Síða 1 af 1
Hvar fást svona ventlahettur?
Posted: 01.sep 2017, 23:21
frá helgierl
Veit einhver hvar er hægt að fjárfesta í svona gæða ventlahettum.....

- ventlahetta.jpg (331.69 KiB) Viewed 2682 times
Re: Hvar fást svona ventlahettur?
Posted: 02.sep 2017, 10:58
frá Sævar Örn
Það eru til otal gerðir af þessum þráðlausu dekkjaþrýsting monitorum flest allt frá kína og ekki víst að kerfin virki saman, allavega koma þau progrömmuð og tilbúin til notkunar úr kassanum
Ég hef í eitt skipti átt svona og þá var það til vandræða á tveimur hjólum þá lak hettan, hún ýtir á píluna í ventlinum til að lesa þrýstinginn þannig hettan er það eina sem þéttir, líkt og hjá okkur jeppamönnum sem fjarlægjum píluna til að auðvelda úrhleypingu, en þá verður hettan líka að vera alveg þétt en þessar eru það kannski ekki alltaf
Re: Hvar fást svona ventlahettur?
Posted: 02.sep 2017, 13:12
frá villi58
Þú þarft að vita framleiðandann og líka þarf að panta fyrir rétt hjól, hetturnar eru programmaðar fyrir hvert hjól t.d. hægra framan.
Mælirinn í bílnum sínir líklega hjól no. 1. no. 2. no. 3. no. 4. ef þetta er græja sem ég held.
Mátt alveg sína mynd af mælirnum.
Re: Hvar fást svona ventlahettur?
Posted: 02.sep 2017, 21:08
frá helgierl
Já, ok. þetta er eitthvað hátæknidót..... Mér leist bara vel á að það væri gott að ná taki á þessu og myndu síður tínast í snjónum...