Vantar ráð við breytingu


Höfundur þráðar
Robert
Innlegg: 181
Skráður: 11.mar 2013, 18:16
Fullt nafn: Róbert Guðrúnarson

Vantar ráð við breytingu

Postfrá Robert » 25.aug 2017, 10:07

Góðan daginn,
Ég er búin að vera að safna og langar búa til fjalla jeppa.
-Fyrst eignaðist ég Vortec 5,3 GM vél með 4L60E skiptingu og 241 millikassa úr eldri bíl.
-Síðan eignaðist ég Patrol framhásingu sem búið var að stytta og færa kúluna yfir, 1:4,56 hlutföll
-Síðan Pajero aftur hásingu með loftlás úr "93" bíl með 1:4,56 hlutföll.
-Svo eignaðist ég þennan falleg Cherokee WJ 2001 4,7 með föstum mótor.
Hugmyndin er að fara á 38"

Á ég að nota þessar hásingar eða að reyna að styrkja framhásinguna og kaupa hlutföll.
Það sem ég er að hugsa um styrk, kostnað og þyngd?

Endilega skjótið á mig hugmyndum.

Kv.Róbert



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vantar ráð við breytingu

Postfrá jongud » 25.aug 2017, 15:40

Það er spurning hversu vel þessar hásingar passa saman og hvort þær passi undir Cherokee.
Fyrsta skrefið er að mæla breiddina á hásingunum, þ.e. breiddina á milli plattanna sem felgurnar leggjast á.
Á ensku er talað um "WMS to WMS" (wheel mounting surface to wheel mounting surface).
Síðan þarf að mæla hásingarnar sem eru undir cherokee jeppanum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir