka vegna vöntunar á rúðupissvökva . Handbremsuljós farið að virka bláa háaljósmerkið farið að virka. Fann vírinn fyrir orginal hitamælinn sem er í mælaborðinu grænn vír með bláu passaði við teikningar. Hann mælist sem plús ef honum er gefið jörð. Spurning hvar ég get komið honum fyrir í 90 Cruser vélinni. Datt í hug að fá mér orginal Range Rover vatnshitaviðnám og setja það í miðstöðvarslönguna með té stykki.Snúningshraðmælirinn gæti orðið vandamál en ætla að enda á því.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir