Síða 1 af 1

Hásinga vandræði

Posted: 04.sep 2017, 01:19
frá petrolhead
Sælt veri fólkið

Nú er ég í ofurlitlum vandræðum og vantar góð ráð og vona að einhver eigi slíkt handa mér...helst gefins takk :-D

Þannig er að ég á Dodge Ram 1500 Gen 2 og er búinn að beygja á honum framhásinguna (Dana 44), hvað er til ráða??
Er glóra að fara að rétta hásinguna ?
Eða er betra að finna aðra og færa involsið á milli ?
Er kannski málið að finna sér 60 hásingu ? gæti ég með einföldum hætti komið henni undir í staðinn fyrir 44 ?
Er eitthvað til af þessum hásingum á lausu 44 eða 60 ??
Að auki er ég svo sem ekkert voðalega hrifinn af þessum patent legum í Ram, er möguleiki að ég gæti nappað hásingu undan einhverju öðru sem mundi passa upp á sporvídd ??

Allar tillögur vel þegnar

mffþ
Gæi

Re: Hásinga vandræði

Posted: 04.sep 2017, 09:57
frá Kiddi
Fyrir forvitnis sakir, hversu ört hefur þú þurft að skipta um hjólalegur og hvað ertu með þennan bíl á stórum hjólum?

Re: Hásinga vandræði

Posted: 04.sep 2017, 17:04
frá Startarinn
Og hversu mikið er hásingin bogin?
er greinilegt brot í henni, eða er hún bara sveigð?

Re: Hásinga vandræði

Posted: 04.sep 2017, 23:51
frá íbbi
D60 undan 2500 bíl á að ganga beint undir. það er meirasegja einn að reyna losa 99 fyrrv cummins bíl með báðum hásingum undir fyrir lítið fé

Re: Hásinga vandræði

Posted: 05.sep 2017, 01:38
frá petrolhead
Kiddi: Hann er á 38" dekkjum. Ég hef aldrei þurft að skipta um hjólalegu enda hef ég ekki keyrt hann nema 6000km eftir að ég fékk hann í hendur.
Það sem mér finnst galli við patent legurnar...fyrir utan verð...er að geta ekki fekið framdrifið út ef það fer kross eða brotnar öxull.

Startari: Rörið er ekkert mikið bogið en greinilegur sveigur á því samt. Hins vegar sýnist mér, þó ég hafi ekki mælt það vísindalega, að annað liðhúsið á henni sé líka gengið aðeins inn að ofan.

Íbbi: Ertu þá að tala um bíl sem vantar bara mótor í ?? og hvar er hann staðsettur á landinu ?

bkv
Gæi

Re: Hásinga vandræði

Posted: 05.sep 2017, 03:27
frá petrolhead
Smá bakþankar félagar góðir!!
Ég kem ekkert 15" felgu á D60.....eða hvað ??

Re: Hásinga vandræði

Posted: 05.sep 2017, 08:00
frá íbbi
Já þetta er 99 2500 bíll, var 24v cummins, hann var rifinn að mestu fyrir nokkru, en boddý og pallur eru á og hjólabúnaður undir, held að það sé d70 undir honum að aftan, hann heitir ástþór sem er með hann, ef hann er ekki seldur

Spjallborðin segja að rörin gangi undir, annað beint án nokkura breytinga, hitt með minniháttar vinnu

Held að 15" gangi ekki á stærri rörin

Re: Hásinga vandræði

Posted: 05.sep 2017, 13:09
frá petrolhead
Þetta rifjaðist einhverra hluta vegna upp fyrir mér í nótt að það kæmist líklega ekki 15" á 60 rörin og þar með er þetta orðið fjandi.....afsakið orðbragðið....mikið mál því þá þyrfti ég að fá mér önnur dekk líka svo sennilega er staðan annað af tvennu að fá aðra hásingu eða reyna að rétta þessa :-/

Re: Hásinga vandræði

Posted: 05.sep 2017, 14:21
frá Kiddi
Já er ekki málið að tjakka þetta í horfið og sjóða styrkingar á liðhúsið?

Re: Hásinga vandræði

Posted: 06.sep 2017, 01:41
frá petrolhead
Það gæti sem best orðið niðurstaðan, fara með sleggjuna hans afa á þetta og massa í horfið :-D

Eða finna annað svona rör og styrkja það þá kannski aðeins áður en það fer undir, kannski fljótlegast svoleiðis. Ég get þá spáð í það í rólegheitum að finna mér dót til að breyta þessu í driflokusýstem eins og mig langar til að gera.

Re: Hásinga vandræði

Posted: 06.sep 2017, 09:46
frá Startarinn
Ástæðan fyrir að ég spurði um sveigjuna er að það er hugsanlegt að rétta hásinguna bara með því að sjóða utan á hana, ég rétti afturhásinguna í Hiluxinum mínum þannig.

Re: Hásinga vandræði

Posted: 07.sep 2017, 02:03
frá petrolhead
Þegar þú segir það þá finnst mér sennilegt að það sé hægt að rétta þessa með því að sjóða á hana því hún er ekki það mikið bogin, það er að segja rörið, en ef það er rétt hjá mér að annað liðhúsið sé bogið líka þá þarf trúlega eitthvað annað til að rétta það...annars er ótrúlegt hvað smá rafsuða getur dregið járn mikið til.

Re: Hásinga vandræði

Posted: 08.sep 2017, 17:04
frá Startarinn
Ég sauð eftir endilöngu rörinu öðru megin við kúluna með ryðfríum vír, bara af þeirri ástæðu að ryðfríi vírinn dregur sig meira

Re: Hásinga vandræði

Posted: 11.sep 2017, 01:54
frá petrolhead
Ja alltaf lærir maður eitthvað nýtt...þó gamall sé, ég vissi ekki að RF vírinn drægi sig meira en t.d. basi. Takk fyrir þetta hint Ástmar.